RAG breytir Benz rútum í lúxuskerrur Finnur Thorlacius skrifar 17. janúar 2017 14:15 Verulega glæsilegar að innan. Á síðustu árum hefur orðið sprenging í ferðamannaiðnaðinum á Íslandi sem skapað hefur tækifæri fyrir nýjungar. Íslenska fyrirtækið RAG hefur verið í samstarfi við fyrirtækið BUS-PL í Póllandi, sem sérhæfir sig eingöngu í því að hanna og smíða sannkallaðar lúxusrútur og bera þær alþjóðlega heitið Arctic Edition 4x4/Arctic Edition. RAG getur breytt og afhent 22 til 25 rútur á ársgrundvelli. Rúturnar hafa sannarlega slegið í gegn hér á landi sem og erlendis og hefur RAG þegar selt rútur til Noregs, Póllands og Svartfjallalands. Rúturnar koma nýjar úr verksmiðju Mercedes Benz í Þýskalandi og fara þaðan beint til Póllands í breytingu. BUS-PL er eina fyrirtækið í heiminum sem hefur leyfi frá Mercedes Benz til þess að breyta 21 manna 4x4 rútum frá þeim, sem gerir RAG leiðandi á þessum markaði á heimsvísu.Betur búnar en áður hefur þekkst Rafn Arnar Guðjónsson, framkvæmdastjóri RAG segir: “Rúturnar okkar eru einfaldlega betur útbúnar en áður hefur þekkst á markaðnum. Rúturnar eru með mikinn staðalbúnað ss. tveir flatskjáir, ísskápur, hiti í rúðum að framan og aftan, cruise control, bakkmyndavél, dráttarkrókur, krómpakki, rafmagn í rúðum, eco-leður ásamt mörgu fleira. Þetta er einfaldlega annar standard.” Athyglivert verður að fylgjast með frekari þróun og vexti fyrirtækisins í komandi framtíð.Áhugasömum er bent á að kynna sér þessar breyttu rútur í höfuðstöðvum RAG að Helluhrauni 4 Hafnarfirði eða á vefsíðu fyrirtækisins, rag.is.Tvær rútur tilbúnar til afhendingar. Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent
Á síðustu árum hefur orðið sprenging í ferðamannaiðnaðinum á Íslandi sem skapað hefur tækifæri fyrir nýjungar. Íslenska fyrirtækið RAG hefur verið í samstarfi við fyrirtækið BUS-PL í Póllandi, sem sérhæfir sig eingöngu í því að hanna og smíða sannkallaðar lúxusrútur og bera þær alþjóðlega heitið Arctic Edition 4x4/Arctic Edition. RAG getur breytt og afhent 22 til 25 rútur á ársgrundvelli. Rúturnar hafa sannarlega slegið í gegn hér á landi sem og erlendis og hefur RAG þegar selt rútur til Noregs, Póllands og Svartfjallalands. Rúturnar koma nýjar úr verksmiðju Mercedes Benz í Þýskalandi og fara þaðan beint til Póllands í breytingu. BUS-PL er eina fyrirtækið í heiminum sem hefur leyfi frá Mercedes Benz til þess að breyta 21 manna 4x4 rútum frá þeim, sem gerir RAG leiðandi á þessum markaði á heimsvísu.Betur búnar en áður hefur þekkst Rafn Arnar Guðjónsson, framkvæmdastjóri RAG segir: “Rúturnar okkar eru einfaldlega betur útbúnar en áður hefur þekkst á markaðnum. Rúturnar eru með mikinn staðalbúnað ss. tveir flatskjáir, ísskápur, hiti í rúðum að framan og aftan, cruise control, bakkmyndavél, dráttarkrókur, krómpakki, rafmagn í rúðum, eco-leður ásamt mörgu fleira. Þetta er einfaldlega annar standard.” Athyglivert verður að fylgjast með frekari þróun og vexti fyrirtækisins í komandi framtíð.Áhugasömum er bent á að kynna sér þessar breyttu rútur í höfuðstöðvum RAG að Helluhrauni 4 Hafnarfirði eða á vefsíðu fyrirtækisins, rag.is.Tvær rútur tilbúnar til afhendingar.
Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent