Farið yfir líkur La La Land á að slá Óskarsmetið Birgir Olgeirsson skrifar 27. janúar 2017 12:15 Ryan Gosling og Emma Stone í La La Land. IMDB.com Kvikmyndin La La Land sló met þegar hún hlaut sjö Golden Globe-verðlaun fyrr í mánuðinum. Myndin er tilnefnd til fjórtán Óskarsverðlauna og jafnaði þar með met kvikmyndanna Titanic og All About Eve þegar kemur að fjölda tilnefninga. Nú velta menn því fyrir sér hvort myndin eigi möguleika á því að slá met þegar kemur að fjölda Óskarsverðlauna sem kvikmyndirnar Ben-Hur, Titanic og The Lord of the Rings: The Return of the King deila. Þessar þrjár myndir unnu til ellefu verðlauna og því spurning hvort La La Land nái að fara yfir það.Myndin er tilnefnd í eftirfarandi flokkum:Mynd ársinsLeikari í aðalhlutverki (Ryan Gosling)Leikkona í aðalhlutverki (Emma Stone)Leikstjóri (Damien Chazelle)Frumsamið handriti (Damien Chazelle)KvikmyndatakaKvikmyndaklippingListræn stjórnunBúningahönnunLag fyrir kvikmynd ( City of Stars og Audition (The Fools Who Dream))KvikmyndatónlistHljóðblöndun Hljóðklipping Kristopher Tapley, sem sér um verðlaunahátíðaumfjöllun bandaríska tímaritsins Variety, fer yfir möguleika myndarinnar á að slá þetta met en segir baráttuna harða í nokkrum flokkum.Það er talin skynsamlega ákvörðun að veðja á Emmu Stone í flokknum besta leikkonan í aðalhlutverki.IMDBTalin eiga verðlaun vís í nokkrum flokkum Tapley segir að á þessari stundu sé nokkuð ljóst að La La Land leiði kapphlaupið þegar kemur að Óskarsverðlaun fyrir bestu myndina og besta leikstjórann, en Damien Chazelle er leikstjóri La La Land. Hann segir leikkonurnar Isabelle Huppert og Natalie Portman hafa leitt kapphlaupið um bestu leikkonuna í aðalhlutverki á verðlaunahátíðum gagnrýnenda fyrir leik sinn í kvikmyndunum Elle og Jackie. Hann segir hins vegar skynsamlegast að veðja á að Emma Stone muni hreppa Óskarsverðlaunin í flokknum besta leikkona í aðalhlutverki fyrir leik sinn í La La Land. Kapley tekur þó fram að hann sé reiðubúinn að skipta um skoðun ef hún vinnur ekki til verðlauna á Screen Actors Guild-verðlaunahátíðinni á sunnudag. Hann segir gefið að myndin muni hljóta verðlaun í flokki bestu tónlistar í kvikmynd. Þá hlaut La La Land tvær tilnefningar þegar kemur að besta frumsamda laginu í kvikmynd. Það eru lögin Audtition (The Fools Who Dream) og City of Stars.Tvær tilnefningar í sama flokki gætu flækt málið Tapley segir fátt geta komið í veg fyrir að myndin muni hreppa verðlaun í þessum flokki, nema að þessar tvær tilnefningar geri það að verkum að atkvæðin dreifist á lögin tvö og Lin-Manuel Miranda muni hreppa verðlaunin fyrir lagið How Far I´ll Go úr myndinni Moana. Þá telur Tapley nokkuð öruggt að söngvamynd á borð við La La Land sem hefur fengið svona gríðarlega athygli muni hirða verðlaunin þegar kemur að hljóðblöndun. Þar með væri myndin komin með sex Óskarsverðlaun. Hann segir fáar myndir ógna La La Land þegar kemur að kvikmyndatöku, búningahönnun og listrænni stjórnun. Þar með væri myndin komin með níu Óskarsverðlaun. Tapley segir möguleika á því að kvikmyndin Arrival muni hreppa verðlaunin í flokki kvikmyndaklippingar. „En það er erfitt að búast ekki við því að vinsæl söngvamynd muni ekki hreppa verðlaunin í þeim flokki,“ skrifar Tapley og bókar þar með tíu verðlaun á La La Land.Casey Affleck með Golden Globe-verðlaun fyrir leik í Manchester by the Sea.Vísir/EPAFær harða samkeppni frá Casey Affleck Hann segir baráttuna harða þegar kemur að flokki leikara í aðalhlutverki. Ryan Gosling fer með aðalkarlhlutverkið í La La Land en Tapley telur að hann muni fá virkilega harða samkeppni frá Casey Affleck fyrir hlutverk hans í Manchester by the Sea. Báðir unnu þeir til verðlauna fyrir leik sinn á Golden Globe-verðlaunahátíðinni. Gosling fyrir leik í söngva- eða gamanmynd og Affleck fyrir leik í drama-kvikmynd. Líkur eru á að Óskarsverðlaun í flokki bestu hljóðklippingar geti farið til Hacksaw Ridge og að Manchester by the Sea muni hreppa verðlaun þegar kemur að flokknum besta frumsamda kvikmyndahandritið, en myndin hreppti verðlaun í þeim flokki á Golden Globe-verðlaunahátíðinni. Það gæti því reynst myndinni erfitt verk að jafna metið, 11 Óskarsverðlaun, og hvað þá að slá það á Óskarsverðlaunahátíðinni 26. febrúar næstkomandi. En það er ýmislegt annað í gangi á þessari Óskarsverðlaunahátíð en La La Land.Til að mynda er Meryl Streep tilnefnd sem besta leikkonan í aðalhlutverki í myndinni Florence Foster Jenkins. Þetta er í tuttugasta skiptið sem hún er tilnefnd til Óskarsverðlauna en enginn leikari hefur verið tilnefndur jafn oft. Hún var fyrst tilnefnd fyrir hlutverk sitt í The Deer Hunter sem kom út árið 1978. Hún hefur þrisvar sinnum unnið til Óskarsverðlauna. Fyrst var það árið 1980 fyrir aukahlutverk í Kramer vs. Kramer, svo 1983 fyrir aðalhlutverk í Sophie´s Choice og síðast árið 2011 fyrir aðalhlutver í The Iron Lady.Heimildarmyndin O.J.: Made in America er 7 klukkustundir og 47 mínútur að lengd og því lengsta mynd allra tíma til að vera tilnefnd til Óskarsverðlauna.Ástralska myndin Tanna er tilnefnd í flokknum besta erlenda kvikmyndin og í fyrsta sinn sem áströlsk mynd er tilnefnd í þeim flokki.Teiknimyndin Kubo and the Two Strings er önnur teiknimyndin í fullri lengd sem er tilnefnd fyrir bestu tæknibrellurnar. Sú fyrsta var The Nightmare Befora Christmas sem kom út árið 1993 en tapaði fyrir Jurassic Park.Thomas Newman er tilnefndur fyrir bestu tónlist í kvikmynd sem er hans fjórtánda tilnefning. Hann er af Newman-ættinni (Alfred, Lionel, Emil, Thomas, David og Randy) sem hefur þar með hlotið 90 tilnefningar í heildina. Thomas Newman hefur aldrei unnið Óskar og því það tónskáld sem er á lífi í dag sem hefur hlotið flestar tilnefningar án þess að hljóta verðlaun.Joi McMillon, sem klippti kvikmyndina Moonlight með Nat Sanders, er fyrsta svarta konan í sögu Óskarsverðlaunanna til að hljóta tilnefningu í flokki kvikmyndaklippingar.Ef hann vinnur Óskarsverðlaun í flokknum besti leikstjórinn verður Damien Chazelle yngsti leikstjórinn til að hljóta þau verðlaun, 32 ára. Hann er þó ekki yngsti leikstjórinn til að hljóta tilnefningu. Það var John Singleton sem var aðeins 24 ára þegar hann var tilnefndur sem besti leikstjórinn fyrir myndina Boyz n the Hood árið 1991. Hann vann þó ekki til verðlauna þá heldur var það Jonathan demme fyrir The Silence of the Lambs. Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Stjörnurnar táruðust þegar Meryl Streep hélt tilfinningaþrungna ræðu á Golden Globe Söngleikjamyndin La La Land kom sá og sigraði á Golden Globes hátíðinni sem fram fór í nótt. 9. janúar 2017 10:15 Óskarinn 2017: La La Land fékk 14 tilnefningar og jafnaði met Titanic Kvikmyndin La La Land fékk 14 tilnefningar til Óskarsverðlauna fyrr í dag en þetta var tilkynnt í hádeginu á íslenskum tíma. 24. janúar 2017 14:30 La La Land fékk sjö verðlaun og sló met Enginn fengið fleiri verðlaun á einu bretti á Golden Globes hátíðinni en söngleikjamyndin La La Land. 9. janúar 2017 08:04 Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fleiri fréttir Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Kvikmyndin La La Land sló met þegar hún hlaut sjö Golden Globe-verðlaun fyrr í mánuðinum. Myndin er tilnefnd til fjórtán Óskarsverðlauna og jafnaði þar með met kvikmyndanna Titanic og All About Eve þegar kemur að fjölda tilnefninga. Nú velta menn því fyrir sér hvort myndin eigi möguleika á því að slá met þegar kemur að fjölda Óskarsverðlauna sem kvikmyndirnar Ben-Hur, Titanic og The Lord of the Rings: The Return of the King deila. Þessar þrjár myndir unnu til ellefu verðlauna og því spurning hvort La La Land nái að fara yfir það.Myndin er tilnefnd í eftirfarandi flokkum:Mynd ársinsLeikari í aðalhlutverki (Ryan Gosling)Leikkona í aðalhlutverki (Emma Stone)Leikstjóri (Damien Chazelle)Frumsamið handriti (Damien Chazelle)KvikmyndatakaKvikmyndaklippingListræn stjórnunBúningahönnunLag fyrir kvikmynd ( City of Stars og Audition (The Fools Who Dream))KvikmyndatónlistHljóðblöndun Hljóðklipping Kristopher Tapley, sem sér um verðlaunahátíðaumfjöllun bandaríska tímaritsins Variety, fer yfir möguleika myndarinnar á að slá þetta met en segir baráttuna harða í nokkrum flokkum.Það er talin skynsamlega ákvörðun að veðja á Emmu Stone í flokknum besta leikkonan í aðalhlutverki.IMDBTalin eiga verðlaun vís í nokkrum flokkum Tapley segir að á þessari stundu sé nokkuð ljóst að La La Land leiði kapphlaupið þegar kemur að Óskarsverðlaun fyrir bestu myndina og besta leikstjórann, en Damien Chazelle er leikstjóri La La Land. Hann segir leikkonurnar Isabelle Huppert og Natalie Portman hafa leitt kapphlaupið um bestu leikkonuna í aðalhlutverki á verðlaunahátíðum gagnrýnenda fyrir leik sinn í kvikmyndunum Elle og Jackie. Hann segir hins vegar skynsamlegast að veðja á að Emma Stone muni hreppa Óskarsverðlaunin í flokknum besta leikkona í aðalhlutverki fyrir leik sinn í La La Land. Kapley tekur þó fram að hann sé reiðubúinn að skipta um skoðun ef hún vinnur ekki til verðlauna á Screen Actors Guild-verðlaunahátíðinni á sunnudag. Hann segir gefið að myndin muni hljóta verðlaun í flokki bestu tónlistar í kvikmynd. Þá hlaut La La Land tvær tilnefningar þegar kemur að besta frumsamda laginu í kvikmynd. Það eru lögin Audtition (The Fools Who Dream) og City of Stars.Tvær tilnefningar í sama flokki gætu flækt málið Tapley segir fátt geta komið í veg fyrir að myndin muni hreppa verðlaun í þessum flokki, nema að þessar tvær tilnefningar geri það að verkum að atkvæðin dreifist á lögin tvö og Lin-Manuel Miranda muni hreppa verðlaunin fyrir lagið How Far I´ll Go úr myndinni Moana. Þá telur Tapley nokkuð öruggt að söngvamynd á borð við La La Land sem hefur fengið svona gríðarlega athygli muni hirða verðlaunin þegar kemur að hljóðblöndun. Þar með væri myndin komin með sex Óskarsverðlaun. Hann segir fáar myndir ógna La La Land þegar kemur að kvikmyndatöku, búningahönnun og listrænni stjórnun. Þar með væri myndin komin með níu Óskarsverðlaun. Tapley segir möguleika á því að kvikmyndin Arrival muni hreppa verðlaunin í flokki kvikmyndaklippingar. „En það er erfitt að búast ekki við því að vinsæl söngvamynd muni ekki hreppa verðlaunin í þeim flokki,“ skrifar Tapley og bókar þar með tíu verðlaun á La La Land.Casey Affleck með Golden Globe-verðlaun fyrir leik í Manchester by the Sea.Vísir/EPAFær harða samkeppni frá Casey Affleck Hann segir baráttuna harða þegar kemur að flokki leikara í aðalhlutverki. Ryan Gosling fer með aðalkarlhlutverkið í La La Land en Tapley telur að hann muni fá virkilega harða samkeppni frá Casey Affleck fyrir hlutverk hans í Manchester by the Sea. Báðir unnu þeir til verðlauna fyrir leik sinn á Golden Globe-verðlaunahátíðinni. Gosling fyrir leik í söngva- eða gamanmynd og Affleck fyrir leik í drama-kvikmynd. Líkur eru á að Óskarsverðlaun í flokki bestu hljóðklippingar geti farið til Hacksaw Ridge og að Manchester by the Sea muni hreppa verðlaun þegar kemur að flokknum besta frumsamda kvikmyndahandritið, en myndin hreppti verðlaun í þeim flokki á Golden Globe-verðlaunahátíðinni. Það gæti því reynst myndinni erfitt verk að jafna metið, 11 Óskarsverðlaun, og hvað þá að slá það á Óskarsverðlaunahátíðinni 26. febrúar næstkomandi. En það er ýmislegt annað í gangi á þessari Óskarsverðlaunahátíð en La La Land.Til að mynda er Meryl Streep tilnefnd sem besta leikkonan í aðalhlutverki í myndinni Florence Foster Jenkins. Þetta er í tuttugasta skiptið sem hún er tilnefnd til Óskarsverðlauna en enginn leikari hefur verið tilnefndur jafn oft. Hún var fyrst tilnefnd fyrir hlutverk sitt í The Deer Hunter sem kom út árið 1978. Hún hefur þrisvar sinnum unnið til Óskarsverðlauna. Fyrst var það árið 1980 fyrir aukahlutverk í Kramer vs. Kramer, svo 1983 fyrir aðalhlutverk í Sophie´s Choice og síðast árið 2011 fyrir aðalhlutver í The Iron Lady.Heimildarmyndin O.J.: Made in America er 7 klukkustundir og 47 mínútur að lengd og því lengsta mynd allra tíma til að vera tilnefnd til Óskarsverðlauna.Ástralska myndin Tanna er tilnefnd í flokknum besta erlenda kvikmyndin og í fyrsta sinn sem áströlsk mynd er tilnefnd í þeim flokki.Teiknimyndin Kubo and the Two Strings er önnur teiknimyndin í fullri lengd sem er tilnefnd fyrir bestu tæknibrellurnar. Sú fyrsta var The Nightmare Befora Christmas sem kom út árið 1993 en tapaði fyrir Jurassic Park.Thomas Newman er tilnefndur fyrir bestu tónlist í kvikmynd sem er hans fjórtánda tilnefning. Hann er af Newman-ættinni (Alfred, Lionel, Emil, Thomas, David og Randy) sem hefur þar með hlotið 90 tilnefningar í heildina. Thomas Newman hefur aldrei unnið Óskar og því það tónskáld sem er á lífi í dag sem hefur hlotið flestar tilnefningar án þess að hljóta verðlaun.Joi McMillon, sem klippti kvikmyndina Moonlight með Nat Sanders, er fyrsta svarta konan í sögu Óskarsverðlaunanna til að hljóta tilnefningu í flokki kvikmyndaklippingar.Ef hann vinnur Óskarsverðlaun í flokknum besti leikstjórinn verður Damien Chazelle yngsti leikstjórinn til að hljóta þau verðlaun, 32 ára. Hann er þó ekki yngsti leikstjórinn til að hljóta tilnefningu. Það var John Singleton sem var aðeins 24 ára þegar hann var tilnefndur sem besti leikstjórinn fyrir myndina Boyz n the Hood árið 1991. Hann vann þó ekki til verðlauna þá heldur var það Jonathan demme fyrir The Silence of the Lambs.
Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Stjörnurnar táruðust þegar Meryl Streep hélt tilfinningaþrungna ræðu á Golden Globe Söngleikjamyndin La La Land kom sá og sigraði á Golden Globes hátíðinni sem fram fór í nótt. 9. janúar 2017 10:15 Óskarinn 2017: La La Land fékk 14 tilnefningar og jafnaði met Titanic Kvikmyndin La La Land fékk 14 tilnefningar til Óskarsverðlauna fyrr í dag en þetta var tilkynnt í hádeginu á íslenskum tíma. 24. janúar 2017 14:30 La La Land fékk sjö verðlaun og sló met Enginn fengið fleiri verðlaun á einu bretti á Golden Globes hátíðinni en söngleikjamyndin La La Land. 9. janúar 2017 08:04 Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fleiri fréttir Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Stjörnurnar táruðust þegar Meryl Streep hélt tilfinningaþrungna ræðu á Golden Globe Söngleikjamyndin La La Land kom sá og sigraði á Golden Globes hátíðinni sem fram fór í nótt. 9. janúar 2017 10:15
Óskarinn 2017: La La Land fékk 14 tilnefningar og jafnaði met Titanic Kvikmyndin La La Land fékk 14 tilnefningar til Óskarsverðlauna fyrr í dag en þetta var tilkynnt í hádeginu á íslenskum tíma. 24. janúar 2017 14:30
La La Land fékk sjö verðlaun og sló met Enginn fengið fleiri verðlaun á einu bretti á Golden Globes hátíðinni en söngleikjamyndin La La Land. 9. janúar 2017 08:04