Sundurleitt haust í leikhúsum landsins Sigríður Jónsdóttir skrifar 7. janúar 2017 08:15 Hjónin Björn Thors og Unnur Ösp Stefánsdóttir í verkinu Brot úr hjónabandi í Borgarleikhúsinu. Það má með sanni skrifa að nýliðið haust í leikhúsinu hafi endað með hvelli sem bergmálaði alveg inn í nýja árið, en frekar um þau málefni síðar. Eins og hefð er orðin fyrir marka LÓKAL og Reykjavík Dance Festival byrjun leikársins á höfuðborgarsvæðinu og að þessu sinni var forskriftin Everybody’s Spectacular. Hátíðin er kjörið tækifæri fyrir ungt sviðslistafólk til að koma sér á framfæri og þá reyndari til að gera tilraunir; gjörningar af ýmsu tagi, leikverk og dans tóku á móti gestum þessa árs. Einfaldar, einlægar og vel skrifaðar barnasýningar á borð við Jólaflækju, Lofthrædda örninn Örvar og Íslenska fílinn báru af á liðnu hausti. Brúðuheimar er mikill happafengur fyrir íslenskt sviðslistalíf og á Bernd Ogrodnik sérstakan heiður skilinn fyrir sitt framúrskarandi starf fyrir börn. Stærri fjölskyldusýningar á borð við Bláa hnöttinn, sem byggð var á bók Andra Snæs Magnasonar, heppnuðust kannski ekki eins vel en aðsóknin hefur verið fín.Sjálfstæða senan Sjálfstæða senan kom sterk inn þó að gæðamunur á þeim sýningum sé oft augljósari en í stóru leikhúsunum. Sumar þeirra gengu þó skemmtilega upp og þær bestu gáfu áhorfendum nýja sýn á hversdagsleikann. Litla sýningin, sem færri komust á en vildu, var Þær spila blak hallelúja, í boði Aðalbjargar Árnadóttur og Ylfu Áskelsdóttur, var bráðskemmtileg. Einnig mætti Kriðpleir-hópurinn sterkur til leiks með sína bestu sýningu til þessa, Ævisaga einhvers verður áfram í sýningum í Tjarnarbíó á þessu ári. Sóley Rós ræstitæknir með Sólveigu Guðmundsdóttur í fararbroddi sló óvænt í gegn í Tjarnarbíói en þar er á ferð sýning sem leynir á sér, bæði persónuleg og pólitísk í senn. María Reyndal og Sólveig mynda listræna teymið á bak við þetta heimildarverk sem fjallar umbúðalaust um tilveru og raunir venjulegrar konu sem tekst á við gríðarleg áföll. Í höfuðborginni er sviðslistaflóran fjölbreytt og eru áhorfendur hvattir til að fylgjast með öðruvísi sviðsviðburðum. Þar ber helst að nefna dragsýningar Dragsúgs á Gauknum, spunahópinn Improv Iceland, uppistand af öllum gerðum og svo má ekki gleyma Mengi á Óðinsgötu sem setur hverskyns tilraunastarfsemi í forgang.Akureyri og Rif Fátt var að frétta frá Akureyri en leikfélagið þar í bæ frumsýndi hina ágætu sýningu Helgi magri í samkomuhúsinu snemma að hausti. Innri uppbygging er enn þá í gangi en leikfélagið snýr aftur í Hof á næstunni með splunkunýja barnasýningu á 100 ára afmæli leikfélagsins. Núnó og Júnía nefnist hún og er í leikstjórn Söru Martí Guðmundsdóttur sem skilaði hinni fínu Pílu pínu þar á svið í fyrra. Aftur á móti hefur gestasýningum frá höfuðborgarsvæðinu fjölgað sem er vel og jákvætt fyrir áhorfendur þar í bæ. Kári Viðarson tilkynnti nýlega að hann myndi færa sig frá sviðsetningum í Frystiklefanum á Rifi en hann hefur unnið mikið og gott frumkvöðlastarf þar síðastliðin ár. Vonandi verður húsið ennþá vinnumiðstöð fyrir sviðslistafólk. Landsbyggðin þarf á svona starfsemi að halda.Sólveig Guðmundsdóttir og Sveinn Ólafur Gunnarsson á sviði Tjarnarbíós í leikritinu Sóley ræstitæknir.Mynd/Jóhanna H. ÞorkelsdóttirBrot af því besta Ólafur Egill Egilsson sýndi og sannaði að hann á fullt erindi í leikstjórastólinn en Broti úr hjónabandi, eftir Ingmar Bergman, var bæði fagmannlega og lipurlega leikstýrt. Ekki var verra að hafa hjónin Björn Thors og Unni Ösp Stefánsdóttur innanborðs sem sýndu að góður leikur byggist ekki eingöngu á frammistöðu einstaklinga heldur líka náinni samvinnu þar sem hlustun er lykilatriði. Eins og áður sagði sýndi Sólveig Guðmundsdóttir fantafína takta í hlutverki Sóleyjar Rósar en hún hefur verið á fínu flugi á þessu ári. Sigurður Sigurjónsson heldur áfram að sýna og sanna að hann er einn af landsins allra bestu leikurum, nú í hlutverki fúleggsins Ove í Kassanum. Arnmundur Ernst Backman afhjúpaði nýjar og áhrifaríkar hliðar í Djöflaeyjunni og þó Aldís Amah Hamilton sé að stíga sín fyrstu skref á sviðinu þá hefur hún alla burði til að láta hressilega að sér kveða á næstu misserum.Leikskáldin og traustið Nýju íslensku leikritin hafa því miður verið misgóð hingað til. Hvorki Sending eftir Bjarna Jónsson né Extravaganza eftir Sölku Guðmundsdóttur hittu almennilega í mark og Djöflaeyjan í leikgerð Atla Rafns Sigurðarsonar, Melkorku Teklu Ólafsdóttur og reyndar alls leikhópsins var hálfgert þunnildi. Enn þá sárvantar sterkari grunn og stuðning fyrir leikskáld, og þessar aðlaganir á skáldsögum má endilega hvíla. Úrbætur síðustu ára s.s. föst staða leikskálds innan veggja Borgarleikhússins virðast ekki hafa dugað til. Þetta hljómar kannski eins og rispuð plata en er nauðsynlegt að endurtaka sem oftast þangað til eitthvað róttækt er gert í þessum málum. Sú hvimleiða tíska að leikhúsið og leikarar fjalli um sjálfa sig með því að t.d. brjóta niður fjórða vegginn og ávarpa áhorfendur um hvað þeim finnist um málefni líðandi stundar, hvernig þeir upplifi sýninguna, eða útskýra tengingu hennar við samtímann, virðist seint ætla hverfa. Auðvitað koma sýningar inn á milli þar sem þessi tækni smellpassar en er alltof oft notuð sem eins konar listræn hækja í stað þess að treysta áhorfendum til að túlka verkið og tengja við á sínum eigin forsendum.Íslenski fíllinn var vinsæl barnasýning í Þjóðleikhúsinu.Tilraunakennd og umdeild klassík Jólasýningar Borgarleikhússins og Þjóðleikhússins eru alveg kapítuli út af fyrir sig enda hafa þær báðar verið umdeildar. Mikið púður og fjármagn er alla jafnan lagt í jólasýningarnar og þær eru ákveðinn hornsteinn leikársins. Er kannski kominn tími til að endurskoða þessa hefð og brydda upp á nýrri nálgun á leikárið? Gagnrýnendur tóku vægast sagt misvel í sýningarnar og mikil umræða spratt upp á samfélags- og vefmiðlum í kjölfarið. Slík umræða verður einungis gagnleg ef hún er á faglegum nótum en eðlilega er sýn einstaklinga á sviðsviðburði mismunandi. Gísli Örn Garðarsson endurskrifaði og leikstýrði nýrri þýðingu Hallgríms Helgasonar á Óþelló eftir William Shakespeare í Þjóðleikhúsinu en Yana Ross sneri aftur í Borgarleikhúsið og tók Sölku Völku eftir Halldór Laxness í sundur. Virðingarvert er að sjá stóru húsin gera djarfar tilraunir með bæði formið og túlkanir á klassískum verkum en í báðum sýningunum flugu bæði handrit og leikræn spenna út um næsta glugga. Sjón- og myndræn upplifun er sviðslistunum auðvitað og eðlilega ákaflega mikilvæg en hún má ekki yfirskyggja sýningar á kostnað handrits eða persónusköpunar.Nýja árið Í heildina hefur leiklistarveturinn gengið brösuglega hingað til, stórar sýningar í báðum húsunum voru annað hvort í meðallagi góðar eða alls ekki. Minni sýningar og barnasýningar hafa gengið betur. Samstarfssýningum við sjálfstæða hópa hefur fækkað og vert er að spyrjast fyrir um af hverju svo sé. Er sparnaði um að kenna? Vilja stjórnendur húsanna gefa meira rúm fyrir tilraunir undir sínum formerkjum? En margt bíður leikhúsgesta á nýju ári. Vert er að minna á beina útsendingu RÚV í kvöld þegar Njála verður sýnd í síðasta sinn á stóra sviði Borgarleikhússins sem og Útvarpsleikhúsið sem heldur áfram að sinna íslenskri leikritun einstaklega vel. Í gær var Gott fólk eftir Val Grettisson í leikstjórn Unu Þorleifsdóttur frumsýnt í Þjóðleikhúsinu sem og samstarfsverkefnið Hún pabbi, í leikstjórn Péturs Ármannssonar í Borgarleikhúsinu. Forvitnilegt verður að sjá hvort nýja árið byrji betur en hið gamla endaði. Leikárið er nú hálfnað og best er að fara með bjartsýnina að vopni inn í þennan seinni hluta. Allir í leikhús. Greinin birtist fyrst 7. janúar 2017 Menning Mest lesið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið Allt búið hjá Austin og Kaiu Lífið Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Menning Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Það má með sanni skrifa að nýliðið haust í leikhúsinu hafi endað með hvelli sem bergmálaði alveg inn í nýja árið, en frekar um þau málefni síðar. Eins og hefð er orðin fyrir marka LÓKAL og Reykjavík Dance Festival byrjun leikársins á höfuðborgarsvæðinu og að þessu sinni var forskriftin Everybody’s Spectacular. Hátíðin er kjörið tækifæri fyrir ungt sviðslistafólk til að koma sér á framfæri og þá reyndari til að gera tilraunir; gjörningar af ýmsu tagi, leikverk og dans tóku á móti gestum þessa árs. Einfaldar, einlægar og vel skrifaðar barnasýningar á borð við Jólaflækju, Lofthrædda örninn Örvar og Íslenska fílinn báru af á liðnu hausti. Brúðuheimar er mikill happafengur fyrir íslenskt sviðslistalíf og á Bernd Ogrodnik sérstakan heiður skilinn fyrir sitt framúrskarandi starf fyrir börn. Stærri fjölskyldusýningar á borð við Bláa hnöttinn, sem byggð var á bók Andra Snæs Magnasonar, heppnuðust kannski ekki eins vel en aðsóknin hefur verið fín.Sjálfstæða senan Sjálfstæða senan kom sterk inn þó að gæðamunur á þeim sýningum sé oft augljósari en í stóru leikhúsunum. Sumar þeirra gengu þó skemmtilega upp og þær bestu gáfu áhorfendum nýja sýn á hversdagsleikann. Litla sýningin, sem færri komust á en vildu, var Þær spila blak hallelúja, í boði Aðalbjargar Árnadóttur og Ylfu Áskelsdóttur, var bráðskemmtileg. Einnig mætti Kriðpleir-hópurinn sterkur til leiks með sína bestu sýningu til þessa, Ævisaga einhvers verður áfram í sýningum í Tjarnarbíó á þessu ári. Sóley Rós ræstitæknir með Sólveigu Guðmundsdóttur í fararbroddi sló óvænt í gegn í Tjarnarbíói en þar er á ferð sýning sem leynir á sér, bæði persónuleg og pólitísk í senn. María Reyndal og Sólveig mynda listræna teymið á bak við þetta heimildarverk sem fjallar umbúðalaust um tilveru og raunir venjulegrar konu sem tekst á við gríðarleg áföll. Í höfuðborginni er sviðslistaflóran fjölbreytt og eru áhorfendur hvattir til að fylgjast með öðruvísi sviðsviðburðum. Þar ber helst að nefna dragsýningar Dragsúgs á Gauknum, spunahópinn Improv Iceland, uppistand af öllum gerðum og svo má ekki gleyma Mengi á Óðinsgötu sem setur hverskyns tilraunastarfsemi í forgang.Akureyri og Rif Fátt var að frétta frá Akureyri en leikfélagið þar í bæ frumsýndi hina ágætu sýningu Helgi magri í samkomuhúsinu snemma að hausti. Innri uppbygging er enn þá í gangi en leikfélagið snýr aftur í Hof á næstunni með splunkunýja barnasýningu á 100 ára afmæli leikfélagsins. Núnó og Júnía nefnist hún og er í leikstjórn Söru Martí Guðmundsdóttur sem skilaði hinni fínu Pílu pínu þar á svið í fyrra. Aftur á móti hefur gestasýningum frá höfuðborgarsvæðinu fjölgað sem er vel og jákvætt fyrir áhorfendur þar í bæ. Kári Viðarson tilkynnti nýlega að hann myndi færa sig frá sviðsetningum í Frystiklefanum á Rifi en hann hefur unnið mikið og gott frumkvöðlastarf þar síðastliðin ár. Vonandi verður húsið ennþá vinnumiðstöð fyrir sviðslistafólk. Landsbyggðin þarf á svona starfsemi að halda.Sólveig Guðmundsdóttir og Sveinn Ólafur Gunnarsson á sviði Tjarnarbíós í leikritinu Sóley ræstitæknir.Mynd/Jóhanna H. ÞorkelsdóttirBrot af því besta Ólafur Egill Egilsson sýndi og sannaði að hann á fullt erindi í leikstjórastólinn en Broti úr hjónabandi, eftir Ingmar Bergman, var bæði fagmannlega og lipurlega leikstýrt. Ekki var verra að hafa hjónin Björn Thors og Unni Ösp Stefánsdóttur innanborðs sem sýndu að góður leikur byggist ekki eingöngu á frammistöðu einstaklinga heldur líka náinni samvinnu þar sem hlustun er lykilatriði. Eins og áður sagði sýndi Sólveig Guðmundsdóttir fantafína takta í hlutverki Sóleyjar Rósar en hún hefur verið á fínu flugi á þessu ári. Sigurður Sigurjónsson heldur áfram að sýna og sanna að hann er einn af landsins allra bestu leikurum, nú í hlutverki fúleggsins Ove í Kassanum. Arnmundur Ernst Backman afhjúpaði nýjar og áhrifaríkar hliðar í Djöflaeyjunni og þó Aldís Amah Hamilton sé að stíga sín fyrstu skref á sviðinu þá hefur hún alla burði til að láta hressilega að sér kveða á næstu misserum.Leikskáldin og traustið Nýju íslensku leikritin hafa því miður verið misgóð hingað til. Hvorki Sending eftir Bjarna Jónsson né Extravaganza eftir Sölku Guðmundsdóttur hittu almennilega í mark og Djöflaeyjan í leikgerð Atla Rafns Sigurðarsonar, Melkorku Teklu Ólafsdóttur og reyndar alls leikhópsins var hálfgert þunnildi. Enn þá sárvantar sterkari grunn og stuðning fyrir leikskáld, og þessar aðlaganir á skáldsögum má endilega hvíla. Úrbætur síðustu ára s.s. föst staða leikskálds innan veggja Borgarleikhússins virðast ekki hafa dugað til. Þetta hljómar kannski eins og rispuð plata en er nauðsynlegt að endurtaka sem oftast þangað til eitthvað róttækt er gert í þessum málum. Sú hvimleiða tíska að leikhúsið og leikarar fjalli um sjálfa sig með því að t.d. brjóta niður fjórða vegginn og ávarpa áhorfendur um hvað þeim finnist um málefni líðandi stundar, hvernig þeir upplifi sýninguna, eða útskýra tengingu hennar við samtímann, virðist seint ætla hverfa. Auðvitað koma sýningar inn á milli þar sem þessi tækni smellpassar en er alltof oft notuð sem eins konar listræn hækja í stað þess að treysta áhorfendum til að túlka verkið og tengja við á sínum eigin forsendum.Íslenski fíllinn var vinsæl barnasýning í Þjóðleikhúsinu.Tilraunakennd og umdeild klassík Jólasýningar Borgarleikhússins og Þjóðleikhússins eru alveg kapítuli út af fyrir sig enda hafa þær báðar verið umdeildar. Mikið púður og fjármagn er alla jafnan lagt í jólasýningarnar og þær eru ákveðinn hornsteinn leikársins. Er kannski kominn tími til að endurskoða þessa hefð og brydda upp á nýrri nálgun á leikárið? Gagnrýnendur tóku vægast sagt misvel í sýningarnar og mikil umræða spratt upp á samfélags- og vefmiðlum í kjölfarið. Slík umræða verður einungis gagnleg ef hún er á faglegum nótum en eðlilega er sýn einstaklinga á sviðsviðburði mismunandi. Gísli Örn Garðarsson endurskrifaði og leikstýrði nýrri þýðingu Hallgríms Helgasonar á Óþelló eftir William Shakespeare í Þjóðleikhúsinu en Yana Ross sneri aftur í Borgarleikhúsið og tók Sölku Völku eftir Halldór Laxness í sundur. Virðingarvert er að sjá stóru húsin gera djarfar tilraunir með bæði formið og túlkanir á klassískum verkum en í báðum sýningunum flugu bæði handrit og leikræn spenna út um næsta glugga. Sjón- og myndræn upplifun er sviðslistunum auðvitað og eðlilega ákaflega mikilvæg en hún má ekki yfirskyggja sýningar á kostnað handrits eða persónusköpunar.Nýja árið Í heildina hefur leiklistarveturinn gengið brösuglega hingað til, stórar sýningar í báðum húsunum voru annað hvort í meðallagi góðar eða alls ekki. Minni sýningar og barnasýningar hafa gengið betur. Samstarfssýningum við sjálfstæða hópa hefur fækkað og vert er að spyrjast fyrir um af hverju svo sé. Er sparnaði um að kenna? Vilja stjórnendur húsanna gefa meira rúm fyrir tilraunir undir sínum formerkjum? En margt bíður leikhúsgesta á nýju ári. Vert er að minna á beina útsendingu RÚV í kvöld þegar Njála verður sýnd í síðasta sinn á stóra sviði Borgarleikhússins sem og Útvarpsleikhúsið sem heldur áfram að sinna íslenskri leikritun einstaklega vel. Í gær var Gott fólk eftir Val Grettisson í leikstjórn Unu Þorleifsdóttur frumsýnt í Þjóðleikhúsinu sem og samstarfsverkefnið Hún pabbi, í leikstjórn Péturs Ármannssonar í Borgarleikhúsinu. Forvitnilegt verður að sjá hvort nýja árið byrji betur en hið gamla endaði. Leikárið er nú hálfnað og best er að fara með bjartsýnina að vopni inn í þennan seinni hluta. Allir í leikhús. Greinin birtist fyrst 7. janúar 2017
Menning Mest lesið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið Allt búið hjá Austin og Kaiu Lífið Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Menning Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira