Versta byrjun Tiger á ferlinum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 27. janúar 2017 08:30 Tiger Woods á vellinum í gær. Vísir/Getty Tiger Woods náði sér ekki á strik á fyrsta keppnisdegi Farmers Insurance-mótsins á PGA-mótaröðinni í gær. Woods er að koma sér aftur af stað eftir langvarandi meiðsli og spilaði á 76 höggum, fjórum höggum yfir pari vallarins. Hann hefur aldrei byrjað tímabil á PGA-mótaröðinni verr en fyrir tveimur árum hóf hann leik á 73 höggum á fyrsta sínu það árið. Woods var á einum undir pari eftir ellefu holur en lenti í basli á seinni níu holunum. Þá fékk hann þrjá skolla í röð, þann fyrsta á 12. holu, og svo tvöfaldan skolla á fimmtándu holu. Til að bæta gráu á svart þá kom enn einn skollinn á sautjándu holu. „Ég barðist eins og ég gat í dag,“ sagði Woods. „Þetta rann út í sandinn hjá mér á seinni níu og því miður hitti ég illa. En ég reyndi hvað ég gat og var í ágætri stöðu til að ná góðum hring. En ég kláraði hringinn og það er eitt af því jákvæða sem gerðist í dag.“ Woods er nú ellefu höggum á eftir fremsta manni, Englendingnum Justin Rose sem spilaði á sjö höggum undir pari í gær. Sýnt verður beint frá Farmers Insurance mótinu á Golfstöðinni og hefst útsending klukkan 20.00. Golf Mest lesið Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Girti niður um liðsfélagann í markafagni Enski boltinn Snoop Dogg ráðinn þjálfari fyrir Vetrarólympíuleikana Sport Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Fótbolti Stjörnur HM teknar að hætti Audda Blö Sport „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ Handbolti Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Tiger Woods náði sér ekki á strik á fyrsta keppnisdegi Farmers Insurance-mótsins á PGA-mótaröðinni í gær. Woods er að koma sér aftur af stað eftir langvarandi meiðsli og spilaði á 76 höggum, fjórum höggum yfir pari vallarins. Hann hefur aldrei byrjað tímabil á PGA-mótaröðinni verr en fyrir tveimur árum hóf hann leik á 73 höggum á fyrsta sínu það árið. Woods var á einum undir pari eftir ellefu holur en lenti í basli á seinni níu holunum. Þá fékk hann þrjá skolla í röð, þann fyrsta á 12. holu, og svo tvöfaldan skolla á fimmtándu holu. Til að bæta gráu á svart þá kom enn einn skollinn á sautjándu holu. „Ég barðist eins og ég gat í dag,“ sagði Woods. „Þetta rann út í sandinn hjá mér á seinni níu og því miður hitti ég illa. En ég reyndi hvað ég gat og var í ágætri stöðu til að ná góðum hring. En ég kláraði hringinn og það er eitt af því jákvæða sem gerðist í dag.“ Woods er nú ellefu höggum á eftir fremsta manni, Englendingnum Justin Rose sem spilaði á sjö höggum undir pari í gær. Sýnt verður beint frá Farmers Insurance mótinu á Golfstöðinni og hefst útsending klukkan 20.00.
Golf Mest lesið Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Girti niður um liðsfélagann í markafagni Enski boltinn Snoop Dogg ráðinn þjálfari fyrir Vetrarólympíuleikana Sport Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Fótbolti Stjörnur HM teknar að hætti Audda Blö Sport „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ Handbolti Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira