„Ólafía mun vinna mót og ég er ekki að djóka“ Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 27. janúar 2017 15:15 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir mun etja kappi við bestu kylfinga heims á LPGA-mótaröðinni í golfi í ár. Samt sem áður telja aðstandendur hennar að hún muni blanda sér í baráttu um sigur á móti í ár. Ólafía Þórunn byrjaði vel á fyrsta keppnisdegi sínum á mótaröðinni en hún spilaði á tveimur höggum undir pari á Pure Silk-mótinu á Bahamaeyjum í gær. Sjá einnig: Harður heimur fyrir Ólafíu „Það kæmi mér ekki á óvart að sjá hana á meðal tíu efstu þegar sól hækkar á lofti,“ sagði Björn Víglundsson, formaður GR, spurður hver yrði hennar besti árangur á móti í ár. Kristinn J. Gíslason, faðir Ólafíu, tekur í svipaðan streng og Derrick Moore, þjálfari hennar, væri mjög sáttur við að sjá hana á meðal tíu efstu. „En hver veit. Hún gæti alveg gert eins og á úrtökumótinu og endað í fyrsta eða öðru sæti.“ Sjá einnig: Frábær fyrsti hringur hjá Ólafíu Þórunni Alfreð Brynjar, bróðir hennar, segir engan vafa á því að hún muni vinna mót. „Það er bara spurning hvenær. Við bíðum bara eftir því. Ég ætla ekki að segja að það gerist í ár en það væri gaman. Það gerist einhvern tímann,“ sagði hann. Og Ragnhildur Sigurðardóttir er ekki í nokkrum vafa um hæfileika Ólafíu. „Ég held að hún eigi eftir að vinna mót og ég er ekki að djóka.“ Útsending frá öðrum keppnisdegi Pure Silk hefst á Golfstöðinni klukkan 16.30 en Ólafía Þórunn á rástíma klukkan 17.30. Útsending Golfstöðvarinnar stendur yfir til klukkan 19.30. Sjá einnig: Ólafía seint af stað í dag Vert er að taka fram að því miður er það ekki á valdi 365 miðla, sem sendir út Golfstöðina, að hafa rýmri útsendingartíma frá mótinu enda ákvörðun mótshaldara að senda út á þessum tíma. Golf Tengdar fréttir Ólafía Þórunn í 37. sæti eftir fyrsta keppnisdaginn á Bahamaeyjum Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er í 37. sæti eftir fyrsta hringinn á Pure Silk Bahama Classic-mótinu á Bahamaeyjum. Mótið er hluti af LPGA mótaröðinni. 26. janúar 2017 22:45 Ólafía Þórunn: Upphafshöggin voru lengri í dag en fyrir nokkrum vikum Ólafía Þórunn Kristinsdóttir gerði góða hluti á fyrsta hringnum á Pure Silk Bahama Classic-mótinu á Bahamaeyjum í dag. 26. janúar 2017 19:17 Ólafía hefði fengi milljón hefði hún endað í þessu sæti í fyrra Það eru miklir peningar í boði fyrir íslenska kylfinginn á Bahama-eyjum. 27. janúar 2017 10:00 Harður heimur fyrir Ólafíu Fólk sem stendur Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur nærri telur að hún muni halda þátttökurétti sínum á LPGA-mótaröðinni. 27. janúar 2017 11:30 Ólafía seint af stað í dag Er í sama ráshópi og í gær en er á meðal síðustu kylfinga sem ræsir út á Pure Silk mótinu á Bahama-eyjum. 27. janúar 2017 08:00 Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Enski boltinn Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Íslenski boltinn „Viljiði að einhver deyi inn á vellinum“ Sport Fleiri fréttir „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ „Ertu að horfa Donald Trump?“ Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Bandaríkin í brekku en reyna að klóra í bakkann Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Bandaríkin með bakið upp við vegg Fyrirliði Evrópu greinir frá því hvað Trump sagði við hann Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Bara einn spáði Bandaríkjunum sigri og annar vissi ekkert um Ryder-bikarinn „Keppni sem allir golfáhugamenn elska“ Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Fyrirliði Evrópu baunar á Bandaríkin: „Drifnir áfram af einhverju sem peningar geta ekki keypt“ Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Varar við áhorfendum á Ryder Cup: „Hey Rahmbo, hvar er Ozempicið?“ Bandarísku kylfingarnir gefa Ryder-launin eftir gagnrýni Gunnlaugur Árni næstefstur og verður á Golf Channel í kvöld Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Andrea tók sjötta sætið Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Eina breytingin á Ryderliðinu var að skipta um tvíbura Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir mun etja kappi við bestu kylfinga heims á LPGA-mótaröðinni í golfi í ár. Samt sem áður telja aðstandendur hennar að hún muni blanda sér í baráttu um sigur á móti í ár. Ólafía Þórunn byrjaði vel á fyrsta keppnisdegi sínum á mótaröðinni en hún spilaði á tveimur höggum undir pari á Pure Silk-mótinu á Bahamaeyjum í gær. Sjá einnig: Harður heimur fyrir Ólafíu „Það kæmi mér ekki á óvart að sjá hana á meðal tíu efstu þegar sól hækkar á lofti,“ sagði Björn Víglundsson, formaður GR, spurður hver yrði hennar besti árangur á móti í ár. Kristinn J. Gíslason, faðir Ólafíu, tekur í svipaðan streng og Derrick Moore, þjálfari hennar, væri mjög sáttur við að sjá hana á meðal tíu efstu. „En hver veit. Hún gæti alveg gert eins og á úrtökumótinu og endað í fyrsta eða öðru sæti.“ Sjá einnig: Frábær fyrsti hringur hjá Ólafíu Þórunni Alfreð Brynjar, bróðir hennar, segir engan vafa á því að hún muni vinna mót. „Það er bara spurning hvenær. Við bíðum bara eftir því. Ég ætla ekki að segja að það gerist í ár en það væri gaman. Það gerist einhvern tímann,“ sagði hann. Og Ragnhildur Sigurðardóttir er ekki í nokkrum vafa um hæfileika Ólafíu. „Ég held að hún eigi eftir að vinna mót og ég er ekki að djóka.“ Útsending frá öðrum keppnisdegi Pure Silk hefst á Golfstöðinni klukkan 16.30 en Ólafía Þórunn á rástíma klukkan 17.30. Útsending Golfstöðvarinnar stendur yfir til klukkan 19.30. Sjá einnig: Ólafía seint af stað í dag Vert er að taka fram að því miður er það ekki á valdi 365 miðla, sem sendir út Golfstöðina, að hafa rýmri útsendingartíma frá mótinu enda ákvörðun mótshaldara að senda út á þessum tíma.
Golf Tengdar fréttir Ólafía Þórunn í 37. sæti eftir fyrsta keppnisdaginn á Bahamaeyjum Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er í 37. sæti eftir fyrsta hringinn á Pure Silk Bahama Classic-mótinu á Bahamaeyjum. Mótið er hluti af LPGA mótaröðinni. 26. janúar 2017 22:45 Ólafía Þórunn: Upphafshöggin voru lengri í dag en fyrir nokkrum vikum Ólafía Þórunn Kristinsdóttir gerði góða hluti á fyrsta hringnum á Pure Silk Bahama Classic-mótinu á Bahamaeyjum í dag. 26. janúar 2017 19:17 Ólafía hefði fengi milljón hefði hún endað í þessu sæti í fyrra Það eru miklir peningar í boði fyrir íslenska kylfinginn á Bahama-eyjum. 27. janúar 2017 10:00 Harður heimur fyrir Ólafíu Fólk sem stendur Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur nærri telur að hún muni halda þátttökurétti sínum á LPGA-mótaröðinni. 27. janúar 2017 11:30 Ólafía seint af stað í dag Er í sama ráshópi og í gær en er á meðal síðustu kylfinga sem ræsir út á Pure Silk mótinu á Bahama-eyjum. 27. janúar 2017 08:00 Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Enski boltinn Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Íslenski boltinn „Viljiði að einhver deyi inn á vellinum“ Sport Fleiri fréttir „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ „Ertu að horfa Donald Trump?“ Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Bandaríkin í brekku en reyna að klóra í bakkann Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Bandaríkin með bakið upp við vegg Fyrirliði Evrópu greinir frá því hvað Trump sagði við hann Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Bara einn spáði Bandaríkjunum sigri og annar vissi ekkert um Ryder-bikarinn „Keppni sem allir golfáhugamenn elska“ Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Fyrirliði Evrópu baunar á Bandaríkin: „Drifnir áfram af einhverju sem peningar geta ekki keypt“ Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Varar við áhorfendum á Ryder Cup: „Hey Rahmbo, hvar er Ozempicið?“ Bandarísku kylfingarnir gefa Ryder-launin eftir gagnrýni Gunnlaugur Árni næstefstur og verður á Golf Channel í kvöld Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Andrea tók sjötta sætið Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Eina breytingin á Ryderliðinu var að skipta um tvíbura Sjá meira
Ólafía Þórunn í 37. sæti eftir fyrsta keppnisdaginn á Bahamaeyjum Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er í 37. sæti eftir fyrsta hringinn á Pure Silk Bahama Classic-mótinu á Bahamaeyjum. Mótið er hluti af LPGA mótaröðinni. 26. janúar 2017 22:45
Ólafía Þórunn: Upphafshöggin voru lengri í dag en fyrir nokkrum vikum Ólafía Þórunn Kristinsdóttir gerði góða hluti á fyrsta hringnum á Pure Silk Bahama Classic-mótinu á Bahamaeyjum í dag. 26. janúar 2017 19:17
Ólafía hefði fengi milljón hefði hún endað í þessu sæti í fyrra Það eru miklir peningar í boði fyrir íslenska kylfinginn á Bahama-eyjum. 27. janúar 2017 10:00
Harður heimur fyrir Ólafíu Fólk sem stendur Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur nærri telur að hún muni halda þátttökurétti sínum á LPGA-mótaröðinni. 27. janúar 2017 11:30
Ólafía seint af stað í dag Er í sama ráshópi og í gær en er á meðal síðustu kylfinga sem ræsir út á Pure Silk mótinu á Bahama-eyjum. 27. janúar 2017 08:00