Segir að Hollywood hafi lagt Trump í einelti Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 15. janúar 2017 21:37 Zoe Saldana telur að Donald Trump hafi farið með sigur af hólmi í forsetakosningunum vegna "hrekkjusvína.“ Vísir/Getty Leikkonan Zoe Saldana telur að Donald Trump hafi farið með sigur af hólmi í forsetakosningunum í nóvember síðastliðnum vegna „hrekkjusvína“ sem móðguðu hann í kosningabaráttunni. „Við urðum kokhraust og hrokafull og við urðum hrekkjusvín“ sagði Saldana í viðtali við AFP. Trump hefur margsinnis sjálfur verið sakaður um eineltistilburði í framkomu sinni, til að mynda þegar hann gerði grín að Serge Kovaleski, fötluðum fréttamanni. „Við einblíndum á það sem hann geði vitlaust og það skapaði samkennd hjá stórum hluta fólks í Ameríku sem vorkenndi honum og vildi trúa á loforð hans.“ Í kosningabaráttunni var Trump margoft sakaður um kynþáttafordóma og þá sérstaklega fordóma gegn múslimum og innflytjendum frá Mexíkó. Saldana segist þó vona að ekki verði afturhvarf til tíma aðskilnaðarstefnu í Bandaríkjunum. „Ég dreg lærdóm af sigri hans með mikilli auðmýkt,“ segir Saldana. „Ef við höldum áfram að vera sterk, mennta okkur og standa vörð um mannréttindi, þá munum við ekki sjá afturhvarf til þeirra tíma.“ Saldana er ekki ein á þessari skoðun en ástralska leikkonan Nicole Kidman sagði í vikunni að nú væri kominn tími á að Bandaríkjamenn stæðu með Trump. „Nú er hann kosinn og við sem þjóð verðum að styðja þann sem er forseti vegna þess að það er það sem þetta land byggir á. Hvernig sem það gerðist þá er hann þarna og við þurfum að halda áfram,“ sagði Kidman í samtali við BBC í vikunni. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Lífið Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun Lífið Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Tónlist Ómótstæðilegar Créme Brulée bollur með stökkum sykurhjúp Lífið Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Lífið Heillandi heimili í Hlíðunum Lífið Fleiri fréttir Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun Ómótstæðilegar Créme Brulée bollur með stökkum sykurhjúp Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Heillandi heimili í Hlíðunum Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Mikil ást á klúbbnum Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Setja markið á 29. sætið Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Sjá meira
Leikkonan Zoe Saldana telur að Donald Trump hafi farið með sigur af hólmi í forsetakosningunum í nóvember síðastliðnum vegna „hrekkjusvína“ sem móðguðu hann í kosningabaráttunni. „Við urðum kokhraust og hrokafull og við urðum hrekkjusvín“ sagði Saldana í viðtali við AFP. Trump hefur margsinnis sjálfur verið sakaður um eineltistilburði í framkomu sinni, til að mynda þegar hann gerði grín að Serge Kovaleski, fötluðum fréttamanni. „Við einblíndum á það sem hann geði vitlaust og það skapaði samkennd hjá stórum hluta fólks í Ameríku sem vorkenndi honum og vildi trúa á loforð hans.“ Í kosningabaráttunni var Trump margoft sakaður um kynþáttafordóma og þá sérstaklega fordóma gegn múslimum og innflytjendum frá Mexíkó. Saldana segist þó vona að ekki verði afturhvarf til tíma aðskilnaðarstefnu í Bandaríkjunum. „Ég dreg lærdóm af sigri hans með mikilli auðmýkt,“ segir Saldana. „Ef við höldum áfram að vera sterk, mennta okkur og standa vörð um mannréttindi, þá munum við ekki sjá afturhvarf til þeirra tíma.“ Saldana er ekki ein á þessari skoðun en ástralska leikkonan Nicole Kidman sagði í vikunni að nú væri kominn tími á að Bandaríkjamenn stæðu með Trump. „Nú er hann kosinn og við sem þjóð verðum að styðja þann sem er forseti vegna þess að það er það sem þetta land byggir á. Hvernig sem það gerðist þá er hann þarna og við þurfum að halda áfram,“ sagði Kidman í samtali við BBC í vikunni.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Lífið Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun Lífið Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Tónlist Ómótstæðilegar Créme Brulée bollur með stökkum sykurhjúp Lífið Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Lífið Heillandi heimili í Hlíðunum Lífið Fleiri fréttir Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun Ómótstæðilegar Créme Brulée bollur með stökkum sykurhjúp Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Heillandi heimili í Hlíðunum Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Mikil ást á klúbbnum Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Setja markið á 29. sætið Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Sjá meira