Eins og að vera alltaf í tökum Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 19. janúar 2017 11:30 Metnaður Hilmars í tónlist liggur í að semja þokkaleg lög að eigin sögn og öll lögin sem flutt verða í Salnum eru úr smiðju hans. Vísir/Anton Brink „Ég er ekki ýkja mikið afmælisbarn. Ég hélt upp á tvítugs-, þrítugs- og fertugsafmælin en síðan hef ég ekki boðið fólki að gera sér glaðan dag mín vegna og ég er svolítið að bæta fyrir það. En fyrst ég er að því vil ég gera það almennilega,“ segir Hilmar Oddsson, skólastjóri Kvikmyndaskóla Íslands, sem heldur upp á sextugsafmælið í dag með tónleikum í Salnum. Inni á skrifstofu Hilmars er plötuspilari og gott safn af vínyl. Svo er trommusett í öðru horni og líka gítar. Hann kveðst grípa í ýmis hljóðfæri og syngja en metnaður hans í tónlist liggi mest í að semja þokkaleg lög. Öll lögin sem flutt verða í Salnum eru úr smiðju hans. Líka meirihluti textanna. Og það er uppselt. „Ég er ekki mikill fésbókarmaður en konan mín stofnaði „viðburð“ á fésbók, tengdan afmælinu, og hefur sett inn á hann efni. Þessi aðferð er búin að fylla Salinn og ég sem hef haft horn í síðu fésbókar verð að éta ýmislegt ofan í mig því mér finnst þetta skemmtileg, hlý og falleg leið til að vekja athygli á viðburði.“Blésu lífi í gamlar glæður Fyrir hlé kemur fram hljómsveitin Melchior, sex manna band sem Hilmar og félagar hans stofnuðu eftir Hagaskólavist og áður en þeir fóru í MR. „Melchior starfaði öll menntaskólaárin og einu ári betur og við gerðum tvær stórar plötur og eina litla,“ rifjar hann upp. „Kjarninn í hljómsveitinni eru æskuvinir mínir, Karl Roth og Hróðmar Ingi Sigurbjörnsson, við vorum allir með þörf fyrir að semja en höfðum ekki gaman af að spila eftir aðra. Það varð stemningin strax. Við syngjum líka og svo er söngkona með okkur, Kristín Jóhannsdóttir.“ Þótt félagarnir hafi haldið góðu sambandi gegnum tíðina kom langt hlé hjá Melchior, eða 28 ár. „Um 2006 létum við loks verða af því að blása lífi í glæðurnar á ný og síðan við byrjuðum aftur erum við búnir að gefa út tvo diska með nýjum lögum og einn safndisk með eldra efni,“ lýsir Hilmar. „Við vorum komnir á þann aldur sem sumir byrja í golfi. En Melchior er mitt golf, það kostar svipað og ég hef frekar haft tíma til að semja tónlist en að gera kvikmynd síðustu ár.“ Aftur að tónleikunum. Eftir hlé kemur fram hljómsveit sem heitir Skepnan eins og fyrsta plata Hilmars sem tengdist kvikmynd hans Eins og skepnan deyr. Sveitina skipa Pétur Hjaltested, Björgvin Gíslason, Ásgeir Óskarsson, Haraldur Þorsteinsson og Tryggvi Hübner. Skepnan flytur tónlist sem Hilmar samdi fyrir eigin plötur og kvikmyndir. Páll Rósinkrans syngur þau lög sem Bubbi söng og í stað Eddu Heiðrúnar verður Hansa á sviðinu og tekur meðal annars lagið Önnur sjónarmið.Mikið hjartans verk Talið berst að kvikmyndum Hilmars. Ein af stórmyndum hans er Tár úr steini, um tónskáldið Jón Leifs. „Ég vissi af Jóni Leifs frá barnæsku, þekkti son hans. Síðar kynntist ég Hjálmari Helga Ragnarssyni tónskáldi. Hann er með meistarapróf í Jóni Leifs frá Bandaríkjunum og fór að segja mér frá honum. Ég tendraðist upp og nokkrum árum síðar hófumst við handa við kvikmyndina ásamt framleiðandanum Jónu Finnsdóttur, Sveinbirni I. Baldvinssyni og fleirum. Þetta var mikið hjartans verk sem margir komu að. Mér fannst ég vera að gera eitthvað sem skipti máli enda var Jón Leifs hrífandi tónskáld og hefur einstaka stöðu á veraldarvísu.“ Síðasta mynd sem Hilmar frumsýndi er Desember frá árinu 2009. Aðalhlutverkin voru í höndum Lay Low og Tómasar Lemarquis. „Ég tók við stjórn Kvikmyndaskólans síðla árs 2010 og hélt ég gæti unnið að næstu mynd í frístundum. Svo varð ég heltekinn af starfinu. Ég er með tvær til þrjár myndir í forvinnu og hafði áform um að ljúka þeim áður en ég yrði sextugur en að reka kvikmyndaskóla er ekki ósvipað því að vera alltaf í tökum,“ lýsir hann. „Mér hefur fundist ég vera að sinna mikilvægu starfi, í þágu kvikmyndagerðar, lands og þjóðar og líka fyrir sjálfan mig.“„Góð leið til að kalla fólk í húsinu til fundar er að berja hraustlega í trommurnar,“ segir Hilmar sem hér er sestur við trommusettið í einu horni skrifstofu sinnar í Kvikmyndaskólanum.Vísir/Anton BrinkGaman í vinnunni Undanfarin ár hafa verið átakatími í sögu Kvikmyndaskólans að sögn Hilmars. „Það er í raun búið að leggja skólann niður tvisvar af stjórnvöldum en þó er hann enn á lífi og á betri stað en nokkru sinni, gagnvart samfélaginu.“ segir hann og heldur áfram: „Skólinn er til vegna þess að einstaklingur úti í bæ stofnaði hann upp úr 1990, fékk fólk sem hann hélt að væri best í greininni til að kenna hjá sér og ég var svo heppinn að vera einn af þeim. Maðurinn heitir Böðvar Bjarki Pétursson og sjálfur settist hann á fremsta bekk sem nemandi. Hann er enn einn af eigendum skólans og er stjórnarformaður hans. Skólinn er í samtökum 150 bestu kvikmyndaskóla heims, Cilect. Hann er eini alþjóðlegi kvikmyndaskóli Íslands og héðan hefur margt afburðafólk útskrifast.“ Bylting hefur orðið í kvikmyndagerð á Íslandi og margar íslenskar myndir fá góða dóma bæði innan og lands og utan. Hilmar segir eitt atriði þó lítið í umræðunni, hann sé sá að stór hluti þeirra áhafna sem tengist íslenskum bíómyndum séu fyrrverandi nemendur Kvikmyndaskóla Íslands. „Ég vil meina að skólinn eigi stóran þátt í því hvað fagmennska við kvikmyndir hefur aukist á Íslandi. Slíkt gerist ekki á einum degi, heldur liggur áralöng þjálfun, pælingar og reynsla að baki.“ Fólk fer ekki í kvikmyndagerð til að verða ríkt heldur af því að það getur nánast ekki hugsað sér að gera neitt annað, að sögn Hilmars. „Ég var lengi sjálfstæður og þegar fjárhagsáhyggjurnar urðu meiri en æskilegt var sagði ég við sjálfan mig: „En það var þó gaman í vinnunni í dag.“ Það geta ekki allir sagt. Mér er ekki sama fyrir hvað ég svelt, það verður að vera eitthvað sem skiptir máli.“ Hilmari þótti erfiðara að verða fimmtugur en sextugur. „Kannski bara áraði ekki nógu vel hjá mér fyrir tíu árum. Núna finnst mér þetta ekkert mál. Ég tel mig heppinn mann og á vonandi fullt eftir.“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 19. janúar 2016 Menning Mest lesið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið Allt búið hjá Austin og Kaiu Lífið Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Menning Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
„Ég er ekki ýkja mikið afmælisbarn. Ég hélt upp á tvítugs-, þrítugs- og fertugsafmælin en síðan hef ég ekki boðið fólki að gera sér glaðan dag mín vegna og ég er svolítið að bæta fyrir það. En fyrst ég er að því vil ég gera það almennilega,“ segir Hilmar Oddsson, skólastjóri Kvikmyndaskóla Íslands, sem heldur upp á sextugsafmælið í dag með tónleikum í Salnum. Inni á skrifstofu Hilmars er plötuspilari og gott safn af vínyl. Svo er trommusett í öðru horni og líka gítar. Hann kveðst grípa í ýmis hljóðfæri og syngja en metnaður hans í tónlist liggi mest í að semja þokkaleg lög. Öll lögin sem flutt verða í Salnum eru úr smiðju hans. Líka meirihluti textanna. Og það er uppselt. „Ég er ekki mikill fésbókarmaður en konan mín stofnaði „viðburð“ á fésbók, tengdan afmælinu, og hefur sett inn á hann efni. Þessi aðferð er búin að fylla Salinn og ég sem hef haft horn í síðu fésbókar verð að éta ýmislegt ofan í mig því mér finnst þetta skemmtileg, hlý og falleg leið til að vekja athygli á viðburði.“Blésu lífi í gamlar glæður Fyrir hlé kemur fram hljómsveitin Melchior, sex manna band sem Hilmar og félagar hans stofnuðu eftir Hagaskólavist og áður en þeir fóru í MR. „Melchior starfaði öll menntaskólaárin og einu ári betur og við gerðum tvær stórar plötur og eina litla,“ rifjar hann upp. „Kjarninn í hljómsveitinni eru æskuvinir mínir, Karl Roth og Hróðmar Ingi Sigurbjörnsson, við vorum allir með þörf fyrir að semja en höfðum ekki gaman af að spila eftir aðra. Það varð stemningin strax. Við syngjum líka og svo er söngkona með okkur, Kristín Jóhannsdóttir.“ Þótt félagarnir hafi haldið góðu sambandi gegnum tíðina kom langt hlé hjá Melchior, eða 28 ár. „Um 2006 létum við loks verða af því að blása lífi í glæðurnar á ný og síðan við byrjuðum aftur erum við búnir að gefa út tvo diska með nýjum lögum og einn safndisk með eldra efni,“ lýsir Hilmar. „Við vorum komnir á þann aldur sem sumir byrja í golfi. En Melchior er mitt golf, það kostar svipað og ég hef frekar haft tíma til að semja tónlist en að gera kvikmynd síðustu ár.“ Aftur að tónleikunum. Eftir hlé kemur fram hljómsveit sem heitir Skepnan eins og fyrsta plata Hilmars sem tengdist kvikmynd hans Eins og skepnan deyr. Sveitina skipa Pétur Hjaltested, Björgvin Gíslason, Ásgeir Óskarsson, Haraldur Þorsteinsson og Tryggvi Hübner. Skepnan flytur tónlist sem Hilmar samdi fyrir eigin plötur og kvikmyndir. Páll Rósinkrans syngur þau lög sem Bubbi söng og í stað Eddu Heiðrúnar verður Hansa á sviðinu og tekur meðal annars lagið Önnur sjónarmið.Mikið hjartans verk Talið berst að kvikmyndum Hilmars. Ein af stórmyndum hans er Tár úr steini, um tónskáldið Jón Leifs. „Ég vissi af Jóni Leifs frá barnæsku, þekkti son hans. Síðar kynntist ég Hjálmari Helga Ragnarssyni tónskáldi. Hann er með meistarapróf í Jóni Leifs frá Bandaríkjunum og fór að segja mér frá honum. Ég tendraðist upp og nokkrum árum síðar hófumst við handa við kvikmyndina ásamt framleiðandanum Jónu Finnsdóttur, Sveinbirni I. Baldvinssyni og fleirum. Þetta var mikið hjartans verk sem margir komu að. Mér fannst ég vera að gera eitthvað sem skipti máli enda var Jón Leifs hrífandi tónskáld og hefur einstaka stöðu á veraldarvísu.“ Síðasta mynd sem Hilmar frumsýndi er Desember frá árinu 2009. Aðalhlutverkin voru í höndum Lay Low og Tómasar Lemarquis. „Ég tók við stjórn Kvikmyndaskólans síðla árs 2010 og hélt ég gæti unnið að næstu mynd í frístundum. Svo varð ég heltekinn af starfinu. Ég er með tvær til þrjár myndir í forvinnu og hafði áform um að ljúka þeim áður en ég yrði sextugur en að reka kvikmyndaskóla er ekki ósvipað því að vera alltaf í tökum,“ lýsir hann. „Mér hefur fundist ég vera að sinna mikilvægu starfi, í þágu kvikmyndagerðar, lands og þjóðar og líka fyrir sjálfan mig.“„Góð leið til að kalla fólk í húsinu til fundar er að berja hraustlega í trommurnar,“ segir Hilmar sem hér er sestur við trommusettið í einu horni skrifstofu sinnar í Kvikmyndaskólanum.Vísir/Anton BrinkGaman í vinnunni Undanfarin ár hafa verið átakatími í sögu Kvikmyndaskólans að sögn Hilmars. „Það er í raun búið að leggja skólann niður tvisvar af stjórnvöldum en þó er hann enn á lífi og á betri stað en nokkru sinni, gagnvart samfélaginu.“ segir hann og heldur áfram: „Skólinn er til vegna þess að einstaklingur úti í bæ stofnaði hann upp úr 1990, fékk fólk sem hann hélt að væri best í greininni til að kenna hjá sér og ég var svo heppinn að vera einn af þeim. Maðurinn heitir Böðvar Bjarki Pétursson og sjálfur settist hann á fremsta bekk sem nemandi. Hann er enn einn af eigendum skólans og er stjórnarformaður hans. Skólinn er í samtökum 150 bestu kvikmyndaskóla heims, Cilect. Hann er eini alþjóðlegi kvikmyndaskóli Íslands og héðan hefur margt afburðafólk útskrifast.“ Bylting hefur orðið í kvikmyndagerð á Íslandi og margar íslenskar myndir fá góða dóma bæði innan og lands og utan. Hilmar segir eitt atriði þó lítið í umræðunni, hann sé sá að stór hluti þeirra áhafna sem tengist íslenskum bíómyndum séu fyrrverandi nemendur Kvikmyndaskóla Íslands. „Ég vil meina að skólinn eigi stóran þátt í því hvað fagmennska við kvikmyndir hefur aukist á Íslandi. Slíkt gerist ekki á einum degi, heldur liggur áralöng þjálfun, pælingar og reynsla að baki.“ Fólk fer ekki í kvikmyndagerð til að verða ríkt heldur af því að það getur nánast ekki hugsað sér að gera neitt annað, að sögn Hilmars. „Ég var lengi sjálfstæður og þegar fjárhagsáhyggjurnar urðu meiri en æskilegt var sagði ég við sjálfan mig: „En það var þó gaman í vinnunni í dag.“ Það geta ekki allir sagt. Mér er ekki sama fyrir hvað ég svelt, það verður að vera eitthvað sem skiptir máli.“ Hilmari þótti erfiðara að verða fimmtugur en sextugur. „Kannski bara áraði ekki nógu vel hjá mér fyrir tíu árum. Núna finnst mér þetta ekkert mál. Ég tel mig heppinn mann og á vonandi fullt eftir.“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 19. janúar 2016
Menning Mest lesið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið Allt búið hjá Austin og Kaiu Lífið Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Menning Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira