Ók inn í stofu og kennir Tesla um Finnur Thorlacius skrifar 3. janúar 2017 12:46 Bíll S-Kóreumannsins kominn óþægilega langt í heimsókn inní stofu. Frægur S-kóreskur leikari, söngvari og lagasmiður ók Tesla Model X bíl sínum gegnum eigin bílskúr og þaðan gegnum vegg sem skilur að stofu íbúðar hans og bílskúrsins. Þessu óhappi kennir hann Tesla um og segir að bíllinn hafi hraðað sér sjálfur án þess að hann hafi gefið honum inn. Hann hefur haft í hótunum við Tesla og krefst greiðslu frá fyrirtækinu fyrir skemmdum á bílnum og viðurkenningu að auki á göllum bílsins. Með hótuninni fylgdi að hann myndi nota frægð sína til að kasta rýrð á Tesla og framleiðslu þess ef að greiðslur bærust ekki. Tesla hefur hinsvegar ekki greitt honum neitt og fullyrðir að hann hafi sjálfur ekið gegnum vegginn, engin bilun hafi verið í bílnum og það sé sýnilegt við rannsókn slyssins. S-Kóreumaðurinn hugleiðir að fara í mál við Tesla í kjölfarið og segir að hann sé ekki einn um það að fara í mál við tesla sökum ótímabærrar hröðunar á bílum þess. Hann fullyrðir að 7 aðrir hafi farið í mál við Tesla útaf þessum galla, en á móti segir Tesla að í öllum þeim tilvikum sé það sama uppá borði og í tilviki S-Kóreumannsins, ökumenn þeirra hafi allir ekið bílum sínum á af eigin rammleik. Í raun er vitað um alls 10 svona tilvik á Tesla bílum en ekki hafa allir þeirra þó farið í mál við Tesla. Það þykir nokkuð grunsamlegt að samkvæmt skrám Umferðaröryggisstofnunar Bandaríkjanna gerast svona tilvik almennt ekki nema í einu tilfelli hverra 100.000 bíla þar í landi. Í tilfelli Tesla Model X, sem er nýkominn á markað og það aðeins ennþá í 16.000 eintökum þá sé þetta hlutfall 62 bílar á hverja 100.000, eða 62 sinnum hærra. Kannski eitthvað bogið við það. Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent
Frægur S-kóreskur leikari, söngvari og lagasmiður ók Tesla Model X bíl sínum gegnum eigin bílskúr og þaðan gegnum vegg sem skilur að stofu íbúðar hans og bílskúrsins. Þessu óhappi kennir hann Tesla um og segir að bíllinn hafi hraðað sér sjálfur án þess að hann hafi gefið honum inn. Hann hefur haft í hótunum við Tesla og krefst greiðslu frá fyrirtækinu fyrir skemmdum á bílnum og viðurkenningu að auki á göllum bílsins. Með hótuninni fylgdi að hann myndi nota frægð sína til að kasta rýrð á Tesla og framleiðslu þess ef að greiðslur bærust ekki. Tesla hefur hinsvegar ekki greitt honum neitt og fullyrðir að hann hafi sjálfur ekið gegnum vegginn, engin bilun hafi verið í bílnum og það sé sýnilegt við rannsókn slyssins. S-Kóreumaðurinn hugleiðir að fara í mál við Tesla í kjölfarið og segir að hann sé ekki einn um það að fara í mál við tesla sökum ótímabærrar hröðunar á bílum þess. Hann fullyrðir að 7 aðrir hafi farið í mál við Tesla útaf þessum galla, en á móti segir Tesla að í öllum þeim tilvikum sé það sama uppá borði og í tilviki S-Kóreumannsins, ökumenn þeirra hafi allir ekið bílum sínum á af eigin rammleik. Í raun er vitað um alls 10 svona tilvik á Tesla bílum en ekki hafa allir þeirra þó farið í mál við Tesla. Það þykir nokkuð grunsamlegt að samkvæmt skrám Umferðaröryggisstofnunar Bandaríkjanna gerast svona tilvik almennt ekki nema í einu tilfelli hverra 100.000 bíla þar í landi. Í tilfelli Tesla Model X, sem er nýkominn á markað og það aðeins ennþá í 16.000 eintökum þá sé þetta hlutfall 62 bílar á hverja 100.000, eða 62 sinnum hærra. Kannski eitthvað bogið við það.
Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent