Eitt stærsta tölvuleikjamót Íslands á UTmessunni Samúel Karl Ólason skrifar 12. janúar 2017 10:14 Ef einhverjir geta ekki smalað saman í heilt lið geta spilarar skráð sig sem einstaklingar og tekið fram að þeir vilja vera saman í liði. Íslandsmótið í tölvuleiknum Overwatch verður haldið á UTmessunni í Hörpu þann 4. febrúar næstkomandi. Ljósleiðarinn og Tölvutek standa að mótinu sem verður með því flottasta sem haldið hefur verið á Íslandi. Liðið sem stendur uppi sem sigurvegari mótsins hlýtur titilinn Íslandsmeistari í Overwatch auk veglegra vinninga. Skráning á mótið stendur nú yfir en lokað verður fyrir nýskráningar á mánudaginn 16. janúar. Nú þegar hafa um 100 spilarar skráð sig til leiks. Hægt er að skrá sig hér. Jafnt einstaklingar sem og keppnislið geta skráð sig. Einstaklingum verður raðað í lið eftir styrkleika þegar skráningunni lýkur, en ef einhverjir geta ekki smalað saman í heilt lið geta spilarar skráð sig sem einstaklingar og tekið fram að þeir vilja vera saman í liði. Þrettán ára aldurstakmark er á mótið, eins og í leikinn sjálfan. Undanmótið verður síðan spilað á netinu fram að úrslitunum en svo mætast tvö bestu lið landsins í Hörpu 4. Febrúar í salnum Kaldalóni. Gestir eru velkomnir að fylgjast með úrslitum á UTmessunni, enda er tæknisýningin opin öllum á laugardaginn. Streymt verður frá undanúrslitum á netinu og svo úrslitum á staðnum í Hörpu á Vísir og Twitch. Leikjavísir Mest lesið „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Fleiri fréttir Borderlands 4: Læti og óreiða par excellence Prófaðu EVE Vanguard áður en hann kemur út Metal Gear Solid Delta: Snake Eater - Einn besti leikur PS2 öðlast nýtt líf Sjá meira
Íslandsmótið í tölvuleiknum Overwatch verður haldið á UTmessunni í Hörpu þann 4. febrúar næstkomandi. Ljósleiðarinn og Tölvutek standa að mótinu sem verður með því flottasta sem haldið hefur verið á Íslandi. Liðið sem stendur uppi sem sigurvegari mótsins hlýtur titilinn Íslandsmeistari í Overwatch auk veglegra vinninga. Skráning á mótið stendur nú yfir en lokað verður fyrir nýskráningar á mánudaginn 16. janúar. Nú þegar hafa um 100 spilarar skráð sig til leiks. Hægt er að skrá sig hér. Jafnt einstaklingar sem og keppnislið geta skráð sig. Einstaklingum verður raðað í lið eftir styrkleika þegar skráningunni lýkur, en ef einhverjir geta ekki smalað saman í heilt lið geta spilarar skráð sig sem einstaklingar og tekið fram að þeir vilja vera saman í liði. Þrettán ára aldurstakmark er á mótið, eins og í leikinn sjálfan. Undanmótið verður síðan spilað á netinu fram að úrslitunum en svo mætast tvö bestu lið landsins í Hörpu 4. Febrúar í salnum Kaldalóni. Gestir eru velkomnir að fylgjast með úrslitum á UTmessunni, enda er tæknisýningin opin öllum á laugardaginn. Streymt verður frá undanúrslitum á netinu og svo úrslitum á staðnum í Hörpu á Vísir og Twitch.
Leikjavísir Mest lesið „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Fleiri fréttir Borderlands 4: Læti og óreiða par excellence Prófaðu EVE Vanguard áður en hann kemur út Metal Gear Solid Delta: Snake Eater - Einn besti leikur PS2 öðlast nýtt líf Sjá meira