Ólafía Þórunn í 69. sæti eftir erfiðan þriðja hring Kristinn Páll Teitsson skrifar 28. janúar 2017 20:30 Ólafía Þórunn horfir á eftir upphafshögginu á þriðju braut í dag. MYND/GSIMYNDIR.NET/SETH Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, kylfingur úr GR, náði sér ekki jafn vel á strik þriðja hring á Pure Silk Bahama Classic-mótinu á Bahamaeyjum í dag en Ólafía lék hringinn á 77 höggum, fjórum höggum yfir pari. Ólafía sem var í 20. sæti fyrir þriðja hring lék frábært golf í gær þar sem hún tapaði ekki einu höggi. Var hún að hitta flatirnar og brautirnar vel og skilaði það sér í hring upp á 68. högg. Hún lenti aftur á móti í meiri vandræðum með lengri höggin í dag en hún þurfti í tvígang að bjarga sér með góðu innáhöggi á fyrstu þremur holunum. Fékk hún fuglafæri á 2. holu en missti það í par. Ólafía fékk fyrsta skolla sinn á fimmtu braut en því fylgdu þrjú pör í röð. Skolli á níundu holu þýddi að hún var tveimur höggum yfir pari þegar hringurinn var hálfnaður. Fór hún í þrígang í glompur á fyrstu níu holunum og þurfti að taka víti á einni en náði samt að setja niður sjö pör. Annar skolli fylgdi á tíundu holu en hún náði aðeins að laga stöðuna á tólftu holu með fyrsta fugli dagsins. Ólafía var að slá styttra af teignum heldur en fyrri tvo dagana og var ekki að finna brautirnar jafn oft og áður. Lenti hún fyrir vikið í erfiðum aðstæðum þar sem hún þurfti að bjarga parinu en hún fékk skolla á sautjándu braut eftir fjögur pör í röð þar áður. Fylgdi hún því eftir með öðrum skolla á átjándu braut, fimmta skolla dagsins, og lauk hún leik á fjórum höggum yfir pari á hringnum og alls þremur höggum undir pari. Verður áhugavert að sjá hvernig henni tekst til á lokadeginum á morgun en hún hefur þegar tryggt sér peningaverðlaun er hún komst í gegnum niðurskurðinn. Golf Mest lesið Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Körfubolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Körfubolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, kylfingur úr GR, náði sér ekki jafn vel á strik þriðja hring á Pure Silk Bahama Classic-mótinu á Bahamaeyjum í dag en Ólafía lék hringinn á 77 höggum, fjórum höggum yfir pari. Ólafía sem var í 20. sæti fyrir þriðja hring lék frábært golf í gær þar sem hún tapaði ekki einu höggi. Var hún að hitta flatirnar og brautirnar vel og skilaði það sér í hring upp á 68. högg. Hún lenti aftur á móti í meiri vandræðum með lengri höggin í dag en hún þurfti í tvígang að bjarga sér með góðu innáhöggi á fyrstu þremur holunum. Fékk hún fuglafæri á 2. holu en missti það í par. Ólafía fékk fyrsta skolla sinn á fimmtu braut en því fylgdu þrjú pör í röð. Skolli á níundu holu þýddi að hún var tveimur höggum yfir pari þegar hringurinn var hálfnaður. Fór hún í þrígang í glompur á fyrstu níu holunum og þurfti að taka víti á einni en náði samt að setja niður sjö pör. Annar skolli fylgdi á tíundu holu en hún náði aðeins að laga stöðuna á tólftu holu með fyrsta fugli dagsins. Ólafía var að slá styttra af teignum heldur en fyrri tvo dagana og var ekki að finna brautirnar jafn oft og áður. Lenti hún fyrir vikið í erfiðum aðstæðum þar sem hún þurfti að bjarga parinu en hún fékk skolla á sautjándu braut eftir fjögur pör í röð þar áður. Fylgdi hún því eftir með öðrum skolla á átjándu braut, fimmta skolla dagsins, og lauk hún leik á fjórum höggum yfir pari á hringnum og alls þremur höggum undir pari. Verður áhugavert að sjá hvernig henni tekst til á lokadeginum á morgun en hún hefur þegar tryggt sér peningaverðlaun er hún komst í gegnum niðurskurðinn.
Golf Mest lesið Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Körfubolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Körfubolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira