Fyndnasta en um leið örugglega kaldasta golfhögg ársins | Myndband Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. desember 2016 10:00 Mynd/instagram/golfgrinders/ Golf er sumaríþrótt fyrir flesta kylfinga en þó ekki alla. Einn sem var ekki sammála því að menn ættu að hvíla kylfurnar yfir háveturinn ákvað að storka vetri konungi. Það fór þó ekki nógu vel því hann endaði hringinn sinn blautur og kaldur. Golf yfir vetrarmánuðina getur boðið upp á nýjar aðstæður fyrir kylfinga og um leið búið til erfiðar ákvarðanir þegar menn reyna allt til að sleppa við víti. Kylfingurinn í myndbandinu hér fyrir neðan var staðráðinn að bjarga sér úr erfiðri stöðu og sleppa við víti eftir að hann missti kúluna af braut og úr á frosið vatn. Það fór hinsvegar ekki alveg eins og hann hafði ætlað. Kappinn lét vissulega vaða en hann hitti ekki kúluna og steinlá síðan á ísnum. Ísinn var ekki þykkari en það að kylfingurinn óheppni braut hann með þessari hörðu lendingu og fór í kjölfarið á bólakaf í ískalt vatnið. Það má sjá myndbandið hér fyrir neðan. Bronston is "ice cold" when he's under pressure.... @Havenbarlow8 @diddy713 #keepGrinding #funny #Golf #fail #trickshot #espn #fsn #tiger #pga A video posted by Golf (@golfgrinders) on Dec 19, 2016 at 7:35am PST Þar sem að hann hitti ekki kúluna og hún datt síðan ofan í vatnið með honum þá þurfti hann hvort sem er að taka á sig víti. Hvort að hann treysti sér að spila áfram eftir volkið er önnur saga. Úr varð afar fyndið myndband sem rataði inn á golfgrinders instagram-síðunni. Það fylgir ekki alveg sögunni hvað varð um greyið manninn. Hann fékk að minnsta kosti kvef en slapp vonandi við lungabólgu eða eitthvað þeim mun verra. Golf Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Golf er sumaríþrótt fyrir flesta kylfinga en þó ekki alla. Einn sem var ekki sammála því að menn ættu að hvíla kylfurnar yfir háveturinn ákvað að storka vetri konungi. Það fór þó ekki nógu vel því hann endaði hringinn sinn blautur og kaldur. Golf yfir vetrarmánuðina getur boðið upp á nýjar aðstæður fyrir kylfinga og um leið búið til erfiðar ákvarðanir þegar menn reyna allt til að sleppa við víti. Kylfingurinn í myndbandinu hér fyrir neðan var staðráðinn að bjarga sér úr erfiðri stöðu og sleppa við víti eftir að hann missti kúluna af braut og úr á frosið vatn. Það fór hinsvegar ekki alveg eins og hann hafði ætlað. Kappinn lét vissulega vaða en hann hitti ekki kúluna og steinlá síðan á ísnum. Ísinn var ekki þykkari en það að kylfingurinn óheppni braut hann með þessari hörðu lendingu og fór í kjölfarið á bólakaf í ískalt vatnið. Það má sjá myndbandið hér fyrir neðan. Bronston is "ice cold" when he's under pressure.... @Havenbarlow8 @diddy713 #keepGrinding #funny #Golf #fail #trickshot #espn #fsn #tiger #pga A video posted by Golf (@golfgrinders) on Dec 19, 2016 at 7:35am PST Þar sem að hann hitti ekki kúluna og hún datt síðan ofan í vatnið með honum þá þurfti hann hvort sem er að taka á sig víti. Hvort að hann treysti sér að spila áfram eftir volkið er önnur saga. Úr varð afar fyndið myndband sem rataði inn á golfgrinders instagram-síðunni. Það fylgir ekki alveg sögunni hvað varð um greyið manninn. Hann fékk að minnsta kosti kvef en slapp vonandi við lungabólgu eða eitthvað þeim mun verra.
Golf Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira