Minnir á Svartaskóg Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 7. janúar 2017 09:30 "Ég var dálítið seinn með útgáfuna fyrir jólin, þannig að mín vertíð hefur verið milli hátíðanna og nú í byrjun árs,“ segir Brynjar Karl. Mynd/Hildur Hauksdóttir „Ég kem örlítið inn á það hvernig lífið var á upphafsárum berklahælisins á Kristnesi þegar dauðinn var þar daglegt brauð, og líka eldsvoðann 1931 þegar efsta hæðin brann. En fyrst og fremst skyggnist ég inn í skemmtilegt og sérstakt samfélag í miðri Eyjafjarðarsveit og skrifa um íbúa þess,“ segir Brynjar Karl Óttarsson grunnskólakennari um bók sína Lífið í Kristnesþorpi – Frá uppvexti til blómaskeiðs og tilvistarkreppu. Hann segir þar um nálega 100 manna samfélag að ræða, umvafið gróðri. „Það minnir mig svolítið á þættina um sjúkrahúsið í Svartaskógi sem voru í sjónvarpinu á árum áður,“ segir hann glaðlega. Brynjar Karl er grunnskólakennari sem eftir fimmtán ár í því starfi tók sér launalaust leyfi í vetur til að skrifa. Þessi nýútkomna bók hans er hliðarafurð af öðru stærra verkefni sem hann hefur unnið að í hálfan annan áratug, það er saga berklasjúklinganna á Kristneshæli. Stefnan er að gefa hana út í haust. „Það verður dramatík,“ lofar hann. Þegar ég næ í Brynjar Karl er hann nýkominn frá Húsavík „á bókabílnum“, eins og hann kallar heimilisbílinn núna. „Ég var dálítið seinn með útgáfuna fyrir jólin, þannig að mín vertíð hefur verið milli hátíðanna og nú í byrjun árs,“ segir hann. „Ég stend í þessu einn, skrifa bókina, gef hana út og sé um söluna,“ bætir hann við og tekur því vel þegar honum er líkt við litlu gulu hænuna.Kristnesspítali er báknið í þorpinu.Sjálfur kveðst Brynjar Karl hafa alist upp í Kristnesþorpi og starfað þar á sumrin í mörg ár við umhirðu lóða, bæði meðan spítalinn var ríkisstofnun og líka eftir að Sjúkrahús Akureyrar tók við rekstrinum 1993. „Þá voru þar enn nokkrir gamlir berklasjúklingar sem hafði dagað þar uppi og Kristnes orðið heimili þeirra,“ lýsir hann. Útgáfufyrirtæki Brynjars Karls, Grenndargralið er sprotafyrirtæki. Undirtitill þess er Gersemar úr sögu og menningu heimabyggðar. Það byrjaði sem skólaþróunarverkefni. „Allt sem ég geri, hvort sem það er í tengslum við skólamál eða bókaútgáfu, tengist sögu og menningu Eyjafjarðar,“ segir hann. „Markmiðið er að koma á framfæri við almenning öllu því skemmtilega sem saga byggðarinnar okkar býr yfir.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 7. janúar 2017 Lífið Menning Mest lesið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Lífið Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Lífið Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart Lífið Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lífið Fleiri fréttir Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
„Ég kem örlítið inn á það hvernig lífið var á upphafsárum berklahælisins á Kristnesi þegar dauðinn var þar daglegt brauð, og líka eldsvoðann 1931 þegar efsta hæðin brann. En fyrst og fremst skyggnist ég inn í skemmtilegt og sérstakt samfélag í miðri Eyjafjarðarsveit og skrifa um íbúa þess,“ segir Brynjar Karl Óttarsson grunnskólakennari um bók sína Lífið í Kristnesþorpi – Frá uppvexti til blómaskeiðs og tilvistarkreppu. Hann segir þar um nálega 100 manna samfélag að ræða, umvafið gróðri. „Það minnir mig svolítið á þættina um sjúkrahúsið í Svartaskógi sem voru í sjónvarpinu á árum áður,“ segir hann glaðlega. Brynjar Karl er grunnskólakennari sem eftir fimmtán ár í því starfi tók sér launalaust leyfi í vetur til að skrifa. Þessi nýútkomna bók hans er hliðarafurð af öðru stærra verkefni sem hann hefur unnið að í hálfan annan áratug, það er saga berklasjúklinganna á Kristneshæli. Stefnan er að gefa hana út í haust. „Það verður dramatík,“ lofar hann. Þegar ég næ í Brynjar Karl er hann nýkominn frá Húsavík „á bókabílnum“, eins og hann kallar heimilisbílinn núna. „Ég var dálítið seinn með útgáfuna fyrir jólin, þannig að mín vertíð hefur verið milli hátíðanna og nú í byrjun árs,“ segir hann. „Ég stend í þessu einn, skrifa bókina, gef hana út og sé um söluna,“ bætir hann við og tekur því vel þegar honum er líkt við litlu gulu hænuna.Kristnesspítali er báknið í þorpinu.Sjálfur kveðst Brynjar Karl hafa alist upp í Kristnesþorpi og starfað þar á sumrin í mörg ár við umhirðu lóða, bæði meðan spítalinn var ríkisstofnun og líka eftir að Sjúkrahús Akureyrar tók við rekstrinum 1993. „Þá voru þar enn nokkrir gamlir berklasjúklingar sem hafði dagað þar uppi og Kristnes orðið heimili þeirra,“ lýsir hann. Útgáfufyrirtæki Brynjars Karls, Grenndargralið er sprotafyrirtæki. Undirtitill þess er Gersemar úr sögu og menningu heimabyggðar. Það byrjaði sem skólaþróunarverkefni. „Allt sem ég geri, hvort sem það er í tengslum við skólamál eða bókaútgáfu, tengist sögu og menningu Eyjafjarðar,“ segir hann. „Markmiðið er að koma á framfæri við almenning öllu því skemmtilega sem saga byggðarinnar okkar býr yfir.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 7. janúar 2017
Lífið Menning Mest lesið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Lífið Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Lífið Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart Lífið Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lífið Fleiri fréttir Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira