Ákveðin í því allan tímann að skrifa kerlingabók Magnús Guðmundsson skrifar 21. desember 2016 10:30 Guðrún Eva á heimili sínu í Hveragerði en bærinn er einmitt sögusvið bókarinnar Skegg Raspútíns. Mynd/Vera Pálsdóttir Nei, Ljúba er aðalpersónan en ekki ég,“ segir rithöfundurinn Guðrún Eva Mínervudóttir aðspurð hvað valdi því að nýjasta bók hennar, Skegg Raspútíns, sé eyrnamerkt sem skáldsaga þrátt fyrir að höfundur sé aðalpersóna sögunnar. Ljúba er vinkona Guðrúnar Evu í Hveragerði og skáldsagan Skegg Raspútíns hverfist að miklu leyti um samtöl þeirra tveggja og vináttu. Guðrún Eva segir jafnframt að henni hafi fundist mikilvægt að merkja verkið sem skáldsögu þar sem hún væri ekki að öllu leyti trú atburðum. „Þó að margt af þessu sé sannleikanum samkvæmt þá breyti ég stundum tímaröð, þjappa á tímaásnum og svo er þarna ýmislegt sem er aðeins breytt til að vernda persónur. Svo er sumt hreinlega skáldað eins og það að ég hef aldrei prófað að taka stóran skammt af múskati en það hefur víst í för með sér umtalsverð ofskynjunaráhrif. Mér fannst það magnað þegar ég frétti að múskat gæti haft þessi áhrif. Þessi bók er um húsmæður og fannst mér tilhugsunin um að þær færu í kryddhilluna til þess að ná sér í eitthvað krassandi mjög við hæfi. Enda eru þær ekki með nein tengsl við undirheima Hveragerðis, hvað þá borgarinnar. Ástæða þess að kryddið er ekki bannað er sú að trippið er svo slæmt að það tekur því ekki að banna þetta,“ segir Guðrún Eva og hlær við tilhugsunina.Frelsi skáldsögunnar Það er forvitnilegt að Guðrún Eva fari svo stíft þá leið að tala um skáldsögu, ekki síst í ljósi þess að margir höfundar, þá einkum karlmenn, hafa verið að fara inn á þessi mörk skáldskapar og ævisagna og hafa þá jafnvel brugðið fyrir sig hugtökum á borð við skáldævisaga. „Það er náttúrlega skiljanlegt að þekktar persónur fjalli um sig og skrifi ævisögu sína. En ég sem skáldsagnahöfundur er meira á bak við tjöldin og engin sérstök ástæða fyrir mig að gefa út ævisögu mína. Einnig má segja að með því að halda í skáldsagnaformið þá er ég miklu frjálsari. Af því að ef ég væri að skrifa ævisögu mína eða aðra „sanna“ sögu þá mundi ég taka það mjög alvarlega. Allt yrði að vera nákvæmt og sannleikanum samkvæmt eftir minni bestu samvisku en þarna get ég leikið mér meira. En ástæðan fyrir því að ég nota okkar eigin nöfn var að vera ekki að vekja upp spurningar heldur leyfa þessu að vera uppi á borðinu, fremur en að fólk þyrfti að vera að giska á það og fletta ofan af mér. Ég vildi ekki að vangaveltur um það hvort þetta væri ævisögulegt eða ekki þvældust fyrir sjálfri sögunni.“ Í skáldsögunni er samband Guðrúnar Evu og Ljúbu kjarni verksins en skyldi vinkonan vera að öllu leyti sátt við þessa nálgun? „Já, mjög svo. Ég mundi aldrei gera þetta annars. Þessi bók er skrifuð af fullkominni virðingu fyrir viðfangsefninu og samband okkar er mjög svo hlýtt og náið. Hún er ákaflega örlát manneskja og skildi strax um hvað málið snerist og hafði jafn gaman af því og ég að blanda saman þessum bókmenntaformum, ævisögu og skáldskap. Og það ríkir fullkomið traust okkar á milli. Ég svona grófþýddi fyrir hana eins mikið og við komumst yfir, við erum náttúrulega uppteknar konur eins og kemur fram í bókinni, og þá sagði ég bara: Hér er samtal sem við áttum og hér er samtal sem við hefðum getað átt og hún hafði jafn gaman af hvoru tveggja.“Andlegur skyldleiki Á tímapunkti í skáldsögunni, án þess að maður vilji vera að segja of mikið, þá áttar Guðrún Eva sig á ákveðinni speglun á milli lífs hennar og sinnar nýju vinkonu. En skyldi hún hafa fundið þennan samhljóm í lífi þeirri í raun og veru? „Já, og bókin fjallar líka mikið til um það hvað maður á sameiginlegt með fólki. Áherslan er þar, frekar en á hvað er ólíkt með okkur, eins og að hún er útlendingur og kemur frá allt öðrum menningarheimi og það er nánast eins og hún komi frá öðrum tíma. En þegar maður kynnist náið þá verður áherslan miklu frekar á það sem er sameiginlegt. Svo er það engin tilviljun að við verðum vinkonur því það er einhver andlegur skyldleiki á milli okkar tveggja.“ En svo er líka einhver skyldleiki á milli þessara bæja, heimabæjar Ljúbu þar sem fólk er alltaf í gufubaði og Hveragerðis þar sem fólk gengur um í hveraþoku. „Já, það er rétt. Bókin er að svo miklu leyti líka um þorpið sem samnefnara og á hlýlegan hátt. Ekki þannig að allir séu með nefið ofan í hvers manns koppi heldur frekar að ef fólk er að fylgjast með eða skipta sér af þá er það af umhyggju. Ég hef alltaf búið í litlum þorpum, er alin upp hér og þar um landið, og ég hef alltaf upplifað miklu sterkar þessa góðu nærveru fólksins. Þar sem fólk gætir hvað annars og samkenndin er mikil.“Krísa karla Aðspurð hvort hún hafi sótt í einhvern ákveðinn bókmenntalegan grunn þegar hún skrifaði Skegg Raspútíns, og þá til að mynda kvenhöfunda sérstaklega, þá segir Guðrún Eva að hún hafi alla tíð lesið karl- og kvenhöfunda til jafns. „En þegar ég hugsa um svona „blueprint“ fyrir þessa bók þá hugsa ég, kannski meira í gamni en alvöru, um kvikmyndina Steiktir grænir tómatar sem eina af mörgum mögulegum tilvísunum. En hins vegar var ég harðákveðin í því að allan tímann að ég væri að skrifa kerlingabók. Ég var ánægð með það og meinti það í besta mögulega skilningi og fegurstu merkingu orðsins. Það er löngu kominn tími til að endurheimta orðið kerling og fylla það af krafti og gleði. Ég var líka stolt af að hafa kjark til þess að skrifa bók sem fjallaði að mestu um tvær húsmæður sem ræða saman inni í eldhúsi og matreiða og að það væri samt spennandi bók. Ég hef fengið mjög góðar viðtökur en það sem hefur komið hvað mest á óvart er að sterkustu og áköfustu jákvæðu viðbrögðin hafa komið frá ungum karlmönnum. Það var síðasti hópurinn sem ég bjóst við að mundi falla fyrir þessari bók.“ En hvað gæti valdið þessu? „Það getur verið vegna þess, og þetta er eitthvað sem ég hef ekki rætt mikið varðandi þessa bók en held að sé raunin, að hún fjallar að einhverju leyti um krísu karla út frá sjónarhóli kvenna. Ég hef í mörg ár verið undrandi á þeirri gagnrýni að margar bækur fjalli um krísu karla og hef alltaf hugsað: Já, það er vegna þess að karlar eru í krísu. Það bitnar svo auðvitað bæði á þeim og konunum í kringum þá. Þarna er ég að takast á við þetta en engu að síður algjörlega út frá sjónarhóli kvenna. Auðvitað er þetta ekki bók sem fjallar bara um þetta en þetta er eitt af stóru málunum, jafnvel drifkraftur sögunnar; konur að lifa af krísu karla. Við Ljúba fjöllum aðeins um þetta og leyfum okkur að tala um allt. Líka þetta viðkvæma málefni sem kynin eru.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 21. desember. Menning Mest lesið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Nei, Ljúba er aðalpersónan en ekki ég,“ segir rithöfundurinn Guðrún Eva Mínervudóttir aðspurð hvað valdi því að nýjasta bók hennar, Skegg Raspútíns, sé eyrnamerkt sem skáldsaga þrátt fyrir að höfundur sé aðalpersóna sögunnar. Ljúba er vinkona Guðrúnar Evu í Hveragerði og skáldsagan Skegg Raspútíns hverfist að miklu leyti um samtöl þeirra tveggja og vináttu. Guðrún Eva segir jafnframt að henni hafi fundist mikilvægt að merkja verkið sem skáldsögu þar sem hún væri ekki að öllu leyti trú atburðum. „Þó að margt af þessu sé sannleikanum samkvæmt þá breyti ég stundum tímaröð, þjappa á tímaásnum og svo er þarna ýmislegt sem er aðeins breytt til að vernda persónur. Svo er sumt hreinlega skáldað eins og það að ég hef aldrei prófað að taka stóran skammt af múskati en það hefur víst í för með sér umtalsverð ofskynjunaráhrif. Mér fannst það magnað þegar ég frétti að múskat gæti haft þessi áhrif. Þessi bók er um húsmæður og fannst mér tilhugsunin um að þær færu í kryddhilluna til þess að ná sér í eitthvað krassandi mjög við hæfi. Enda eru þær ekki með nein tengsl við undirheima Hveragerðis, hvað þá borgarinnar. Ástæða þess að kryddið er ekki bannað er sú að trippið er svo slæmt að það tekur því ekki að banna þetta,“ segir Guðrún Eva og hlær við tilhugsunina.Frelsi skáldsögunnar Það er forvitnilegt að Guðrún Eva fari svo stíft þá leið að tala um skáldsögu, ekki síst í ljósi þess að margir höfundar, þá einkum karlmenn, hafa verið að fara inn á þessi mörk skáldskapar og ævisagna og hafa þá jafnvel brugðið fyrir sig hugtökum á borð við skáldævisaga. „Það er náttúrlega skiljanlegt að þekktar persónur fjalli um sig og skrifi ævisögu sína. En ég sem skáldsagnahöfundur er meira á bak við tjöldin og engin sérstök ástæða fyrir mig að gefa út ævisögu mína. Einnig má segja að með því að halda í skáldsagnaformið þá er ég miklu frjálsari. Af því að ef ég væri að skrifa ævisögu mína eða aðra „sanna“ sögu þá mundi ég taka það mjög alvarlega. Allt yrði að vera nákvæmt og sannleikanum samkvæmt eftir minni bestu samvisku en þarna get ég leikið mér meira. En ástæðan fyrir því að ég nota okkar eigin nöfn var að vera ekki að vekja upp spurningar heldur leyfa þessu að vera uppi á borðinu, fremur en að fólk þyrfti að vera að giska á það og fletta ofan af mér. Ég vildi ekki að vangaveltur um það hvort þetta væri ævisögulegt eða ekki þvældust fyrir sjálfri sögunni.“ Í skáldsögunni er samband Guðrúnar Evu og Ljúbu kjarni verksins en skyldi vinkonan vera að öllu leyti sátt við þessa nálgun? „Já, mjög svo. Ég mundi aldrei gera þetta annars. Þessi bók er skrifuð af fullkominni virðingu fyrir viðfangsefninu og samband okkar er mjög svo hlýtt og náið. Hún er ákaflega örlát manneskja og skildi strax um hvað málið snerist og hafði jafn gaman af því og ég að blanda saman þessum bókmenntaformum, ævisögu og skáldskap. Og það ríkir fullkomið traust okkar á milli. Ég svona grófþýddi fyrir hana eins mikið og við komumst yfir, við erum náttúrulega uppteknar konur eins og kemur fram í bókinni, og þá sagði ég bara: Hér er samtal sem við áttum og hér er samtal sem við hefðum getað átt og hún hafði jafn gaman af hvoru tveggja.“Andlegur skyldleiki Á tímapunkti í skáldsögunni, án þess að maður vilji vera að segja of mikið, þá áttar Guðrún Eva sig á ákveðinni speglun á milli lífs hennar og sinnar nýju vinkonu. En skyldi hún hafa fundið þennan samhljóm í lífi þeirri í raun og veru? „Já, og bókin fjallar líka mikið til um það hvað maður á sameiginlegt með fólki. Áherslan er þar, frekar en á hvað er ólíkt með okkur, eins og að hún er útlendingur og kemur frá allt öðrum menningarheimi og það er nánast eins og hún komi frá öðrum tíma. En þegar maður kynnist náið þá verður áherslan miklu frekar á það sem er sameiginlegt. Svo er það engin tilviljun að við verðum vinkonur því það er einhver andlegur skyldleiki á milli okkar tveggja.“ En svo er líka einhver skyldleiki á milli þessara bæja, heimabæjar Ljúbu þar sem fólk er alltaf í gufubaði og Hveragerðis þar sem fólk gengur um í hveraþoku. „Já, það er rétt. Bókin er að svo miklu leyti líka um þorpið sem samnefnara og á hlýlegan hátt. Ekki þannig að allir séu með nefið ofan í hvers manns koppi heldur frekar að ef fólk er að fylgjast með eða skipta sér af þá er það af umhyggju. Ég hef alltaf búið í litlum þorpum, er alin upp hér og þar um landið, og ég hef alltaf upplifað miklu sterkar þessa góðu nærveru fólksins. Þar sem fólk gætir hvað annars og samkenndin er mikil.“Krísa karla Aðspurð hvort hún hafi sótt í einhvern ákveðinn bókmenntalegan grunn þegar hún skrifaði Skegg Raspútíns, og þá til að mynda kvenhöfunda sérstaklega, þá segir Guðrún Eva að hún hafi alla tíð lesið karl- og kvenhöfunda til jafns. „En þegar ég hugsa um svona „blueprint“ fyrir þessa bók þá hugsa ég, kannski meira í gamni en alvöru, um kvikmyndina Steiktir grænir tómatar sem eina af mörgum mögulegum tilvísunum. En hins vegar var ég harðákveðin í því að allan tímann að ég væri að skrifa kerlingabók. Ég var ánægð með það og meinti það í besta mögulega skilningi og fegurstu merkingu orðsins. Það er löngu kominn tími til að endurheimta orðið kerling og fylla það af krafti og gleði. Ég var líka stolt af að hafa kjark til þess að skrifa bók sem fjallaði að mestu um tvær húsmæður sem ræða saman inni í eldhúsi og matreiða og að það væri samt spennandi bók. Ég hef fengið mjög góðar viðtökur en það sem hefur komið hvað mest á óvart er að sterkustu og áköfustu jákvæðu viðbrögðin hafa komið frá ungum karlmönnum. Það var síðasti hópurinn sem ég bjóst við að mundi falla fyrir þessari bók.“ En hvað gæti valdið þessu? „Það getur verið vegna þess, og þetta er eitthvað sem ég hef ekki rætt mikið varðandi þessa bók en held að sé raunin, að hún fjallar að einhverju leyti um krísu karla út frá sjónarhóli kvenna. Ég hef í mörg ár verið undrandi á þeirri gagnrýni að margar bækur fjalli um krísu karla og hef alltaf hugsað: Já, það er vegna þess að karlar eru í krísu. Það bitnar svo auðvitað bæði á þeim og konunum í kringum þá. Þarna er ég að takast á við þetta en engu að síður algjörlega út frá sjónarhóli kvenna. Auðvitað er þetta ekki bók sem fjallar bara um þetta en þetta er eitt af stóru málunum, jafnvel drifkraftur sögunnar; konur að lifa af krísu karla. Við Ljúba fjöllum aðeins um þetta og leyfum okkur að tala um allt. Líka þetta viðkvæma málefni sem kynin eru.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 21. desember.
Menning Mest lesið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira