Sara Björk á meðal 50 bestu fótboltakvenna heims Tómas Þór Þórðarson skrifar 3. janúar 2017 08:00 Sara Björk Gunnarsdóttir er enn í Meistaradeildinni með Wolfsburg. vísir/getty Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðskona í fótbolta, er í 46. sæti á lista The Offside Rule (We get it!)-hlaðvarpsins yfir 100 bestu fótboltakonur heims árið 2016. Þrjátíu sérfræðingar (leikmenn, þjálfarar, fréttamenn, fyrrverandi leikmenn og fleiri) voru fengnir til að kveða upp sinn dóm og úr varð 100 kvenna listi sem birtur var í desember á heimasíðu þessa gríðarlega vinsæla hlaðvarpsþáttar. Sara Björk, sem leikur með stórliðinu Wolfsburg í Þýskalandi, er eini Íslendingurinn á listanum en hún fékk 254 stig í kjörinu. Ein af þeim 30 sem kaus er Ana Cate, landsliðskona Níkaragva, en hún leikur með Stjörnunni í Pepsi-deild kvenna. „Gunnarsdóttir er orðin lykilmaður í íslenska landsliðinu og var fengin til Wolfsburg í Þýskalandi eftir að spila vel með Rosengård í Svíþjóð. Þar sem Wolfsburg er enn í Meistaradeildinni gæti árið 2017 líka orðið mjög gott hjá Gunnarsdóttur og við gætum séð mun meira af henni,“ segir í umsögn um miðjukonuna mögnuðu úr Hafnarfirðinum. Sara Björk, sem verður 27 ára á árinu er á leið á sitt þriðja stórmót með íslenska landsliðinu en það verður á EM 2017 í Hollandi í sumar. Þrátt fyrir að vera aðeins 26 ára gömul á Sara Björk aðeins tvo leiki í hundrað en hún er búin að spila 98 landsleiki fyrir Ísland, þann fyrsta aðeins 16 ára gömul árið 2007. Ada Hegerberg frá Noregi er besta fótboltakona heims samkvæmt úttekt The Offside Rule en hin brasilíska Marta, fyrrverandi samherji Söru Bjarkar hjá Rosengård, er í öðru sæti og Melanie Behringer frá Þýskalandi er sú þriðja besta í heimi. The Offsie Rule-hlaðvarpið er eingöngu rekið af konum en þrjár af fremstu íþróttafréttakonum Bretlands; Linsey Hooper (BBC), Haylay McQueen (Sky Sports) og Kait Borsay, stofnuðu það og sjá um þáttinn. Hlaðvarpið fékk verðlaun sem það besta í boltanum á Football Blogging Awards árið 2015. EM 2017 í Hollandi Fréttir ársins 2016 Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Sport „Hvað getur Slot gert?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu fullkomna þrennu Söndru Maríu „Hvað getur Slot gert?“ Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Kounde kveikti í endurkomu Börsunga Dramatískur sigur Liverpool án Salah Bæjarar lentu undir en komu til baka Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn „Þegar kemur að mér fer fólk alltaf aðeins yfir strikið“ Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Einvígi Mbappé og Haaland í hættu Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ „Hinn íslenski Harry Kane“ Brassar að gera sömu mistökin og áður með að fá ekki leik við Ísland Ofsótt af milljarðamæringi Fótboltamenn í gæsluvarðhaldi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Vatnspása í öllum hálfleikjum á HM í fótbolta næsta sumar Færeyingar taka upp VAR Sjá meira
Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðskona í fótbolta, er í 46. sæti á lista The Offside Rule (We get it!)-hlaðvarpsins yfir 100 bestu fótboltakonur heims árið 2016. Þrjátíu sérfræðingar (leikmenn, þjálfarar, fréttamenn, fyrrverandi leikmenn og fleiri) voru fengnir til að kveða upp sinn dóm og úr varð 100 kvenna listi sem birtur var í desember á heimasíðu þessa gríðarlega vinsæla hlaðvarpsþáttar. Sara Björk, sem leikur með stórliðinu Wolfsburg í Þýskalandi, er eini Íslendingurinn á listanum en hún fékk 254 stig í kjörinu. Ein af þeim 30 sem kaus er Ana Cate, landsliðskona Níkaragva, en hún leikur með Stjörnunni í Pepsi-deild kvenna. „Gunnarsdóttir er orðin lykilmaður í íslenska landsliðinu og var fengin til Wolfsburg í Þýskalandi eftir að spila vel með Rosengård í Svíþjóð. Þar sem Wolfsburg er enn í Meistaradeildinni gæti árið 2017 líka orðið mjög gott hjá Gunnarsdóttur og við gætum séð mun meira af henni,“ segir í umsögn um miðjukonuna mögnuðu úr Hafnarfirðinum. Sara Björk, sem verður 27 ára á árinu er á leið á sitt þriðja stórmót með íslenska landsliðinu en það verður á EM 2017 í Hollandi í sumar. Þrátt fyrir að vera aðeins 26 ára gömul á Sara Björk aðeins tvo leiki í hundrað en hún er búin að spila 98 landsleiki fyrir Ísland, þann fyrsta aðeins 16 ára gömul árið 2007. Ada Hegerberg frá Noregi er besta fótboltakona heims samkvæmt úttekt The Offside Rule en hin brasilíska Marta, fyrrverandi samherji Söru Bjarkar hjá Rosengård, er í öðru sæti og Melanie Behringer frá Þýskalandi er sú þriðja besta í heimi. The Offsie Rule-hlaðvarpið er eingöngu rekið af konum en þrjár af fremstu íþróttafréttakonum Bretlands; Linsey Hooper (BBC), Haylay McQueen (Sky Sports) og Kait Borsay, stofnuðu það og sjá um þáttinn. Hlaðvarpið fékk verðlaun sem það besta í boltanum á Football Blogging Awards árið 2015.
EM 2017 í Hollandi Fréttir ársins 2016 Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Sport „Hvað getur Slot gert?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu fullkomna þrennu Söndru Maríu „Hvað getur Slot gert?“ Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Kounde kveikti í endurkomu Börsunga Dramatískur sigur Liverpool án Salah Bæjarar lentu undir en komu til baka Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn „Þegar kemur að mér fer fólk alltaf aðeins yfir strikið“ Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Einvígi Mbappé og Haaland í hættu Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ „Hinn íslenski Harry Kane“ Brassar að gera sömu mistökin og áður með að fá ekki leik við Ísland Ofsótt af milljarðamæringi Fótboltamenn í gæsluvarðhaldi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Vatnspása í öllum hálfleikjum á HM í fótbolta næsta sumar Færeyingar taka upp VAR Sjá meira