Fyndið, fallegt og erfitt Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 11. janúar 2017 09:45 Dóra og Kristín Þóra í leikmyndinni, sem gerð er úr gömlum stólum Þjóðleikhússins.– Samt í Borgarleikhúsinu. Vísir/Stefán Verkið gerist í síðasta bíóinu á landinu sem sýnir myndir með gamaldags filmusýningarvél. Sem sagt, í umhverfi stórra sagna með epík og ævintýri, en við fylgjumst með hversdagslífi karakteranna,“ segir Dóra Jóhannsdóttir leikstjóri. „Já, stundum þarf fólk bara að sópa popp. Það er alvöru,“ bætir Kristín Þóra Haraldsdóttir leikari við. Þær eru að lýsa leikritinu Ræmunni sem frumsýnt verður á Nýja sviði Borgarleikhússins í kvöld. Þær segja það vera eins og lífið sjálft; fyndið, sorglegt og fallegt, flókið og erfitt. „Við erum ekki að reyna að vera fyndin en kringumstæðurnar eru þannig að fólk þekkir þær sjálft og tengir við þær. Hugsar: – Ég hef verið þarna. – Ég þekki einmitt einn svona. – O, ég veit,“ segir Kristín Þóra. Ræman er samtímaverk. Höfundurinn, hin bandaríska Annie Baker, sem er á aldur við þær Kristínu Þóru og Dóru, hlaut bandarísku Pulitzer-verðlaunin fyrir það sem besta leikrit ársins 2014. „Baker lætur verkið gerast í smábæ sem hún ólst upp í. Við ákváðum, með þýðandanum, Dóra DNA, að staðfæra það og láta það gerast í Reykjavík,“ segir Dóra. „Leikritið fjallar um tengingar á milli fólks á okkar tímum þar sem allt er orðið rafrænt, bæði í bíómyndum og samskiptum.“ Ásamt Kristínu Þóru verða á sviðinu þeir Hjörtur Jóhann Jónsson, sem margir sáu í Njálu sem Skarphéðin, og Davíð Þór Katrínarson, nýútskrifaður leikari. „Við þrjú erum starfsmenn bíósins og berum okkar líf saman við kvikmyndirnar þar sem allt er svo stórt og mikið og merkilegt,“ segir Kristín Þóra og bætir við: „Þetta er vissulega eitthvað sem búið er að pæla í í gegnum tíðina, hvað er satt og hvað ekki. Eins og segir á einum stað í verkinu, að sjá Mónu Lísu á póstkorti er ekki það sama og að sjá málverkið.“ Dóra segir nokkra áhorfendur hafa talað um það eftir opnar æfingar að þeir hafi gleymt því að þeir væru í leikhúsi. „Þeim leið bara eins og þeir væru flugur á vegg og ég held að margir geti séð sig sjálfa í þessum karakterum. Við báðar gerum það allavega.“ Kristín Þóra segir gaman að frumsýninguna skuli bera upp á stórafmæli Leikfélags Reykjavíkur af því að verkið snúist um þann kjarna sem sé undirstaða leiklistarinnar, að gera hluti sem eðlilegasta. „Verkið og leikstíllinn krefur leikara alltaf um að vera í sterku sambandi bæði við aðra leikara og áhorfendur. Það gilti jafnt fyrir 120 árum og núna.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 11. janúar 2017. Menning Mest lesið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Verkið gerist í síðasta bíóinu á landinu sem sýnir myndir með gamaldags filmusýningarvél. Sem sagt, í umhverfi stórra sagna með epík og ævintýri, en við fylgjumst með hversdagslífi karakteranna,“ segir Dóra Jóhannsdóttir leikstjóri. „Já, stundum þarf fólk bara að sópa popp. Það er alvöru,“ bætir Kristín Þóra Haraldsdóttir leikari við. Þær eru að lýsa leikritinu Ræmunni sem frumsýnt verður á Nýja sviði Borgarleikhússins í kvöld. Þær segja það vera eins og lífið sjálft; fyndið, sorglegt og fallegt, flókið og erfitt. „Við erum ekki að reyna að vera fyndin en kringumstæðurnar eru þannig að fólk þekkir þær sjálft og tengir við þær. Hugsar: – Ég hef verið þarna. – Ég þekki einmitt einn svona. – O, ég veit,“ segir Kristín Þóra. Ræman er samtímaverk. Höfundurinn, hin bandaríska Annie Baker, sem er á aldur við þær Kristínu Þóru og Dóru, hlaut bandarísku Pulitzer-verðlaunin fyrir það sem besta leikrit ársins 2014. „Baker lætur verkið gerast í smábæ sem hún ólst upp í. Við ákváðum, með þýðandanum, Dóra DNA, að staðfæra það og láta það gerast í Reykjavík,“ segir Dóra. „Leikritið fjallar um tengingar á milli fólks á okkar tímum þar sem allt er orðið rafrænt, bæði í bíómyndum og samskiptum.“ Ásamt Kristínu Þóru verða á sviðinu þeir Hjörtur Jóhann Jónsson, sem margir sáu í Njálu sem Skarphéðin, og Davíð Þór Katrínarson, nýútskrifaður leikari. „Við þrjú erum starfsmenn bíósins og berum okkar líf saman við kvikmyndirnar þar sem allt er svo stórt og mikið og merkilegt,“ segir Kristín Þóra og bætir við: „Þetta er vissulega eitthvað sem búið er að pæla í í gegnum tíðina, hvað er satt og hvað ekki. Eins og segir á einum stað í verkinu, að sjá Mónu Lísu á póstkorti er ekki það sama og að sjá málverkið.“ Dóra segir nokkra áhorfendur hafa talað um það eftir opnar æfingar að þeir hafi gleymt því að þeir væru í leikhúsi. „Þeim leið bara eins og þeir væru flugur á vegg og ég held að margir geti séð sig sjálfa í þessum karakterum. Við báðar gerum það allavega.“ Kristín Þóra segir gaman að frumsýninguna skuli bera upp á stórafmæli Leikfélags Reykjavíkur af því að verkið snúist um þann kjarna sem sé undirstaða leiklistarinnar, að gera hluti sem eðlilegasta. „Verkið og leikstíllinn krefur leikara alltaf um að vera í sterku sambandi bæði við aðra leikara og áhorfendur. Það gilti jafnt fyrir 120 árum og núna.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 11. janúar 2017.
Menning Mest lesið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira