Joe & the Juice opnar í Lágmúla - tveir fyrir einn af matseðli 6. janúar 2017 14:15 Nýi staðurinn er staðsettur í Lágmúla, við hliðina á Nova og JSB dansrækt. Veitingastaðurinn Joe & the Juice hefur opnað nýjan stað í Lágmúla. Í tilefni opnunarinnar verður sérstakt tilboð í Lágmúlanum og boðið upp á tvo fyrir einn af öllum réttum á matseðli í dag, föstudag. „Móttökurnar á Íslandi hafa verið frábærar. Fyrsti staðurinn á Íslandi opnaði í Kringlunni 2013 og nú erum við að opna sjöunda staðinn,“ segir Daníel Kári Stefánsson, framkvæmdastjóri Joe & the Jucie á Íslandi.Boðið verður upp á tvo fyrir einn af matseðli í Lágmúlanum í dag í tilefni opnunarinnar.Daníel segir að staðurinn í Lágmúla sé sá fyrsti sem stendur sér, þ.e. er ekki í verslunarmiðstöð, á flugvelli eða í líkamsræktarstöð. „Staðsetningin er mjög góð, Lágmúlinn er mjög miðsvæðis í Reykjavík og aðkoman er góð, svo er fjöldi stórra vinnustaða í kring. Það er ekki annað hægt að segja en að við hlökkum til að kynnast þessum hluta borgarinnar.“Staðurinn í Lágmúla er sjöundi Joe & the Juice á Íslandi.Joe & the Juice á rætur sínar að rekja til Kaupmannahafnar en á Íslandi eru veitingastaðir í Kringlunni, Smáralind, World Class í Laugum, Laugavegi og svo tveir í Flugstöð Leifs Eiríkssonar.Staðurinn í Lágmúla er sá fyrsti sem stendur sér, þ.e. er ekki í verslunarmiðstöð, á flugvelli eða í líkamsræktarstöð. Mest lesið Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Hugmyndin fæddist þegar þær hittust óvænt í hlíðum Helgafells Viðskipti innlent Fleiri fréttir Greiðsluáskorun „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Sjá meira
Veitingastaðurinn Joe & the Juice hefur opnað nýjan stað í Lágmúla. Í tilefni opnunarinnar verður sérstakt tilboð í Lágmúlanum og boðið upp á tvo fyrir einn af öllum réttum á matseðli í dag, föstudag. „Móttökurnar á Íslandi hafa verið frábærar. Fyrsti staðurinn á Íslandi opnaði í Kringlunni 2013 og nú erum við að opna sjöunda staðinn,“ segir Daníel Kári Stefánsson, framkvæmdastjóri Joe & the Jucie á Íslandi.Boðið verður upp á tvo fyrir einn af matseðli í Lágmúlanum í dag í tilefni opnunarinnar.Daníel segir að staðurinn í Lágmúla sé sá fyrsti sem stendur sér, þ.e. er ekki í verslunarmiðstöð, á flugvelli eða í líkamsræktarstöð. „Staðsetningin er mjög góð, Lágmúlinn er mjög miðsvæðis í Reykjavík og aðkoman er góð, svo er fjöldi stórra vinnustaða í kring. Það er ekki annað hægt að segja en að við hlökkum til að kynnast þessum hluta borgarinnar.“Staðurinn í Lágmúla er sjöundi Joe & the Juice á Íslandi.Joe & the Juice á rætur sínar að rekja til Kaupmannahafnar en á Íslandi eru veitingastaðir í Kringlunni, Smáralind, World Class í Laugum, Laugavegi og svo tveir í Flugstöð Leifs Eiríkssonar.Staðurinn í Lágmúla er sá fyrsti sem stendur sér, þ.e. er ekki í verslunarmiðstöð, á flugvelli eða í líkamsræktarstöð.
Mest lesið Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Hugmyndin fæddist þegar þær hittust óvænt í hlíðum Helgafells Viðskipti innlent Fleiri fréttir Greiðsluáskorun „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Sjá meira