Um skáld þorps og þjóðar Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 28. janúar 2017 09:30 "Ég hef haldið upp á Jón úr Vör lengi, hann er einn af mínum eftirlætishöfundum,“ segir Aðalsteinn Ásberg. Fréttablaðið/Vilhelm Ég kafaði dálítið ofan í skáldskapinn hans Jóns úr Vör áður en heildarútgáfa ljóða hans varð að veruleika. Um hann ætla ég að fjalla,“ segir Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson, útgefandi, rithöfundur og skáld, um framlag sitt á málþingi sem haldið verður í Bókasafni Kópavogs í dag og hefst klukkan 13. Það ber yfirskriftina Jón úr Vör – skáld þorps og þjóðar. Auk Aðalsteins Ásbergs verða þau Þorsteinn frá Hamri, Hjörtur Pálsson og Fríða Ísberg þar með innlegg, Þorsteinn og Fríða með ávörp og Hjörtur fjallar um ævi skáldsins. En í upphafi dagskrár verður fimmtán mínútna heimildamynd Marteins Sigurgeirssonar um Jón sýnd. Aðalsteinn Ásberg segir ljóð Jóns úr Vör góða lesningu. Hann á heiðurinn af nýrri og glæsilegri útgáfu ljóðasafns hans í tveimur bindum. Tilefni hvors tveggja, málþingsins og útgáfunnar nú, er það að skáldið hefði orðið 100 ára 21. þessa mánaðar. „Jón úr Vör er skáld af þeirri stærðargráðu að mér fannst við hæfi að safna ljóðum hans saman í heildarútgáfu, það er ákveðinn þráður í æviverkinu og fyrri bækur hans eru orðnar sjaldséðar, jafnvel á bókasöfnum,“ segir Aðalsteinn Ásberg og heldur áfram. „Þorpið, sem kom út 1946, gerði Jón með tímanum þjóðkunnan en mér fannst mikilvægt að aðrar bækur hans stæðu ekki sífellt í skugga þess, það var meðal annars tilgangurinn með því að safna ljóðunum saman. Svo er seinni tíma verkefni að gefa út úrval.“ Lista- og menningarráð Kópavogsbæjar efnir árlega til ljóðasamkeppni undir heitinu Ljóðstafur Jóns úr Vör og eru verðlaun í þeirri keppni jafnan veitt á afmælisdegi skáldsins. Handhafi Ljóðstafsins 2017 er Ásta Fanney Sigurðardóttir. Aðgangur að málþinginu í dag er ókeypis og allir eru hjartanlega velkomnir. Með því lýkur Dögum ljóðsins í Kópavogi. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 28. janúar 2017. Menning Mest lesið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Ég kafaði dálítið ofan í skáldskapinn hans Jóns úr Vör áður en heildarútgáfa ljóða hans varð að veruleika. Um hann ætla ég að fjalla,“ segir Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson, útgefandi, rithöfundur og skáld, um framlag sitt á málþingi sem haldið verður í Bókasafni Kópavogs í dag og hefst klukkan 13. Það ber yfirskriftina Jón úr Vör – skáld þorps og þjóðar. Auk Aðalsteins Ásbergs verða þau Þorsteinn frá Hamri, Hjörtur Pálsson og Fríða Ísberg þar með innlegg, Þorsteinn og Fríða með ávörp og Hjörtur fjallar um ævi skáldsins. En í upphafi dagskrár verður fimmtán mínútna heimildamynd Marteins Sigurgeirssonar um Jón sýnd. Aðalsteinn Ásberg segir ljóð Jóns úr Vör góða lesningu. Hann á heiðurinn af nýrri og glæsilegri útgáfu ljóðasafns hans í tveimur bindum. Tilefni hvors tveggja, málþingsins og útgáfunnar nú, er það að skáldið hefði orðið 100 ára 21. þessa mánaðar. „Jón úr Vör er skáld af þeirri stærðargráðu að mér fannst við hæfi að safna ljóðum hans saman í heildarútgáfu, það er ákveðinn þráður í æviverkinu og fyrri bækur hans eru orðnar sjaldséðar, jafnvel á bókasöfnum,“ segir Aðalsteinn Ásberg og heldur áfram. „Þorpið, sem kom út 1946, gerði Jón með tímanum þjóðkunnan en mér fannst mikilvægt að aðrar bækur hans stæðu ekki sífellt í skugga þess, það var meðal annars tilgangurinn með því að safna ljóðunum saman. Svo er seinni tíma verkefni að gefa út úrval.“ Lista- og menningarráð Kópavogsbæjar efnir árlega til ljóðasamkeppni undir heitinu Ljóðstafur Jóns úr Vör og eru verðlaun í þeirri keppni jafnan veitt á afmælisdegi skáldsins. Handhafi Ljóðstafsins 2017 er Ásta Fanney Sigurðardóttir. Aðgangur að málþinginu í dag er ókeypis og allir eru hjartanlega velkomnir. Með því lýkur Dögum ljóðsins í Kópavogi. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 28. janúar 2017.
Menning Mest lesið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira