Hatar Ólympíuleikana og þetta er ástæðan Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. janúar 2017 13:30 Rory McIlroy. Vísir/Getty Norður-írski kylfingurinn Rory McIlroy þótti ekki vera að gera íþrótt sinni mikinn greiða síðasta sumar þegar hann „skrópaði“ á Ólympíuleikana í Ríó og lét í kjölfarið hafa eftir sér að hann ætlaði ekki einu sinni að horfa á golfkeppni leikanna. Rory McIlroy var reyndar ekki eini heimsþekkti kylfingurinn sem sleppti því að fljúga suður til Brasilíu en fór lengst í gagnrýni sinni á golfkeppni leikanna. Í nýju viðtali Rory McIlroy við Independent á Írlandi kom raunveruleg ástæða fyrir því af hverju McIlroy var svona neikvæður út í Ólympíuleikana í sumar. McIlroy sagði á sínum tíma að hann færi ekki á Ólympíuleikana vegna ótta við að veikjast af Zíka-veirunni en það var samt annað sem var að trufla kappann. Neikvæði Rory McIlroy tengdist því að þurfa að velja á milli þess að keppa fyrir Írland eða fyrir Bretland. Hann var svo ósáttur með að vera settur í þá stöðu að þurfa að velja að hann á endanum taldi þetta ekki þess virði. „Hver er ég? Hvaðan kem ég? Hvar liggur hollustan mín? Fyrir hvern ætla ég að spila? Hverjum vil ég síst koma í uppnám?,“ segir Rory McIlroy hafa verið spurningar sem komu upp í kollinn hans. „Ég fór að hata þessa stöðu sem ég var settur í og geri enn. Ég hata Ólympíuleikana fyrir að setja mig í slíka stöðu. Hvort sem það er rétt eða rangt þá líður mér þannig,“ sagði Rory McIlroy í viðtalinu. Rory McIlroy sagði líka frá því þegar hann sendi nýkrýndum Ólympíumeistara smáskilaboð þar sem hann óskaði Justin Rose til hamingju með sigurinn. Rose spurði hvort McIlroy liði eins og hann hafi misst af einhverju. „Ég sagði honum að mér hefði liðið mjög óþægilega á verðlaunapallinum hvort sem er að írski fáninn hefði farið upp eða breski fáninn hefði farið upp. Ég þekki ekki textann við hvorugan þjóðsönginn og ég hef enga tengingu við fánana. Ég vil ekki að þetta snúist um þjóðfána,“ sagði Rory McIlroy. Rory McIlroy segist líka sjá eftir því að hafa látið hafa það eftir sér að hann ætlaði ekki einu sinni á horfa á golfkeppni Ólympíuleikanna í sjónvarpið. „Ég fékk ekkert nema spurningar um Ólympíuleikanna og þetta var bara einni spurningu of mikið,“ sagði Rory McIlroy. Golf Ólympíuleikar 2016 í Ríó Zíka Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Fótbolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Celtics festa þjálfarann í sessi Körfubolti Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Fótbolti Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Körfubolti „Þarf ekkert að ræða við dómarann enda norskan farin að ryðga“ Sport Fyrsti kvendómarinn í bandaríska hafnaboltanum Sport Axel leiðir að öðrum degi loknum Golf Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Axel leiðir að öðrum degi loknum Hulda Clara ein á toppnum eftir dag númer tvö á Íslandsmótinu í golfi Hlynur sigurvegari á Forsbacka Open í Svíþjóð Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Samdi við kríuna um að koma sér á brott Hulda Clara og Karen Lind efstar Axel og Dagbjartur leiða Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Donald Trump sást svindla á golfvellinum Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vélmennið leiðir Opna breska Reyndi allt til að koma kúlunni niður Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Sjá meira
Norður-írski kylfingurinn Rory McIlroy þótti ekki vera að gera íþrótt sinni mikinn greiða síðasta sumar þegar hann „skrópaði“ á Ólympíuleikana í Ríó og lét í kjölfarið hafa eftir sér að hann ætlaði ekki einu sinni að horfa á golfkeppni leikanna. Rory McIlroy var reyndar ekki eini heimsþekkti kylfingurinn sem sleppti því að fljúga suður til Brasilíu en fór lengst í gagnrýni sinni á golfkeppni leikanna. Í nýju viðtali Rory McIlroy við Independent á Írlandi kom raunveruleg ástæða fyrir því af hverju McIlroy var svona neikvæður út í Ólympíuleikana í sumar. McIlroy sagði á sínum tíma að hann færi ekki á Ólympíuleikana vegna ótta við að veikjast af Zíka-veirunni en það var samt annað sem var að trufla kappann. Neikvæði Rory McIlroy tengdist því að þurfa að velja á milli þess að keppa fyrir Írland eða fyrir Bretland. Hann var svo ósáttur með að vera settur í þá stöðu að þurfa að velja að hann á endanum taldi þetta ekki þess virði. „Hver er ég? Hvaðan kem ég? Hvar liggur hollustan mín? Fyrir hvern ætla ég að spila? Hverjum vil ég síst koma í uppnám?,“ segir Rory McIlroy hafa verið spurningar sem komu upp í kollinn hans. „Ég fór að hata þessa stöðu sem ég var settur í og geri enn. Ég hata Ólympíuleikana fyrir að setja mig í slíka stöðu. Hvort sem það er rétt eða rangt þá líður mér þannig,“ sagði Rory McIlroy í viðtalinu. Rory McIlroy sagði líka frá því þegar hann sendi nýkrýndum Ólympíumeistara smáskilaboð þar sem hann óskaði Justin Rose til hamingju með sigurinn. Rose spurði hvort McIlroy liði eins og hann hafi misst af einhverju. „Ég sagði honum að mér hefði liðið mjög óþægilega á verðlaunapallinum hvort sem er að írski fáninn hefði farið upp eða breski fáninn hefði farið upp. Ég þekki ekki textann við hvorugan þjóðsönginn og ég hef enga tengingu við fánana. Ég vil ekki að þetta snúist um þjóðfána,“ sagði Rory McIlroy. Rory McIlroy segist líka sjá eftir því að hafa látið hafa það eftir sér að hann ætlaði ekki einu sinni á horfa á golfkeppni Ólympíuleikanna í sjónvarpið. „Ég fékk ekkert nema spurningar um Ólympíuleikanna og þetta var bara einni spurningu of mikið,“ sagði Rory McIlroy.
Golf Ólympíuleikar 2016 í Ríó Zíka Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Fótbolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Celtics festa þjálfarann í sessi Körfubolti Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Fótbolti Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Körfubolti „Þarf ekkert að ræða við dómarann enda norskan farin að ryðga“ Sport Fyrsti kvendómarinn í bandaríska hafnaboltanum Sport Axel leiðir að öðrum degi loknum Golf Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Axel leiðir að öðrum degi loknum Hulda Clara ein á toppnum eftir dag númer tvö á Íslandsmótinu í golfi Hlynur sigurvegari á Forsbacka Open í Svíþjóð Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Samdi við kríuna um að koma sér á brott Hulda Clara og Karen Lind efstar Axel og Dagbjartur leiða Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Donald Trump sást svindla á golfvellinum Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vélmennið leiðir Opna breska Reyndi allt til að koma kúlunni niður Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti