Mercedes Benz framúr BMW í sölu Finnur Thorlacius skrifar 11. janúar 2017 09:15 Þýsku lúxusbílaframleiðendurnir þrír, Benz, BMW og Audi eru allir með kringum 2 milljón bíla sölu í fyrra. Eftir 12 ára veru sem stærsti lúxusbílaframleiðandi heims hefur BMW nú fallið í annað sætið á eftir Mercedes Benz. Benz náði að selja 2,08 milljón bíla í fyrra og þó svo að endanlega sölutölur frá BMW séu ekki ljósar enn þá er alveg víst að Benz hefur tekið framúr BMW þetta árið. Þegar nóvembertölurnar voru ljósar hafði Mercedes Benz tæplega 70.000 bíla forskot á BMW, en þá hafði Benz selt 1.893.619 bíla á móti 1.824.490 bílum BMW. Í þriðja sæti kom svo Audi með rétt um 1,8 milljón bíla sölu. Vöxtur Mercedes Benz í sölu hefur á síðustu árum verið nokkru meiri en hjá bæði BMW og Audi og allar líkur eru á því að Benz sé komið á toppinn til að vera og láta þessa kórónu ekki svo auðveldlega af hendi á næstu árum. Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent
Eftir 12 ára veru sem stærsti lúxusbílaframleiðandi heims hefur BMW nú fallið í annað sætið á eftir Mercedes Benz. Benz náði að selja 2,08 milljón bíla í fyrra og þó svo að endanlega sölutölur frá BMW séu ekki ljósar enn þá er alveg víst að Benz hefur tekið framúr BMW þetta árið. Þegar nóvembertölurnar voru ljósar hafði Mercedes Benz tæplega 70.000 bíla forskot á BMW, en þá hafði Benz selt 1.893.619 bíla á móti 1.824.490 bílum BMW. Í þriðja sæti kom svo Audi með rétt um 1,8 milljón bíla sölu. Vöxtur Mercedes Benz í sölu hefur á síðustu árum verið nokkru meiri en hjá bæði BMW og Audi og allar líkur eru á því að Benz sé komið á toppinn til að vera og láta þessa kórónu ekki svo auðveldlega af hendi á næstu árum.
Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent