Meðaleyðsla bíla í Bandaríkjunum ekki minnkað 2 ár í röð Finnur Thorlacius skrifar 17. janúar 2017 08:45 Ford F-150 pallbíllinn Á meðan bílaframleiðendur heims kappkosta við að smíða eyðslugrennri bíla hefur meðaleyðsla bíla í Bandaríkjunum ekki minnkað tvö ár í röð. Hún hefur verið 25,1 mílur á hvert gallon eldsneytis árin 2014, 2015 og 2016. Það gerir um 9,4 lítra eyðslu á hverja ekna 100 kílómetra. Ástæða þess er sú að Bandaríkjamenn hafa síðastliðin ár keypt meira og meira af eyðslufrekum stórum bílum á kostnað minni og eyðslugrennri bíla. Þetta hefur ekki átt við aðra heimshluta á meðan, en annarsstaðar hefur eyðsla bíla minnkað talsvert á milli ára. Ford seldi 821.000 F-150 pallbíla í fyrraSem dæmi um kaup Bandaríkjamanna á stórum bílum þá seldi Ford 821.000 eintök af Ford F-150 pallbílnum í fyrra og þar fer engin smásmíði né sparibaukur í eyðslu. Ford seldi þrisvar sinnum meira af jeppum, jepplingum og pallbílum í fyrra en af fólksbílum. Á meðan má ekki búast við því að flotinn vestra eyði minna á milli ára þó svo að sala rafmagnsbíla og tengiltvinnbíla hafi aukist um 27% í fyrra. Því eru Bandaríkjamenn ekki beint á beinu brautinni að ná takmarkinu um meðleyðslu uppá 40 mílur á hvert gallon eldsneytis árið 2025. Það skal þó sagt Bandaríkjamönnum til hróss að meðaleyðslan hefur lækkað um 17% frá árinu 2007, en betur má ef duga skal. Mest lesið Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Titringur á Alþingi Innlent
Á meðan bílaframleiðendur heims kappkosta við að smíða eyðslugrennri bíla hefur meðaleyðsla bíla í Bandaríkjunum ekki minnkað tvö ár í röð. Hún hefur verið 25,1 mílur á hvert gallon eldsneytis árin 2014, 2015 og 2016. Það gerir um 9,4 lítra eyðslu á hverja ekna 100 kílómetra. Ástæða þess er sú að Bandaríkjamenn hafa síðastliðin ár keypt meira og meira af eyðslufrekum stórum bílum á kostnað minni og eyðslugrennri bíla. Þetta hefur ekki átt við aðra heimshluta á meðan, en annarsstaðar hefur eyðsla bíla minnkað talsvert á milli ára. Ford seldi 821.000 F-150 pallbíla í fyrraSem dæmi um kaup Bandaríkjamanna á stórum bílum þá seldi Ford 821.000 eintök af Ford F-150 pallbílnum í fyrra og þar fer engin smásmíði né sparibaukur í eyðslu. Ford seldi þrisvar sinnum meira af jeppum, jepplingum og pallbílum í fyrra en af fólksbílum. Á meðan má ekki búast við því að flotinn vestra eyði minna á milli ára þó svo að sala rafmagnsbíla og tengiltvinnbíla hafi aukist um 27% í fyrra. Því eru Bandaríkjamenn ekki beint á beinu brautinni að ná takmarkinu um meðleyðslu uppá 40 mílur á hvert gallon eldsneytis árið 2025. Það skal þó sagt Bandaríkjamönnum til hróss að meðaleyðslan hefur lækkað um 17% frá árinu 2007, en betur má ef duga skal.
Mest lesið Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Titringur á Alþingi Innlent