Rauða hárið í ættinni og tónlistin líka Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 12. janúar 2017 10:15 Herdís Mjöll í fremstu röð með fiðluna sína á æfingu með Sinfóníunni fyrir kvöldið. Vísir/Ernir Ég ætla að spila fiðlukonsert Mendelssohns í E-dúr. Mér finnst hann mjög fallegur og líka spes að því leyti að hann er erfiðari í meðförum en hann hljómar. Ég fékk að velja á milli hans og annars konserts,“ segir Herdís Mjöll Guðmundsdóttir um einleik sinn á fiðlu á sinfóníutónleikum kvöldsins í Hörpu. Herdís Mjöll var ein þeirra sem skoruðu hátt í nemendasamkeppni á liðnu hausti á vegum Listaháskólans og Sinfóníunnar sem þeir nemendur sem stunda hljóðfæra- eða söngnám á fyrsta háskólastigi mega taka þátt í. Hún segir keppnina vera stórt tækifæri. Aðrar sem komust áfram og verða sólóistar í kvöld eru þær Hrafnhildur Marta Guðmundsdóttir á selló, Auður Edda Erlendsdóttir á klarínett og Jóna G. Kolbrúnardóttir sópran. Herdís Mjöll er yngst í hópnum. Hún er tvítug og er á síðustu önn tveggja ára diplómabrautar við Listaháskólann sem hún byrjaði á meðan hún var enn í MH en þaðan varð hún stúdent síðasta vor. Hvað tekur svo við? „Ég að reyna að komast inn í skóla erlendis, bæði í Chigaco og í Indiana í Bandaríkjunum og líka Helsinki í Finnlandi í Sibelius Akademíuna. Þar er ein íslensk vinkona mín og ég þekki líka fólk þar sem ég var með í hljómsveitinni Orkester Norden þegar ég var 16 ára. Þá mundi ég læra nýtt tungumál í leiðinni, það væri gaman.“ Enskan er Herdísi Mjöll ekki framandi, í fyrrasumar kveðst hún hafa verið í tvo mánuði í Bandaríkjunum við tónlistarnám. „Það er síðasta stóra verkefnið sem ég hef verið í erlendis,“ segir hún. Fimm ára kveðst Herdís Mjöll hafa byrjað að handfjatla fiðluna í Allegro Suzukiskólanum. „Þaðan lá leiðin í Tónlistarskólann í Reykjavík, helsti kennari minn þar var Guðný Guðmundsdóttir. Ég er enn að læra hjá henni og líka Sigrúnu Eðvaldsdóttur,“ lýsir hún. Kom aldrei tímabil sem hana langaði að hætta? „Jú, ég neita því ekki en ég er búin að verja svo miklum tíma í æfingar að það er ekki hægt.“ Rauða hárið hennar Herdísar Mjallar vekur athygli. Skyldi hún hafa tekið þátt í samkeppninni um rauðhærðasta Íslendinginn? (Hlæjandi) „Nei, ekki ennþá, ég hef yfirleitt verið í útlöndum þegar hún hefur verið haldin en mig langar að prófa það. Ég verð að bregða mér á Skagann á Írska daga einhvern tíma. Þessi hárlitur er í ættinni. Pabbi er með rautt skegg og mamma var rauðhærð þegar hún var lítil.“ En tónlistin, er hún í ættinni? „Foreldrar mínir eru ekki í tónlist en hún Guðný Guðmundsdóttir, fiðluleikari og kennari minn, er ömmusystir mín.“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 12. janúar 2017 Menning Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Lífið Fleiri fréttir Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira
Ég ætla að spila fiðlukonsert Mendelssohns í E-dúr. Mér finnst hann mjög fallegur og líka spes að því leyti að hann er erfiðari í meðförum en hann hljómar. Ég fékk að velja á milli hans og annars konserts,“ segir Herdís Mjöll Guðmundsdóttir um einleik sinn á fiðlu á sinfóníutónleikum kvöldsins í Hörpu. Herdís Mjöll var ein þeirra sem skoruðu hátt í nemendasamkeppni á liðnu hausti á vegum Listaháskólans og Sinfóníunnar sem þeir nemendur sem stunda hljóðfæra- eða söngnám á fyrsta háskólastigi mega taka þátt í. Hún segir keppnina vera stórt tækifæri. Aðrar sem komust áfram og verða sólóistar í kvöld eru þær Hrafnhildur Marta Guðmundsdóttir á selló, Auður Edda Erlendsdóttir á klarínett og Jóna G. Kolbrúnardóttir sópran. Herdís Mjöll er yngst í hópnum. Hún er tvítug og er á síðustu önn tveggja ára diplómabrautar við Listaháskólann sem hún byrjaði á meðan hún var enn í MH en þaðan varð hún stúdent síðasta vor. Hvað tekur svo við? „Ég að reyna að komast inn í skóla erlendis, bæði í Chigaco og í Indiana í Bandaríkjunum og líka Helsinki í Finnlandi í Sibelius Akademíuna. Þar er ein íslensk vinkona mín og ég þekki líka fólk þar sem ég var með í hljómsveitinni Orkester Norden þegar ég var 16 ára. Þá mundi ég læra nýtt tungumál í leiðinni, það væri gaman.“ Enskan er Herdísi Mjöll ekki framandi, í fyrrasumar kveðst hún hafa verið í tvo mánuði í Bandaríkjunum við tónlistarnám. „Það er síðasta stóra verkefnið sem ég hef verið í erlendis,“ segir hún. Fimm ára kveðst Herdís Mjöll hafa byrjað að handfjatla fiðluna í Allegro Suzukiskólanum. „Þaðan lá leiðin í Tónlistarskólann í Reykjavík, helsti kennari minn þar var Guðný Guðmundsdóttir. Ég er enn að læra hjá henni og líka Sigrúnu Eðvaldsdóttur,“ lýsir hún. Kom aldrei tímabil sem hana langaði að hætta? „Jú, ég neita því ekki en ég er búin að verja svo miklum tíma í æfingar að það er ekki hægt.“ Rauða hárið hennar Herdísar Mjallar vekur athygli. Skyldi hún hafa tekið þátt í samkeppninni um rauðhærðasta Íslendinginn? (Hlæjandi) „Nei, ekki ennþá, ég hef yfirleitt verið í útlöndum þegar hún hefur verið haldin en mig langar að prófa það. Ég verð að bregða mér á Skagann á Írska daga einhvern tíma. Þessi hárlitur er í ættinni. Pabbi er með rautt skegg og mamma var rauðhærð þegar hún var lítil.“ En tónlistin, er hún í ættinni? „Foreldrar mínir eru ekki í tónlist en hún Guðný Guðmundsdóttir, fiðluleikari og kennari minn, er ömmusystir mín.“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 12. janúar 2017
Menning Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Lífið Fleiri fréttir Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira