Frumsýna Óþelló tvisvar Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 21. desember 2016 16:16 Leikhópurinn á æfingu. Gísli Örn Garðarsson leikstýrir og Ingvar E. Sigurðsson fer með titilhlutverkið. Vísir/Eyþór Breytt er út af hefðinni í Þjóðleikhúsinu þessi jólin, en þar hefur jólasýningin í mörg ár verið frumsýnd á annan í jólum. Hins vegar verður jólasýningin Óþelló eftir William Shakespeare frumsýnd annað kvöld og sérstök hátíðarsýning verður á annan í jólum. Samkvæmt Júlíu Aradóttur, kynningarfulltrúa hjá Þjóðleikhúsinu er ástæðan sú að einungis hluti sætanna í stóra salnum nýtist, meðal annars er ekki hægt að sitja á svölunum. „Ástæðan er í raun sú að leikmyndin er þannig að það nýtist bara hluti af sætunum í salnum. Þannig að við þurftum eiginlega að skipta þessu á tvær dagsetningar til að koma öllum fyrir, kortagestum, boðslistum, aðstandendum og öllu þessu. Og þá var bara þessi lausn ákveðin, ákveðið að prófa þetta,“ segir Júlía í samtali við Vísi sem segir jafnframt þetta vera í fyrsta skipti svo hún viti til sem brugðið er út af þeirri hefð að frumsýna á annan í jólum.Sjá einnig: Segir leikhúsið vera karlaheimMiðaverð á frumsýningar er yfirleitt um það bil tvöfalt hærra en miðaverð á venjulegar sýningar og verður það einnig svo á hátíðarsýninguna á annan í jólum. Miði á þá sýningu kostar 9.900 krónur en miði á aðrar sýningar eftir það er á 5.500 krónur. „Við nálgumst þetta eins og tvær frumsýningar. Það er bæði núna á morgun og svo annan í jólum sem við köllum hátíðarsýningu. Það er atriði fyrir mörgum sem hafa komið á annan í jólum í mörg ár, að halda í hefðina. Þannig við erum eiginlega með tvöfalda frumsýningu,“ segir Júlía.Meiri ró í hópnum Það er gamalgróin hjátrú í leikhúsi að önnur sýning sé ekki nándar jafn góð og frumsýningin. Júlía segir þó að leikhúsgestir sem koma á annan í jólum hafi ekkert að óttast og að margir hafi tekið vel í það að koma fyrir jól. „Kortagestirnir, sem eru frumsýningarkortagestir, skiptast eiginlega í tvennt. Öðrum helmingnum finnst fínt að koma fyrir jól en hinn vill halda í hefðina og koma á annan í jólum. Svo er reyndar, það er svo fyndið með þessa aðra sýningu. Þessi mýta er einhvernvegin í gangi en hún er oft bara ekki verri af því að edge-ið er komið af þannig það eru allir rólegri. Ekki sama stressið. Það er svona meiri ró í hópnum.“ Leikmyndin er þannig upp sett að ekki er hægt að nýta 140 sæti af þeim 500 sem eru í salnum. „Þetta er alveg stór hluti. Þannig það er eiginlega bara með því að hafa tvær sýningar er þetta rétt rúmlega sætafjöldinn á eina sýningu með öllum sætum. Þetta kemur nánast út á sléttu.“ Menning Tengdar fréttir Grípa í skugga á sviðinu Harmleikurinn um Óþelló er jólasýning Þjóðleikhússins í ár. Þau Arnmundur Backman og Aldís Hamilton fara með hlutverk í sýningunni og ræða um leikverkið og arfleifð foreldra sinna. 3. desember 2016 11:00 Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum Lífið Fleiri fréttir Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira
Breytt er út af hefðinni í Þjóðleikhúsinu þessi jólin, en þar hefur jólasýningin í mörg ár verið frumsýnd á annan í jólum. Hins vegar verður jólasýningin Óþelló eftir William Shakespeare frumsýnd annað kvöld og sérstök hátíðarsýning verður á annan í jólum. Samkvæmt Júlíu Aradóttur, kynningarfulltrúa hjá Þjóðleikhúsinu er ástæðan sú að einungis hluti sætanna í stóra salnum nýtist, meðal annars er ekki hægt að sitja á svölunum. „Ástæðan er í raun sú að leikmyndin er þannig að það nýtist bara hluti af sætunum í salnum. Þannig að við þurftum eiginlega að skipta þessu á tvær dagsetningar til að koma öllum fyrir, kortagestum, boðslistum, aðstandendum og öllu þessu. Og þá var bara þessi lausn ákveðin, ákveðið að prófa þetta,“ segir Júlía í samtali við Vísi sem segir jafnframt þetta vera í fyrsta skipti svo hún viti til sem brugðið er út af þeirri hefð að frumsýna á annan í jólum.Sjá einnig: Segir leikhúsið vera karlaheimMiðaverð á frumsýningar er yfirleitt um það bil tvöfalt hærra en miðaverð á venjulegar sýningar og verður það einnig svo á hátíðarsýninguna á annan í jólum. Miði á þá sýningu kostar 9.900 krónur en miði á aðrar sýningar eftir það er á 5.500 krónur. „Við nálgumst þetta eins og tvær frumsýningar. Það er bæði núna á morgun og svo annan í jólum sem við köllum hátíðarsýningu. Það er atriði fyrir mörgum sem hafa komið á annan í jólum í mörg ár, að halda í hefðina. Þannig við erum eiginlega með tvöfalda frumsýningu,“ segir Júlía.Meiri ró í hópnum Það er gamalgróin hjátrú í leikhúsi að önnur sýning sé ekki nándar jafn góð og frumsýningin. Júlía segir þó að leikhúsgestir sem koma á annan í jólum hafi ekkert að óttast og að margir hafi tekið vel í það að koma fyrir jól. „Kortagestirnir, sem eru frumsýningarkortagestir, skiptast eiginlega í tvennt. Öðrum helmingnum finnst fínt að koma fyrir jól en hinn vill halda í hefðina og koma á annan í jólum. Svo er reyndar, það er svo fyndið með þessa aðra sýningu. Þessi mýta er einhvernvegin í gangi en hún er oft bara ekki verri af því að edge-ið er komið af þannig það eru allir rólegri. Ekki sama stressið. Það er svona meiri ró í hópnum.“ Leikmyndin er þannig upp sett að ekki er hægt að nýta 140 sæti af þeim 500 sem eru í salnum. „Þetta er alveg stór hluti. Þannig það er eiginlega bara með því að hafa tvær sýningar er þetta rétt rúmlega sætafjöldinn á eina sýningu með öllum sætum. Þetta kemur nánast út á sléttu.“
Menning Tengdar fréttir Grípa í skugga á sviðinu Harmleikurinn um Óþelló er jólasýning Þjóðleikhússins í ár. Þau Arnmundur Backman og Aldís Hamilton fara með hlutverk í sýningunni og ræða um leikverkið og arfleifð foreldra sinna. 3. desember 2016 11:00 Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum Lífið Fleiri fréttir Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira
Grípa í skugga á sviðinu Harmleikurinn um Óþelló er jólasýning Þjóðleikhússins í ár. Þau Arnmundur Backman og Aldís Hamilton fara með hlutverk í sýningunni og ræða um leikverkið og arfleifð foreldra sinna. 3. desember 2016 11:00