210 hestafla Yaris frumsýndur í Genf Finnur Thorlacius skrifar 12. janúar 2017 11:19 210 hestafla Yaris. Toyota Yaris hefur hingað til ekki verið í boði sem spyrnukerra, en það er þó að breytast. Toyota ætlar að kynna 210 hestafla útgáfu þessa smávaxna bíls á komandi bílasýningu í Genf í mars. Aflið fær bíllinn frá nýrri 1,6 lítra forþjöppudrifinni fjögurra strokka vél sem á ýmislegt skylt við vélina sem er í rallkeppnisbílum Toyota. Toyota ætlar ekki bara að kynna þessa kraftaútgáfu Yaris í Genf heldur einnig nýtt útlit Yaris yfirhöfuð. Kraftaútgáfan verður mjög auðkennanleg frá hefðbundnum Yaris með sinn svartlakkaða vindkljúf sem festur er við þakið aftast á bílnum. Auk þess verða hliðarspeglarnir svartir, sem og felgurnar. Bíllinn stendur lægra á vegi, fjöðrunin verður stífari og bremsurnar stærri en í hefðbundnum Yaris. Toyota segir hinsvegar að ný kynslóð Yaris verði hlaðin af tækninýjungum og að aksturseiginleikar bílsins muni einnig batna umtalsvert. Í Genf verða allt í senn til sýnis hefðbundin ný gerð Yaris, kraftabíllinn og útgáfan sem notuð er í heimsmeistarakeppninni í rallakstri. R´ðett um 2 mánuðir eru í opnun bílasýningarinnar í Genf.Einkennandi vindkjúfur að aftan. Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent
Toyota Yaris hefur hingað til ekki verið í boði sem spyrnukerra, en það er þó að breytast. Toyota ætlar að kynna 210 hestafla útgáfu þessa smávaxna bíls á komandi bílasýningu í Genf í mars. Aflið fær bíllinn frá nýrri 1,6 lítra forþjöppudrifinni fjögurra strokka vél sem á ýmislegt skylt við vélina sem er í rallkeppnisbílum Toyota. Toyota ætlar ekki bara að kynna þessa kraftaútgáfu Yaris í Genf heldur einnig nýtt útlit Yaris yfirhöfuð. Kraftaútgáfan verður mjög auðkennanleg frá hefðbundnum Yaris með sinn svartlakkaða vindkljúf sem festur er við þakið aftast á bílnum. Auk þess verða hliðarspeglarnir svartir, sem og felgurnar. Bíllinn stendur lægra á vegi, fjöðrunin verður stífari og bremsurnar stærri en í hefðbundnum Yaris. Toyota segir hinsvegar að ný kynslóð Yaris verði hlaðin af tækninýjungum og að aksturseiginleikar bílsins muni einnig batna umtalsvert. Í Genf verða allt í senn til sýnis hefðbundin ný gerð Yaris, kraftabíllinn og útgáfan sem notuð er í heimsmeistarakeppninni í rallakstri. R´ðett um 2 mánuðir eru í opnun bílasýningarinnar í Genf.Einkennandi vindkjúfur að aftan.
Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent