Sálmurinn góðkunni Heims um ból sunginn sjöraddað Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 22. desember 2016 10:15 Hymnodia fer ávallt sínar leiðir í túlkun. Hver man ekki eftir því þegar kórinn söng stjórnarskrána? Mynd/Daníel Starrason Eyþór Ingi Jónsson er organisti í Akureyrarkirkju og líka kórstjóri Hymnodiu sem heldur árvissa jólatónleika í kirkjunni í kvöld klukkan 21. Þar flytur kórinn hugljúfa og hátíðlega tónlist, engar þagnir verða teknar né talað orð sagt. Eyþór Ingi segir það hefðbundinn stíl hjá kórnum að syngja án afláts. „Við höfum alltaf gert það. Þá komum við fleiri lögum að!“ segir hann glaðlega. Fleira er hefðbundið við tónleika kvöldsins hjá Hymnodiu, til dæmis dagsetningin, að sögn Eyþórs Inga. „Við erum alltaf með tónleikana 22. desember. Það er svo margt í boði fyrir jólin, glaðlegir tónleikar og jólasveinafjör, en við viljum að fólk upplifi ró og rökkur og því verða ljósin dempuð í kirkjunni og tónlistin hátíðleg.“ Tvö ný lög verða frumflutt að sögn Eyþórs Inga. Þau eru eftir Michael Jón Clarke og Sigurð Flosason. Auk þess verða góðkunnir jólasálmar sungnir, ensk endurreisnarlög, gömul þýsk og norræn jólalög og tvö lög sem alltaf eru sungin á jólatónleikunum, Það aldin út er sprungið og Heims um ból, það síðarnefnda í sjö radda hátíðarútsetningu. Eyþór Ingi er spurður frekar út hana. „Ég hef ekki heyrt þessa sjö radda útsetningu á Heims um ból hér á landi nema í flutningi Hymnodiu en hún hefur hljómað á öllum okkar jólatónleikum og er á diskinum okkar. Ég heyrði hana Svíþjóð en hún er eftir Þjóðverja,“ útskýrir hann.Parísardaman Steinunn Arnbjörg ætlar að halda jólin á heimaslóðum fyrir norðan. Mynd/Daniele BasiniSteinunn Arnbjörg Stefánsdóttir sellóleikari verður sérlegur gestur tónleikanna. Það hefur hún ekki verið áður. „Við höfum ávallt verið með gesti en alltaf nýja og nýja. Höfum boðið til okkar dúóum, einsöngvurum, einleikurum og kórum og nú er það hún Steinunn. Hún er frá Akureyri en er búsett í París og hefur vakið mikla eftirtekt og aðdáun fyrir fagran sellóleik. Hún er komin heim til að halda jól og við vorum með æfingu á mánudaginn. Ég er líka að fara að hitta hana í dag, því við ætlum að spila svolítið saman tvö. Eitthvað ævagamalt. Það er hennar stíll og hentar mínu áhugasviði líka,“ segir Eyþór sem hlakkar til kvöldsins. „Mér þykir rosalega vænt um fyrirkomulagið á tónleikunum, hátíðleikann, kyrrðina og svo það að ná alltaf að frumflytja eitthvað nýtt og líka að vera með lög sem allir þekkja en kannski í nýjum útsetningum. Þessir jólatónleikar hafa alltaf verið vel sóttir hjá okkur og ég vona að svo verði einnig nú.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 22. desember 2016. Jólafréttir Mest lesið Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Lífið Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Lífið Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Lífið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lífið Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Lífið Kettir með engar rófur til sýnis Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Fleiri fréttir Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Sjá meira
Eyþór Ingi Jónsson er organisti í Akureyrarkirkju og líka kórstjóri Hymnodiu sem heldur árvissa jólatónleika í kirkjunni í kvöld klukkan 21. Þar flytur kórinn hugljúfa og hátíðlega tónlist, engar þagnir verða teknar né talað orð sagt. Eyþór Ingi segir það hefðbundinn stíl hjá kórnum að syngja án afláts. „Við höfum alltaf gert það. Þá komum við fleiri lögum að!“ segir hann glaðlega. Fleira er hefðbundið við tónleika kvöldsins hjá Hymnodiu, til dæmis dagsetningin, að sögn Eyþórs Inga. „Við erum alltaf með tónleikana 22. desember. Það er svo margt í boði fyrir jólin, glaðlegir tónleikar og jólasveinafjör, en við viljum að fólk upplifi ró og rökkur og því verða ljósin dempuð í kirkjunni og tónlistin hátíðleg.“ Tvö ný lög verða frumflutt að sögn Eyþórs Inga. Þau eru eftir Michael Jón Clarke og Sigurð Flosason. Auk þess verða góðkunnir jólasálmar sungnir, ensk endurreisnarlög, gömul þýsk og norræn jólalög og tvö lög sem alltaf eru sungin á jólatónleikunum, Það aldin út er sprungið og Heims um ból, það síðarnefnda í sjö radda hátíðarútsetningu. Eyþór Ingi er spurður frekar út hana. „Ég hef ekki heyrt þessa sjö radda útsetningu á Heims um ból hér á landi nema í flutningi Hymnodiu en hún hefur hljómað á öllum okkar jólatónleikum og er á diskinum okkar. Ég heyrði hana Svíþjóð en hún er eftir Þjóðverja,“ útskýrir hann.Parísardaman Steinunn Arnbjörg ætlar að halda jólin á heimaslóðum fyrir norðan. Mynd/Daniele BasiniSteinunn Arnbjörg Stefánsdóttir sellóleikari verður sérlegur gestur tónleikanna. Það hefur hún ekki verið áður. „Við höfum ávallt verið með gesti en alltaf nýja og nýja. Höfum boðið til okkar dúóum, einsöngvurum, einleikurum og kórum og nú er það hún Steinunn. Hún er frá Akureyri en er búsett í París og hefur vakið mikla eftirtekt og aðdáun fyrir fagran sellóleik. Hún er komin heim til að halda jól og við vorum með æfingu á mánudaginn. Ég er líka að fara að hitta hana í dag, því við ætlum að spila svolítið saman tvö. Eitthvað ævagamalt. Það er hennar stíll og hentar mínu áhugasviði líka,“ segir Eyþór sem hlakkar til kvöldsins. „Mér þykir rosalega vænt um fyrirkomulagið á tónleikunum, hátíðleikann, kyrrðina og svo það að ná alltaf að frumflytja eitthvað nýtt og líka að vera með lög sem allir þekkja en kannski í nýjum útsetningum. Þessir jólatónleikar hafa alltaf verið vel sóttir hjá okkur og ég vona að svo verði einnig nú.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 22. desember 2016.
Jólafréttir Mest lesið Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Lífið Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Lífið Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Lífið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lífið Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Lífið Kettir með engar rófur til sýnis Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Fleiri fréttir Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Sjá meira