Stóðu á krossgötum og bjuggu til plötu Guðný Hrönn skrifar 6. janúar 2017 09:30 Herdís Stefánsdóttir og Thelma Marín Jónsdóttir. Mynd/Úr einkasafni Þær Herdís Stefánsdóttir og Thelma Marín Jónsdóttir skipa hljómsveitina East of My Youth en sú hljómsveit er ung og sendir frá sér sína fyrstu plötu þann 13. janúar. Útgáfu fyrstu plötu sveitarinnar East of My Youth var fagnað rækilega á Húrra í gær en þær Herdís Thelma fengu tónlistarkonurnar Hildi og Glowie til liðs við sig á tónleikunum. Fyrsta plata East of My Youth hefur að geyma fjölbreytt lög og lýsir ferlinu á bak við samstarf þeirra Herdísar og Thelmu vel að þeirra sögn. „Það tók ár að vinna plötuna, þannig að við erum búnar að vinna markvisst saman í um ár. Á þeim tíma lærðum við mikið, bæði um það sem okkur langar að gera og hvor á aðra. Þannig að lögin eru líka búin að breytast og þróast með okkur,“ segir Herdís.Fyrsta plata East of My Youth kemur út 13. janúar.En hvernig varð bandið til? „Við Thelma erum búnar að þekkjast mjög lengi. Við vorum saman í Hagaskóla, MR og Listaháskólanum og svo fluttum við báðar til Berlínar strax eftir útskrift. Þar var ég í starfsnámi hjá Agli Sæbjörnssyni myndlistarmanni og Thelma var í leiklistarkúrs. Við höfðum í raun og veru alltaf verið í sama vinahópi án þess að þekkjast eitthvað persónulega. En þarna var eitthvað sem dró okkur saman og við byrjuðum að hanga. Og svo eitt nóvemberkvöldið, þegar við sátum á bar, fer Thelma að tala um að hana hafi alltaf langað til að syngja. Ég hafði þá sjálf eitthvað verið að dunda mér við að búa til lög, en ég er ekki söngkona. Þegar ég heyri svo Thelmu syngja og spila á gítar þá átta ég mig á að hún er með alveg klikkaða rödd. Þá ákváðum við bara að hittast og byrja að djamma saman,“ útskýrir Herdís. Eftir dvölina í Berlín fluttu þær Herdís og Thelma aftur til Íslands. „Við vissum ekki alveg hvað við áttum að gera þegar heim var komið. Þar sem við vorum báðar tvær á krossgötum tókum við ákvörðun um að hittast reglulega í Listaháskólanum, gamla skólanum okkar, og spila og syngja. Og varð fyrsta lagið okkar til.“ Útkoma þessa samstarfs er sex laga plata sem hefur að geyma fjölbreytt lög. „Þó að þetta sé stutt plata þá ákváðum við samt að leyfa henni að standa. Á henni er fjölbreytt tónlist, allt frá melódískum ballöðum yfir í alvöru elektró-popp.“En hvað er svo fram undan? „Við erum á leiðinni í lítið tónleikaferðalag þar sem við munum meðal annars spila á Eurosonic-hátíðinni í Hollandi. Svo erum við að fara að vinna með pródúsent í London og þar munum við vinna að nýjum lögum,“ segir Herdís. Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Stórmyndir í útrýmingarhættu Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Fleiri fréttir Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
Þær Herdís Stefánsdóttir og Thelma Marín Jónsdóttir skipa hljómsveitina East of My Youth en sú hljómsveit er ung og sendir frá sér sína fyrstu plötu þann 13. janúar. Útgáfu fyrstu plötu sveitarinnar East of My Youth var fagnað rækilega á Húrra í gær en þær Herdís Thelma fengu tónlistarkonurnar Hildi og Glowie til liðs við sig á tónleikunum. Fyrsta plata East of My Youth hefur að geyma fjölbreytt lög og lýsir ferlinu á bak við samstarf þeirra Herdísar og Thelmu vel að þeirra sögn. „Það tók ár að vinna plötuna, þannig að við erum búnar að vinna markvisst saman í um ár. Á þeim tíma lærðum við mikið, bæði um það sem okkur langar að gera og hvor á aðra. Þannig að lögin eru líka búin að breytast og þróast með okkur,“ segir Herdís.Fyrsta plata East of My Youth kemur út 13. janúar.En hvernig varð bandið til? „Við Thelma erum búnar að þekkjast mjög lengi. Við vorum saman í Hagaskóla, MR og Listaháskólanum og svo fluttum við báðar til Berlínar strax eftir útskrift. Þar var ég í starfsnámi hjá Agli Sæbjörnssyni myndlistarmanni og Thelma var í leiklistarkúrs. Við höfðum í raun og veru alltaf verið í sama vinahópi án þess að þekkjast eitthvað persónulega. En þarna var eitthvað sem dró okkur saman og við byrjuðum að hanga. Og svo eitt nóvemberkvöldið, þegar við sátum á bar, fer Thelma að tala um að hana hafi alltaf langað til að syngja. Ég hafði þá sjálf eitthvað verið að dunda mér við að búa til lög, en ég er ekki söngkona. Þegar ég heyri svo Thelmu syngja og spila á gítar þá átta ég mig á að hún er með alveg klikkaða rödd. Þá ákváðum við bara að hittast og byrja að djamma saman,“ útskýrir Herdís. Eftir dvölina í Berlín fluttu þær Herdís og Thelma aftur til Íslands. „Við vissum ekki alveg hvað við áttum að gera þegar heim var komið. Þar sem við vorum báðar tvær á krossgötum tókum við ákvörðun um að hittast reglulega í Listaháskólanum, gamla skólanum okkar, og spila og syngja. Og varð fyrsta lagið okkar til.“ Útkoma þessa samstarfs er sex laga plata sem hefur að geyma fjölbreytt lög. „Þó að þetta sé stutt plata þá ákváðum við samt að leyfa henni að standa. Á henni er fjölbreytt tónlist, allt frá melódískum ballöðum yfir í alvöru elektró-popp.“En hvað er svo fram undan? „Við erum á leiðinni í lítið tónleikaferðalag þar sem við munum meðal annars spila á Eurosonic-hátíðinni í Hollandi. Svo erum við að fara að vinna með pródúsent í London og þar munum við vinna að nýjum lögum,“ segir Herdís.
Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Stórmyndir í útrýmingarhættu Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Fleiri fréttir Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira