Spila, syngja og teikna Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 29. janúar 2017 09:15 Þórdís Emilía og Björney Anna með fiðlurnar sínar í Hannesarholti. Mynd/Hlaðgerður Íris Systurnar Þórdís Emilía og Björney Anna Aronsdætur voru í íslenskum búningum þegar þær spiluðu á fiðlurnar sínar í Hannesarholti síðasta sunnudag. Þar komu þær fram í upphafi söngstundar í byrjun þorra og vöktu aðdáun gesta. Þórdís Emilía er átta ára og Björney Anna sex. Hvernig kom það til að þær byrjuðu að æfa á fiðlu? Þórdís Emilía: Mamma spurði hvort okkur langaði að byrja og við sögðum bara strax já. Björney Anna: Við fórum í Suzukiskólann og erum hjá Helgu Steinunni. Ég er búin að vera í þrjú ár. Þórdís Emilía: Ég líka en við erum ekki í sama hópi. Björney Anna: Við erum í hljómsveit í Suzukiskólanum. Þórdís Emilía: Svo erum við í annarri hljómsveit í skólanum okkar, Barnaskóla Reykjavíkur. Björney Anna: Ég er líka í Stúlknakór Reykjavíkur. Þórdís var þar en hætti. Hvar fenguð þið þessa fallegu búninga sem þið eruð í? Björney Anna: Amma Dísa saumaði þá. Þórdís Emilía: Hún heitir Þórdís Gissurardóttir. Hvernig finnst ykkur skemmtilegast að leika ykkur? Björney Anna: Bara – fá vinkonur í heimsókn og fara með þeim út að leika. Þegar snjór er þá rennum við okkur, þegar sumarið er þá tínum við blóm. Þórdís Emilía: Mér finnst mest gaman að teikna. Ég er alltaf teiknandi. Pabbi er á Ítalíu núna og þekkir fólk sem á eitthvert gallerí, hann hringdi í mig og sagði að fólkið væri að bjóða mér að halda myndlistarsýningu ásamt einhverjum átta ára strák sem á heima á Ítalíu. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 28. janúar 2017. Lífið Mest lesið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Lífið Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Lífið Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart Lífið Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lífið Fleiri fréttir Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Sjá meira
Systurnar Þórdís Emilía og Björney Anna Aronsdætur voru í íslenskum búningum þegar þær spiluðu á fiðlurnar sínar í Hannesarholti síðasta sunnudag. Þar komu þær fram í upphafi söngstundar í byrjun þorra og vöktu aðdáun gesta. Þórdís Emilía er átta ára og Björney Anna sex. Hvernig kom það til að þær byrjuðu að æfa á fiðlu? Þórdís Emilía: Mamma spurði hvort okkur langaði að byrja og við sögðum bara strax já. Björney Anna: Við fórum í Suzukiskólann og erum hjá Helgu Steinunni. Ég er búin að vera í þrjú ár. Þórdís Emilía: Ég líka en við erum ekki í sama hópi. Björney Anna: Við erum í hljómsveit í Suzukiskólanum. Þórdís Emilía: Svo erum við í annarri hljómsveit í skólanum okkar, Barnaskóla Reykjavíkur. Björney Anna: Ég er líka í Stúlknakór Reykjavíkur. Þórdís var þar en hætti. Hvar fenguð þið þessa fallegu búninga sem þið eruð í? Björney Anna: Amma Dísa saumaði þá. Þórdís Emilía: Hún heitir Þórdís Gissurardóttir. Hvernig finnst ykkur skemmtilegast að leika ykkur? Björney Anna: Bara – fá vinkonur í heimsókn og fara með þeim út að leika. Þegar snjór er þá rennum við okkur, þegar sumarið er þá tínum við blóm. Þórdís Emilía: Mér finnst mest gaman að teikna. Ég er alltaf teiknandi. Pabbi er á Ítalíu núna og þekkir fólk sem á eitthvert gallerí, hann hringdi í mig og sagði að fólkið væri að bjóða mér að halda myndlistarsýningu ásamt einhverjum átta ára strák sem á heima á Ítalíu. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 28. janúar 2017.
Lífið Mest lesið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Lífið Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Lífið Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart Lífið Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lífið Fleiri fréttir Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Sjá meira