Gefa pör saman í hverri sýningu Guðrún Jóna Stefánsdóttir skrifar 9. janúar 2017 10:00 Þau Guðrún Selma, Gígja, Loji og Eleni sem standa á bak við verkið A Guide to the Perfect Human. Fréttablaðið/Anton Brink „Ég og Gígja Jónsdóttir unnum saman að dansleikhúsverkinu The drop dead diet en það fjallaði um nýjan megrunarkúr sem við bjuggum til. Það samstarf gekk svo vel að okkur langaði að taka þessa hugmynd lengra, það er baráttu mannsins við einhverja fullkomna ímynd sem samfélagið setur okkur. Því lá beinast við að færa sig frá hinum fullkomna líkama yfir í hina fullkomnu manneskju eins og hún leggur sig,“ segir Guðrún Selma Sigurjónsdóttir um verkið A guide to the perfect human sem verður frumsýnt í Tjarnarbíói 14. janúar. „Verkið fjallar um hugmyndir okkar um hina fullkomnu manneskju og þær leiðir sem við notum til þess að reyna að verða sú manneskja. Verkið gerist í brúðkaupi og brúðkaupsveislu. Í veislunni spretta upp hinar ýmsu senur sem nálgast viðfangsefnið hin fullkomna manneskja frá mismunandi sjónarhornum. Þannig að fólk er bæði leikhúsgestir og gestir í raunverulegri brúðkaupsveislu. Við Gígja semjum sýninguna og stjórnum henni en Loji Höskuldsson, höfundur tónlistarinnar, og Eleni, leikmynda- og búningahönnuður, taka mjög virkan þátt í sköpunarferlinu – við Gígja og Loji verðum á sviðinu. En þar sem við erum að vinna með skilin á milli raunveruleika og sviðsetningar þá komum við fram sem við sjálf í verkinu. Við verðum líka með tíu þjóna og fullt af leynigestum sem koma fram sem þeir sjálfir sem ákveðin birtingarmynd hinnar fullkomnu manneskju.“Hvernig hefur ferlið gengið hjá ykkur? „Það er komið eitt og hálft ár síðan hugmyndin kviknaði og rúmt hálft ár síðan við byrjuðum að vinna formlega að verkinu. Æfingaferlið hefur verið öðruvísi heldur en öll önnur listræn ferli sem við höfum farið í gegnum. Við erum með mikið af fólki í sýningunni sem þarf að leikstýra og semja hreyfingar fyrir og svo erum við líka í því að hanna matseðilinn og skipuleggja brúðkaup. Svo er það sýningin sjálf sem byggist upp að vissu marki á áhorfendunum og brúðkaupsgestunum þannig að þann hluta er ekki hægt æfa að fullu nema bara vera á tánum í sýningunni.“Hvernig gekk að fá fólk til að vera með í sýningunni? „Í hverri sýningu verður eitt par gefið saman og það gekk bara ótrúlega vel að fá fólk til að vera með. Við auglýstum eftir fólki í haust og fullt af fólki hafði áhuga. Að lokum voru þrjú ótrúlega hress og skemmtileg pör sem vildu taka þátt. Þau áttu það öll sameiginlegt að hafa verið saman í góðan tíma, langaði að taka stóra skrefið en vildu gera það á óhefðbundinn hátt og gripu þá þetta tækifæri.“ Verkið er styrkt af Reykjavíkurborg og mennta- og menningarmálaráðuneytinu og er sýnt í Tjarnarbíói 14., 20. og 21. janúar og hefjast allar sýningarnar klukkan sjö. Menning Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum Lífið Fleiri fréttir Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira
„Ég og Gígja Jónsdóttir unnum saman að dansleikhúsverkinu The drop dead diet en það fjallaði um nýjan megrunarkúr sem við bjuggum til. Það samstarf gekk svo vel að okkur langaði að taka þessa hugmynd lengra, það er baráttu mannsins við einhverja fullkomna ímynd sem samfélagið setur okkur. Því lá beinast við að færa sig frá hinum fullkomna líkama yfir í hina fullkomnu manneskju eins og hún leggur sig,“ segir Guðrún Selma Sigurjónsdóttir um verkið A guide to the perfect human sem verður frumsýnt í Tjarnarbíói 14. janúar. „Verkið fjallar um hugmyndir okkar um hina fullkomnu manneskju og þær leiðir sem við notum til þess að reyna að verða sú manneskja. Verkið gerist í brúðkaupi og brúðkaupsveislu. Í veislunni spretta upp hinar ýmsu senur sem nálgast viðfangsefnið hin fullkomna manneskja frá mismunandi sjónarhornum. Þannig að fólk er bæði leikhúsgestir og gestir í raunverulegri brúðkaupsveislu. Við Gígja semjum sýninguna og stjórnum henni en Loji Höskuldsson, höfundur tónlistarinnar, og Eleni, leikmynda- og búningahönnuður, taka mjög virkan þátt í sköpunarferlinu – við Gígja og Loji verðum á sviðinu. En þar sem við erum að vinna með skilin á milli raunveruleika og sviðsetningar þá komum við fram sem við sjálf í verkinu. Við verðum líka með tíu þjóna og fullt af leynigestum sem koma fram sem þeir sjálfir sem ákveðin birtingarmynd hinnar fullkomnu manneskju.“Hvernig hefur ferlið gengið hjá ykkur? „Það er komið eitt og hálft ár síðan hugmyndin kviknaði og rúmt hálft ár síðan við byrjuðum að vinna formlega að verkinu. Æfingaferlið hefur verið öðruvísi heldur en öll önnur listræn ferli sem við höfum farið í gegnum. Við erum með mikið af fólki í sýningunni sem þarf að leikstýra og semja hreyfingar fyrir og svo erum við líka í því að hanna matseðilinn og skipuleggja brúðkaup. Svo er það sýningin sjálf sem byggist upp að vissu marki á áhorfendunum og brúðkaupsgestunum þannig að þann hluta er ekki hægt æfa að fullu nema bara vera á tánum í sýningunni.“Hvernig gekk að fá fólk til að vera með í sýningunni? „Í hverri sýningu verður eitt par gefið saman og það gekk bara ótrúlega vel að fá fólk til að vera með. Við auglýstum eftir fólki í haust og fullt af fólki hafði áhuga. Að lokum voru þrjú ótrúlega hress og skemmtileg pör sem vildu taka þátt. Þau áttu það öll sameiginlegt að hafa verið saman í góðan tíma, langaði að taka stóra skrefið en vildu gera það á óhefðbundinn hátt og gripu þá þetta tækifæri.“ Verkið er styrkt af Reykjavíkurborg og mennta- og menningarmálaráðuneytinu og er sýnt í Tjarnarbíói 14., 20. og 21. janúar og hefjast allar sýningarnar klukkan sjö.
Menning Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum Lífið Fleiri fréttir Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira