Gjörningar gegn skammdegi Magnús Guðmundsson skrifar 10. janúar 2017 11:00 Ásdís Sif Gunnarsdóttir og Kathy Clark í glugganum sem myndar Wind and Weather Window Gallery við Hverfisgötuna. Visir/Stefán Við Hverfisgötuna í Reykjavík er rekið skemmtilegt gallerí sem kallast Wind and Weather Window Gallery sem gæti útlagst Gluggagalleríið út í veður og vind. Galleríið er listamannarekið en núna þessa dimmustu daga árins ætla nokkrar gjörningakonur að sýna þar seríu í þremur hlutum. Það er gjörningalistakonan Kathy Clarke sem heldur utan um verkefnið og hún segir að fyrsta verkið hafi fengið góðar viðtökur þegar það hóf göngu sína um síðustu helgi. „Fyrsta verkið, þá vinnum við Ásdís Sif Gunnarsdóttir gjörningalistakona þetta saman. Hún ætlar að koma fram alls fimm sinnum á því tímabili sem hún er með galleríið. Það er öllum velkomið að koma og taka þátt en Ásdís Sif býður fólki að setjast fyrir framan gluggann en hennar persóna er völvan Madame Lilith sem kemur frá öðum tíma og rúmi jafnvel. Madame Lilith mun svo bjóða upp á spádómsfundi og færa fólki upplýsingar um óendanlega nærveru með aðstoð upplýsingatækni. En þegar völvan er ekki til staðar í líkama þá verður hún til staðar fyrir tilstilli upptökutækni.“ Einnig er hægt að panta tíma hjá völvunni í gegnum netfangið asdissifgunnarsdottir@gmail.com en sýningarnar eru einnig allar straumspilaðar í beinni útsendingu á artzine.is. „Mér finnst líka skemmtilegt við þetta að sviðið er nánast eins og hliðarsýningarsvið á karnivali. Í þessari innsetningu situr Madame Lilith í hásæti sínu innan um allt sitt hafurtask. Mér finnst þetta vera áhugaverð og skemmtileg leið til þess að lýsa upp skammdegið þessa dimmustu dagar vetrar og færa fólki eitthvað skemmtilegt sem er bókstaflega frá öðrum heimi.“ Kathy segir að síðasta sýningin hjá Madame Lilith verði þann 20 janúar og í framhaldinu taki Ásta Fanney Sigurðardóttir við. Sýning Ástu nefnist Ráðgjafinn og þar mun verða boðið upp á þjónustu í gluggaskrifstofu innra eftirlits. Ráðgjafinn kemur til með að skoða ýmsar ráðgátur sem leynast í strúktúrum hversdagsins. „Ásta Sigríður er myndlistarkona en einnig tónlistarkona og ljóðskáld. Þessi sýning er því óræð blanda af alls konar miðlum sem safnast saman í fyrirbæri sem hún nefnir Zolta, þar sem mynstur glundroðans er gert að viðfangsefni.“ Í febrúar tekur svo þriðja listakonan við en það er Katrín Inga Jónsdóttir. Þessi þriðja sýning seríunnar kallast Nuddarinn. „Katrín Inga ætlar að kynna núning lista með þeirri nánu þjónustu sem fótanudd er. Hún leggur upp með að miðla einlægninni sem listin vinnur að í þjónustu við samfélagið. En fótanuddið er myndhverfing yfir það sem listamenn gera á öðrum sviðum og miðlar djúpri nærveru með sambærilegum hætti.“ Menning Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum Lífið Fleiri fréttir Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira
Við Hverfisgötuna í Reykjavík er rekið skemmtilegt gallerí sem kallast Wind and Weather Window Gallery sem gæti útlagst Gluggagalleríið út í veður og vind. Galleríið er listamannarekið en núna þessa dimmustu daga árins ætla nokkrar gjörningakonur að sýna þar seríu í þremur hlutum. Það er gjörningalistakonan Kathy Clarke sem heldur utan um verkefnið og hún segir að fyrsta verkið hafi fengið góðar viðtökur þegar það hóf göngu sína um síðustu helgi. „Fyrsta verkið, þá vinnum við Ásdís Sif Gunnarsdóttir gjörningalistakona þetta saman. Hún ætlar að koma fram alls fimm sinnum á því tímabili sem hún er með galleríið. Það er öllum velkomið að koma og taka þátt en Ásdís Sif býður fólki að setjast fyrir framan gluggann en hennar persóna er völvan Madame Lilith sem kemur frá öðum tíma og rúmi jafnvel. Madame Lilith mun svo bjóða upp á spádómsfundi og færa fólki upplýsingar um óendanlega nærveru með aðstoð upplýsingatækni. En þegar völvan er ekki til staðar í líkama þá verður hún til staðar fyrir tilstilli upptökutækni.“ Einnig er hægt að panta tíma hjá völvunni í gegnum netfangið asdissifgunnarsdottir@gmail.com en sýningarnar eru einnig allar straumspilaðar í beinni útsendingu á artzine.is. „Mér finnst líka skemmtilegt við þetta að sviðið er nánast eins og hliðarsýningarsvið á karnivali. Í þessari innsetningu situr Madame Lilith í hásæti sínu innan um allt sitt hafurtask. Mér finnst þetta vera áhugaverð og skemmtileg leið til þess að lýsa upp skammdegið þessa dimmustu dagar vetrar og færa fólki eitthvað skemmtilegt sem er bókstaflega frá öðrum heimi.“ Kathy segir að síðasta sýningin hjá Madame Lilith verði þann 20 janúar og í framhaldinu taki Ásta Fanney Sigurðardóttir við. Sýning Ástu nefnist Ráðgjafinn og þar mun verða boðið upp á þjónustu í gluggaskrifstofu innra eftirlits. Ráðgjafinn kemur til með að skoða ýmsar ráðgátur sem leynast í strúktúrum hversdagsins. „Ásta Sigríður er myndlistarkona en einnig tónlistarkona og ljóðskáld. Þessi sýning er því óræð blanda af alls konar miðlum sem safnast saman í fyrirbæri sem hún nefnir Zolta, þar sem mynstur glundroðans er gert að viðfangsefni.“ Í febrúar tekur svo þriðja listakonan við en það er Katrín Inga Jónsdóttir. Þessi þriðja sýning seríunnar kallast Nuddarinn. „Katrín Inga ætlar að kynna núning lista með þeirri nánu þjónustu sem fótanudd er. Hún leggur upp með að miðla einlægninni sem listin vinnur að í þjónustu við samfélagið. En fótanuddið er myndhverfing yfir það sem listamenn gera á öðrum sviðum og miðlar djúpri nærveru með sambærilegum hætti.“
Menning Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum Lífið Fleiri fréttir Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira