Erlent

May segir að Trump styðji NATO „100 prósent“

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, segir að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hafi fullvissað sig um á fundi þeirra fyrr í dag sé „100 prósent hlynntur NATO“. BBC greinir frá.

Þetta kom fram í máli May á sameiginlegum blaðamannafundi hennar og Trump eftir að fundi þeirra í Hvíta húsinu lauk fyrr í dag. May er stödd í opinberri heimsókn í Bandaríkjunum og er hún fyrsti erlendi þjóðarleiðtoginn sem heimsækir Trump eftir að hann tók við embætti fyrr í mánuðinum.

Leiðtogar Evrópuríkja hafa haft nokkrar áhyggjur af yfirlýsingum Trump um Atlantshafsbandalagið, NATO, sem er einn af hornsteinum vestrænnar samvinnu. Trump hefur sagt að bandalagið sé úrelt og að aðrar þjóðir verði að greiða meira í sameiginlega sjóði þess.

Á fundinum kom einnig fram að Trump hefði samþykkt boð Elísabetar II Englandsdrottningu um opinbera heimsókn til Bretlands síðar á árinu.

Blaðamannafundur Trump og May í heild sinni.


Tengdar fréttir

Múrinn hans Donald Trump: Um hvað snýst málið?

Bandaríkjaforseti skrifaði í vikunni undir tilskipun um að framkvæmdir skuli hefjast við byggingu ókleifs múrs á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó eins fljótt og auðið er.

Trump forseti stendur í ströngu

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ítrekar að Mexíkó verði að greiða fyrir landamæramúrinn og boðar stórtækar aðgerðir gegn innflytjendum og flóttafólki. Forseti Mexíkó hefur hætt við heimsókn til Trumps.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×