Heiðarleg uppskera Frosti Logason skrifar 12. janúar 2017 07:00 Eitt mikilvægasta veganestið sem ég var sendur með út í lífið voru þau einföldu sannindi að besta leiðin til að forðast vandræði væri að segja aldrei ósatt. Það hefur enda margsinnis sýnt sig að fólki sem er heiðarlegt farnast alltaf best í lífinu. Sjáið nýja forsætisráðherrann. Hann er einn af óheppnum íslenskum viðskiptamönnum sem lentu í því að eiga fjármagn á aflandseyju á árunum fyrir hrun. Hann kom heiðarlega fram í því máli, eftir að upp um hann komst, og hann er að uppskera í dag. Skýrsla um málið, sem ráðherrann lét framkvæma, var vissulega tilbúin fyrir lok síðasta þings. Hún var tilbúin á meðan á allri kosningabaráttunni stóð og í allan þann tíma sem menn voru að meta hvaða ríkisstjórnarsamstarf gæti komið til greina næst. En ráðherrann mat það svo að hún ætti ekki erindi í umræðuna fyrr en eftir að hann væri búinn að tryggja sínum flokki aðkomu að næstu ríkisstjórn. Það að hún hafi ekki séð dagsljósið fyrir þann tíma hefur örugglega ekkert með annarlega hagsmuni ráðherrans að gera. Aðilanum, sem ákvað að afmá dagsetninguna af skýrslunni, hefur vafalaust einnig gengið gott eitt til. Hugsanlega hefur ástæðan verið fagurfræðileg. Ekki dettur mér í hug að það hafi verið gert til að villa um fyrir þeim sem töldu á ábyrgð ráðherra að birta skýrsluna eins fljótt og auðið var til að um hana gæti farið fram nauðsynleg umræða fyrir kosningar. Að koma hreint og beint fram er ávísun á velgengni og velvild. Þess vegna spái ég nýrri ríkisstjórn löngu og farsælu lífi. Fram að næsta vori í það minnsta. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Frosti Logason Mest lesið Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Sönnun um framlag hælisleitanda til íslensks samfélags Toshiki Toma Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Fyrirtæki og stofnanir á Íslandi mega lögum samkvæmt ekki eiga viðskipti við Rapyd Björn B Björnsson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun
Eitt mikilvægasta veganestið sem ég var sendur með út í lífið voru þau einföldu sannindi að besta leiðin til að forðast vandræði væri að segja aldrei ósatt. Það hefur enda margsinnis sýnt sig að fólki sem er heiðarlegt farnast alltaf best í lífinu. Sjáið nýja forsætisráðherrann. Hann er einn af óheppnum íslenskum viðskiptamönnum sem lentu í því að eiga fjármagn á aflandseyju á árunum fyrir hrun. Hann kom heiðarlega fram í því máli, eftir að upp um hann komst, og hann er að uppskera í dag. Skýrsla um málið, sem ráðherrann lét framkvæma, var vissulega tilbúin fyrir lok síðasta þings. Hún var tilbúin á meðan á allri kosningabaráttunni stóð og í allan þann tíma sem menn voru að meta hvaða ríkisstjórnarsamstarf gæti komið til greina næst. En ráðherrann mat það svo að hún ætti ekki erindi í umræðuna fyrr en eftir að hann væri búinn að tryggja sínum flokki aðkomu að næstu ríkisstjórn. Það að hún hafi ekki séð dagsljósið fyrir þann tíma hefur örugglega ekkert með annarlega hagsmuni ráðherrans að gera. Aðilanum, sem ákvað að afmá dagsetninguna af skýrslunni, hefur vafalaust einnig gengið gott eitt til. Hugsanlega hefur ástæðan verið fagurfræðileg. Ekki dettur mér í hug að það hafi verið gert til að villa um fyrir þeim sem töldu á ábyrgð ráðherra að birta skýrsluna eins fljótt og auðið var til að um hana gæti farið fram nauðsynleg umræða fyrir kosningar. Að koma hreint og beint fram er ávísun á velgengni og velvild. Þess vegna spái ég nýrri ríkisstjórn löngu og farsælu lífi. Fram að næsta vori í það minnsta. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Fyrirtæki og stofnanir á Íslandi mega lögum samkvæmt ekki eiga viðskipti við Rapyd Björn B Björnsson Skoðun
Fyrirtæki og stofnanir á Íslandi mega lögum samkvæmt ekki eiga viðskipti við Rapyd Björn B Björnsson Skoðun