Ferrari Eric Clapton til sölu Finnur Thorlacius skrifar 23. janúar 2017 16:18 Ferrari F40, áður í eigu Eric Clapton. Ferrari F40 bíll sem áður var í eigu Eric Clapton er nú til sölu, en tónlistargoðið átti þennan bíl á árunum 2000 til 2003. Hann hefur síðan verið í eigu þess sem keypti hann af Clapton, en sá ætlar aðeins að fækka í bílskúrnum og biður aðeins um 1,1 milljón dollara fyrir bílinn, eða 125 milljónir króna. Það telst almennt ekki hátt verð fyrir svona bíla, en ef þeir eru í “Excellent” eða Concours” ástandi er söluverð þeirra venjulega á bilinu 1,6 til 1,75 milljónir dollara. Þessi Ferrari F40 er af árgerð 1991 og aðeins ekinn 18.900 kílómetra. Bíllinn er með Rosso Corsa ytra útliti og það leiðir svo inn í bílinn líka því innréttingin er í samskonar rauðum lit. Í bílnum er 2,9 lítra V8 vél, 471 hestafl og með 576 Nm togi. Eric Clapton er þekktur fyrir brennandi áhuga sinn á bílum og ekki síst Ferrari bílum. Fyrir 4 árum pantaði hann sér til dæmis sérsmíðaðan Ferrari bíl byggðan á Ferrari 458 Italia og borgaði fyrir það 4,7 milljónir dollara, eða 535 milljónir króna. Hann hefur víst efni á því kallinn og bílasafn hans er æði stórt. Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Erlent
Ferrari F40 bíll sem áður var í eigu Eric Clapton er nú til sölu, en tónlistargoðið átti þennan bíl á árunum 2000 til 2003. Hann hefur síðan verið í eigu þess sem keypti hann af Clapton, en sá ætlar aðeins að fækka í bílskúrnum og biður aðeins um 1,1 milljón dollara fyrir bílinn, eða 125 milljónir króna. Það telst almennt ekki hátt verð fyrir svona bíla, en ef þeir eru í “Excellent” eða Concours” ástandi er söluverð þeirra venjulega á bilinu 1,6 til 1,75 milljónir dollara. Þessi Ferrari F40 er af árgerð 1991 og aðeins ekinn 18.900 kílómetra. Bíllinn er með Rosso Corsa ytra útliti og það leiðir svo inn í bílinn líka því innréttingin er í samskonar rauðum lit. Í bílnum er 2,9 lítra V8 vél, 471 hestafl og með 576 Nm togi. Eric Clapton er þekktur fyrir brennandi áhuga sinn á bílum og ekki síst Ferrari bílum. Fyrir 4 árum pantaði hann sér til dæmis sérsmíðaðan Ferrari bíl byggðan á Ferrari 458 Italia og borgaði fyrir það 4,7 milljónir dollara, eða 535 milljónir króna. Hann hefur víst efni á því kallinn og bílasafn hans er æði stórt.
Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Erlent