Ólafía Þórunn sveiflandi kát í íslensku roki á Bahama | Myndir Tómas Þór Þórðarson skrifar 24. janúar 2017 22:45 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir vinnur úr sandinum á Bahamaeyjum. mynd/gsí-seth Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, hefur leik fyrst íslenskra kvenna á LPGA-mótaröðinni á fimmtudaginn en fyrsta mótið fer fram í paradís á Bahamaeyjum. Nánast allir bestu kylfingar heims eru mættir til leiks en fram kemur í frétt golf.is að veðurspáin sé fín fyrir næstu daga. Hitastigið verður um 25 gráður en einhver vindur er í kortunum. „Keppnisvöllurinn er fínn og verður án efa erfitt að skora hann ef veðrið verður eins og það hefur verið á undanförnum dögum,“ sagði Ólafía Þórunn við golf.is á Bahamas en hún var þá nýbúin að leika níu holur. „Það var alveg „íslenskt“ rok hérna í gær og dag. Það verður erfitt að eiga við völlinn ef vindurinn verður sterkur áfram. Ef vindurinn verður ekki til staðar þá á að vera hægt að skora vel á þessum frábæra velli,“ sagði Ólafía Þórunn. Það virðist vera ótrúlega létt fyrir Ólafíu eins og sést á Instagram-færslu hennar frá því í kvöld en þar stillir hún sér upp með myndavél ásamt tveimur íslenskum fréttamönnum. Pure Silk Bahamas LPGA Classic-mótið sem Ólafía er að fara að þreyta frumraun sína á verður í beinni á Golfstöðinni. Útsending frá fysta hring hefst klukkan 16.30 á fimmtudaginn. Hér að neðan má sjá nokkrar glæsilegar myndir sem Sigurður Elvar Þórólfson, starfsmaður GSÍ og fréttamaður, tók af Ólafíu á Bahamaeyjum í dag.mynd/gsí-sethmynd/gsí-sethmynd/gsí-sethmynd/gsí-sethmynd/gsí-seth The crew has arrived! All the way from Iceland #PureSilkBahamas @puresilkbahamaslpga A photo posted by Ólafía Kristinsdóttir (@olafiakri) on Jan 24, 2017 at 12:04pm PST Golf Mest lesið Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Járnkona sundsins kveður Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu Körfubolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Fleiri fréttir Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, hefur leik fyrst íslenskra kvenna á LPGA-mótaröðinni á fimmtudaginn en fyrsta mótið fer fram í paradís á Bahamaeyjum. Nánast allir bestu kylfingar heims eru mættir til leiks en fram kemur í frétt golf.is að veðurspáin sé fín fyrir næstu daga. Hitastigið verður um 25 gráður en einhver vindur er í kortunum. „Keppnisvöllurinn er fínn og verður án efa erfitt að skora hann ef veðrið verður eins og það hefur verið á undanförnum dögum,“ sagði Ólafía Þórunn við golf.is á Bahamas en hún var þá nýbúin að leika níu holur. „Það var alveg „íslenskt“ rok hérna í gær og dag. Það verður erfitt að eiga við völlinn ef vindurinn verður sterkur áfram. Ef vindurinn verður ekki til staðar þá á að vera hægt að skora vel á þessum frábæra velli,“ sagði Ólafía Þórunn. Það virðist vera ótrúlega létt fyrir Ólafíu eins og sést á Instagram-færslu hennar frá því í kvöld en þar stillir hún sér upp með myndavél ásamt tveimur íslenskum fréttamönnum. Pure Silk Bahamas LPGA Classic-mótið sem Ólafía er að fara að þreyta frumraun sína á verður í beinni á Golfstöðinni. Útsending frá fysta hring hefst klukkan 16.30 á fimmtudaginn. Hér að neðan má sjá nokkrar glæsilegar myndir sem Sigurður Elvar Þórólfson, starfsmaður GSÍ og fréttamaður, tók af Ólafíu á Bahamaeyjum í dag.mynd/gsí-sethmynd/gsí-sethmynd/gsí-sethmynd/gsí-sethmynd/gsí-seth The crew has arrived! All the way from Iceland #PureSilkBahamas @puresilkbahamaslpga A photo posted by Ólafía Kristinsdóttir (@olafiakri) on Jan 24, 2017 at 12:04pm PST
Golf Mest lesið Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Járnkona sundsins kveður Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu Körfubolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Fleiri fréttir Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira