Ríkið vill fleiri mengandi dísilbíla Finnur Thorlacius skrifar 10. janúar 2017 10:05 Það er greinilega vilji ríkisins að fjölga dísilbílum hérlendis á meðan að aðrar þjóðir eru að stuðla að fækkun þeirra sökum mengunar. Nú um áramótin var eldsneytisgjald hækkað enn meira, en mörgum þótti nóg um áður. Ef til vill það skrítnasta við þessa hækkun nú er að gjaldið var hækkað meira á bensín en dísilolíu. Það er að flestu leiti á skjön við aðgerðir annarra ríkja sem reyna nú eftir fremsta megni að losa lönd sín við dísilbíla vegna mikillar mengunar þeirra. Allt síðasta ár voru fjölmiðlar heimsins uppfullir af upplýsingum um þá miklu NOx-mengun sem af dísilbílum stafar og komu þær upplýsingar sem hryna í kjölfar dísilvélasvindls Volkswagen. Svo langt vilja menn ganga í mörgum borgum Evrópu að þar hefur víða verið kynnt að dísilbílar verði bannaðir á götum þeirra frá og með árinu 2025, eða eftir aðeins 8 ár. Í Hollandi öllu hefur verið mörkuð sama stefna. Við bruna bensíns myndast náttúrulega efnið CO2 en við bruna dísilolíu að auki mikið magn NOx sótagna sem sannað er að sé krabbameinsvaldandi og skaðar öndunarfæri.Dísilolía 8 krónum ódýrari Hér á landi er nú, þvert á stefnu annarra landa, reynt að gera flest til þess að stuðla að frekari sölu og notkun dísilbíla og hérlendis er skattlagningu á dísilolíu þannig háttað að hún er um 8 krónum ódýrari en á bensín á bensínstöðvum landsins og enn skal auka við muninn. Þessi verðlagning, þ.e. verðmunur á dísilolíu og bensíns hefur enda endurspeglast í mikilli sölu nýrra dísilbíla á undanförnum árum og sem dæmi þá seldust miklu fleiri dísilbílar hér á landi í nýliðnum desember en bensínbílar. Þegar augu heimsbyggðarinnar opnuðust loks að fullu fyrir skaðsemi útblástur úr dísilbílum á síðasta ári sást það fljótt í sölutölum og í flestum Evrópulöndum varð erfiðara og erfiðara að selja dísilbíla. Það er nánast ekki hægt í Bandaríkjunum og þeir fáu bílaframleiðendur sem höfðu selt þar dísilbíla eru annaðhvort búnir að draga þá úr sölu eða eru að hugleiða það. Allir bílaframleiðendur heims undirbúa sig nú undir brotthvarf fólksbíla með dísilvélum og yfirvöld í flestum löndum leggja nú aukinn mengunarskatt á dísilolíu og dísilbíla.Vannýtt tækifæri forgörðum Það hefði talist í hæsta máta eðlilegt að ráðandi aðilar hér á landi hefðu brugðist við þessum staðreyndum um mengun dísilbíla með því að skattleggja dísilolíu meira en bensín og reyna með því að hafa áhrif á sölu þeirra. Í Bandaríkjunum eru t.d. opinberar álögur hærri á dísilolíu en á bensín. Þveröfug leið var hinsvegar farin hér og ákveðið við hækkun eldsneytisverðs að leggja meiri álögur á bensín en dísilolíu. Þarna fór því vannýtt tækifæri forgörðum við að reyna að hafa áhrif á kauphegðun Íslendinga og með því stuðla að betri loftgæðum á landinu, heilsu okkar allra til heilla. Það sannast ávallt í kauphegðun fólks að veskið ræður för. Því er ef til vill eðlilegt að fólk hérlendis kaupi dísilbíla umfram bensínbíla á meðan eldsneytið á þá er talsvert ódýrara, auk þess sem dísilbílar eyða minna eldsneyti en bensínbílar. Þarna getur hinsvegar löggjafinn stigið inn og breytt kauphegðuninni, svo fremi sem hún skilgreini sig sem umhverfisvæn, en svo sýnist ekki nú um stundir.57,6% dísilbílar í fyrra og 50,4% fólksbíla Samkvæmt tölum frá Umferðarstofu voru 49% allra nýrra bíla sem seldust á árinu dísilbílar og 36% bensínbílar. Er þá átt við alla bíla, svo sem sendibíla. Aðrir bílar voru knúnir rafmagni, metani eða blöndu af tveimur orkugjöfum, svo sem tengiltvinnbílar. Ef skoðaðir eru bílar eingöngu knúnir dísilolíu og bensíni eru dísilbílar 57,6% og bensínbílar 42,4%. Ef aðeins eru skoðaðir fólksbílar er hlutfallið 50,4%/49,6% dísilbílum í vil. Þetta hlutfall er hærra heldur en gengur og gerist víðast í Evrópu og líklega hugsanlega hæsta hlutfall dísilbíla í allri álfunni. Því má segja að Ísland sé einn mesti umhverfissóðinn er kemur að kaupum á nýjum bílum. Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent
Nú um áramótin var eldsneytisgjald hækkað enn meira, en mörgum þótti nóg um áður. Ef til vill það skrítnasta við þessa hækkun nú er að gjaldið var hækkað meira á bensín en dísilolíu. Það er að flestu leiti á skjön við aðgerðir annarra ríkja sem reyna nú eftir fremsta megni að losa lönd sín við dísilbíla vegna mikillar mengunar þeirra. Allt síðasta ár voru fjölmiðlar heimsins uppfullir af upplýsingum um þá miklu NOx-mengun sem af dísilbílum stafar og komu þær upplýsingar sem hryna í kjölfar dísilvélasvindls Volkswagen. Svo langt vilja menn ganga í mörgum borgum Evrópu að þar hefur víða verið kynnt að dísilbílar verði bannaðir á götum þeirra frá og með árinu 2025, eða eftir aðeins 8 ár. Í Hollandi öllu hefur verið mörkuð sama stefna. Við bruna bensíns myndast náttúrulega efnið CO2 en við bruna dísilolíu að auki mikið magn NOx sótagna sem sannað er að sé krabbameinsvaldandi og skaðar öndunarfæri.Dísilolía 8 krónum ódýrari Hér á landi er nú, þvert á stefnu annarra landa, reynt að gera flest til þess að stuðla að frekari sölu og notkun dísilbíla og hérlendis er skattlagningu á dísilolíu þannig háttað að hún er um 8 krónum ódýrari en á bensín á bensínstöðvum landsins og enn skal auka við muninn. Þessi verðlagning, þ.e. verðmunur á dísilolíu og bensíns hefur enda endurspeglast í mikilli sölu nýrra dísilbíla á undanförnum árum og sem dæmi þá seldust miklu fleiri dísilbílar hér á landi í nýliðnum desember en bensínbílar. Þegar augu heimsbyggðarinnar opnuðust loks að fullu fyrir skaðsemi útblástur úr dísilbílum á síðasta ári sást það fljótt í sölutölum og í flestum Evrópulöndum varð erfiðara og erfiðara að selja dísilbíla. Það er nánast ekki hægt í Bandaríkjunum og þeir fáu bílaframleiðendur sem höfðu selt þar dísilbíla eru annaðhvort búnir að draga þá úr sölu eða eru að hugleiða það. Allir bílaframleiðendur heims undirbúa sig nú undir brotthvarf fólksbíla með dísilvélum og yfirvöld í flestum löndum leggja nú aukinn mengunarskatt á dísilolíu og dísilbíla.Vannýtt tækifæri forgörðum Það hefði talist í hæsta máta eðlilegt að ráðandi aðilar hér á landi hefðu brugðist við þessum staðreyndum um mengun dísilbíla með því að skattleggja dísilolíu meira en bensín og reyna með því að hafa áhrif á sölu þeirra. Í Bandaríkjunum eru t.d. opinberar álögur hærri á dísilolíu en á bensín. Þveröfug leið var hinsvegar farin hér og ákveðið við hækkun eldsneytisverðs að leggja meiri álögur á bensín en dísilolíu. Þarna fór því vannýtt tækifæri forgörðum við að reyna að hafa áhrif á kauphegðun Íslendinga og með því stuðla að betri loftgæðum á landinu, heilsu okkar allra til heilla. Það sannast ávallt í kauphegðun fólks að veskið ræður för. Því er ef til vill eðlilegt að fólk hérlendis kaupi dísilbíla umfram bensínbíla á meðan eldsneytið á þá er talsvert ódýrara, auk þess sem dísilbílar eyða minna eldsneyti en bensínbílar. Þarna getur hinsvegar löggjafinn stigið inn og breytt kauphegðuninni, svo fremi sem hún skilgreini sig sem umhverfisvæn, en svo sýnist ekki nú um stundir.57,6% dísilbílar í fyrra og 50,4% fólksbíla Samkvæmt tölum frá Umferðarstofu voru 49% allra nýrra bíla sem seldust á árinu dísilbílar og 36% bensínbílar. Er þá átt við alla bíla, svo sem sendibíla. Aðrir bílar voru knúnir rafmagni, metani eða blöndu af tveimur orkugjöfum, svo sem tengiltvinnbílar. Ef skoðaðir eru bílar eingöngu knúnir dísilolíu og bensíni eru dísilbílar 57,6% og bensínbílar 42,4%. Ef aðeins eru skoðaðir fólksbílar er hlutfallið 50,4%/49,6% dísilbílum í vil. Þetta hlutfall er hærra heldur en gengur og gerist víðast í Evrópu og líklega hugsanlega hæsta hlutfall dísilbíla í allri álfunni. Því má segja að Ísland sé einn mesti umhverfissóðinn er kemur að kaupum á nýjum bílum.
Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent