Í minningu Birnu Jóna Hrönn Bolladóttir skrifar 25. janúar 2017 07:00 Síðustu dagar hafa verið hjúpaðir sorg og flóknum tilfinningum. Flest hefur vikið til hliðar en landsmenn verið með allan hugann við afdrif Birnu og líðan fólksins hennar. Ég gæti t.d. trúað að fleiri en ég vissu lítið sem ekkert um fyrstu verk nýrrar ríkisstjórnar. Allt í einu var líka annað viðhorf þegar við horfðum á leiki strákanna okkar á HM. Við horfðum á handboltann með öðrum augum, þakklát að sjá þetta unga lið sem á framtíðina fyrir sér og sigur eða tap varð ekki stóra málið. Skyndilega særði kvenfyrirlitning Trumps Bandaríkjaforseta okkur líka með alveg nýjum hætti. Tölum um tilfinningar. Fyrst þarf að segja að tilfinningar eru hvorki réttar eða rangar. Sumar eru velkomnar en aðrar finnast okkur varhugaverðar. Samt er mikilvægt að skoða þær allar með umhyggju og hafna þeim ekki. Reiði er t.d. tilfinning sem oft fylgir sorg, ekki síst þegar áföll ber að með hræðilegum hætti. Við eigum ekki að skammast okkar fyrir að vera reið því þá missum við af því sem reiðin þarf að segja okkur. Reiði er alltaf viðbrögð við ótta, og þótt reiðin sé ekki endilega skynsöm þegar hún tjáir sig er ekki víst að óttinn sé ástæðulaus. Við erum mörg reið vegna þess að ráðist hefur verið á varnarlausa manneskju og hrifsað af henni lífið og fólkið hennar og samfélagið allt varð fyrir tjóni sem aldrei verður bætt. Þess vegna erum við óttaslegin, við þurfum að taka ábyrgð á reiði okkar og nota kraft hennar til uppbyggingar. Með dýrkeyptum hætti hefur íslensk þjóð verið minnt á hvað skiptir raunverulegu máli; börnin okkar og afdrif þeirra. Guð blessi minningu Birnu Brjánsdóttur og allra annarra sem hrifsuð hafa verið frá okkur í blóma lífsins.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóna Hrönn Bolladóttir Mest lesið Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun
Síðustu dagar hafa verið hjúpaðir sorg og flóknum tilfinningum. Flest hefur vikið til hliðar en landsmenn verið með allan hugann við afdrif Birnu og líðan fólksins hennar. Ég gæti t.d. trúað að fleiri en ég vissu lítið sem ekkert um fyrstu verk nýrrar ríkisstjórnar. Allt í einu var líka annað viðhorf þegar við horfðum á leiki strákanna okkar á HM. Við horfðum á handboltann með öðrum augum, þakklát að sjá þetta unga lið sem á framtíðina fyrir sér og sigur eða tap varð ekki stóra málið. Skyndilega særði kvenfyrirlitning Trumps Bandaríkjaforseta okkur líka með alveg nýjum hætti. Tölum um tilfinningar. Fyrst þarf að segja að tilfinningar eru hvorki réttar eða rangar. Sumar eru velkomnar en aðrar finnast okkur varhugaverðar. Samt er mikilvægt að skoða þær allar með umhyggju og hafna þeim ekki. Reiði er t.d. tilfinning sem oft fylgir sorg, ekki síst þegar áföll ber að með hræðilegum hætti. Við eigum ekki að skammast okkar fyrir að vera reið því þá missum við af því sem reiðin þarf að segja okkur. Reiði er alltaf viðbrögð við ótta, og þótt reiðin sé ekki endilega skynsöm þegar hún tjáir sig er ekki víst að óttinn sé ástæðulaus. Við erum mörg reið vegna þess að ráðist hefur verið á varnarlausa manneskju og hrifsað af henni lífið og fólkið hennar og samfélagið allt varð fyrir tjóni sem aldrei verður bætt. Þess vegna erum við óttaslegin, við þurfum að taka ábyrgð á reiði okkar og nota kraft hennar til uppbyggingar. Með dýrkeyptum hætti hefur íslensk þjóð verið minnt á hvað skiptir raunverulegu máli; börnin okkar og afdrif þeirra. Guð blessi minningu Birnu Brjánsdóttur og allra annarra sem hrifsuð hafa verið frá okkur í blóma lífsins.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun