Land Rover Discovery Sport dregur 3 lestarvagna Finnur Thorlacius skrifar 27. janúar 2017 10:45 Land Rover Discovery Sport dregur hér þrjá járnbrautarvagna sem vega samtals 108 tonn, sem er sextugföld eigin þyngd hans. Vagnanir eru álíka þungir og Boeing-757 þota. Land Rover Discovery Sport er búinn fullkomnum tölvustýrðum drifbúnaði ásamt öflugri Ingenium dísilvél, enda er Discovery Sport handhafi eftirsóttustu „dráttarverðlaunanna“ í Bretlandi, the Tow Car Awards. Drátturinn fór fram sl. sumar í Sviss og dró jeppinn vagnana 10 km leið um Rínarhéraðið. Enda þótt Land Rover Disvovery Sport sé gefinn upp fyrir 2,5 tonna dráttargetu lauk hann þrekrauninni með sæmd enda búinn ýmsum tæknilausnum, svo sem 180 hestafla dísilvél með 430 Nm togkrafti, tölvukerfi sem bregst við mismunandi aðstæðum, svo sem undirlagi (Terrain Response og All Terrain Progress Control) auk dráttarhjálpar (Tow Assist og Tow Hitch Assist). Tæknibúnaðurinn vinnur saman og tölvukerfið sér um að samhæfa virkni kerfanna með tilliti til aðstæðna hverju sinni, svo sem úrtaki vélarafls og hemlaafl. Tæknilausnir Land Rover áttu án efa stóran þátt í því að Land Rover Disvovery Sport hlaut verðlaunin „Tow Car Awards“ í Bretlandi í þyngdarflokknum 1,700-1,899 kg þar sem Land Rover Discovery var við sama tækifæri sæmdur titlinum Dráttarbíll áratugarins „Tow Car of the Decade“. Dráttur Land Rover Disvovery Sport á lestarvögnunum var skipulagður af tæknisérfræðingum Jaguar Land Rover til að sýna á ótvíræðan hátt afl og tæknigetu bílsins og minnir sýningin nokkuð á sambærilegt tilefni sem efnt var til 1989 þegar Discovery I kom á markað. Sjá má dráttinn á lestunum í Sviss í myndskeiði hér að ofan. Bílar video Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Erlent
Land Rover Discovery Sport dregur hér þrjá járnbrautarvagna sem vega samtals 108 tonn, sem er sextugföld eigin þyngd hans. Vagnanir eru álíka þungir og Boeing-757 þota. Land Rover Discovery Sport er búinn fullkomnum tölvustýrðum drifbúnaði ásamt öflugri Ingenium dísilvél, enda er Discovery Sport handhafi eftirsóttustu „dráttarverðlaunanna“ í Bretlandi, the Tow Car Awards. Drátturinn fór fram sl. sumar í Sviss og dró jeppinn vagnana 10 km leið um Rínarhéraðið. Enda þótt Land Rover Disvovery Sport sé gefinn upp fyrir 2,5 tonna dráttargetu lauk hann þrekrauninni með sæmd enda búinn ýmsum tæknilausnum, svo sem 180 hestafla dísilvél með 430 Nm togkrafti, tölvukerfi sem bregst við mismunandi aðstæðum, svo sem undirlagi (Terrain Response og All Terrain Progress Control) auk dráttarhjálpar (Tow Assist og Tow Hitch Assist). Tæknibúnaðurinn vinnur saman og tölvukerfið sér um að samhæfa virkni kerfanna með tilliti til aðstæðna hverju sinni, svo sem úrtaki vélarafls og hemlaafl. Tæknilausnir Land Rover áttu án efa stóran þátt í því að Land Rover Disvovery Sport hlaut verðlaunin „Tow Car Awards“ í Bretlandi í þyngdarflokknum 1,700-1,899 kg þar sem Land Rover Discovery var við sama tækifæri sæmdur titlinum Dráttarbíll áratugarins „Tow Car of the Decade“. Dráttur Land Rover Disvovery Sport á lestarvögnunum var skipulagður af tæknisérfræðingum Jaguar Land Rover til að sýna á ótvíræðan hátt afl og tæknigetu bílsins og minnir sýningin nokkuð á sambærilegt tilefni sem efnt var til 1989 þegar Discovery I kom á markað. Sjá má dráttinn á lestunum í Sviss í myndskeiði hér að ofan.
Bílar video Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Erlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent