Ferrari Eric Clapton til sölu Finnur Thorlacius skrifar 23. janúar 2017 16:18 Ferrari F40, áður í eigu Eric Clapton. Ferrari F40 bíll sem áður var í eigu Eric Clapton er nú til sölu, en tónlistargoðið átti þennan bíl á árunum 2000 til 2003. Hann hefur síðan verið í eigu þess sem keypti hann af Clapton, en sá ætlar aðeins að fækka í bílskúrnum og biður aðeins um 1,1 milljón dollara fyrir bílinn, eða 125 milljónir króna. Það telst almennt ekki hátt verð fyrir svona bíla, en ef þeir eru í “Excellent” eða Concours” ástandi er söluverð þeirra venjulega á bilinu 1,6 til 1,75 milljónir dollara. Þessi Ferrari F40 er af árgerð 1991 og aðeins ekinn 18.900 kílómetra. Bíllinn er með Rosso Corsa ytra útliti og það leiðir svo inn í bílinn líka því innréttingin er í samskonar rauðum lit. Í bílnum er 2,9 lítra V8 vél, 471 hestafl og með 576 Nm togi. Eric Clapton er þekktur fyrir brennandi áhuga sinn á bílum og ekki síst Ferrari bílum. Fyrir 4 árum pantaði hann sér til dæmis sérsmíðaðan Ferrari bíl byggðan á Ferrari 458 Italia og borgaði fyrir það 4,7 milljónir dollara, eða 535 milljónir króna. Hann hefur víst efni á því kallinn og bílasafn hans er æði stórt. Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent
Ferrari F40 bíll sem áður var í eigu Eric Clapton er nú til sölu, en tónlistargoðið átti þennan bíl á árunum 2000 til 2003. Hann hefur síðan verið í eigu þess sem keypti hann af Clapton, en sá ætlar aðeins að fækka í bílskúrnum og biður aðeins um 1,1 milljón dollara fyrir bílinn, eða 125 milljónir króna. Það telst almennt ekki hátt verð fyrir svona bíla, en ef þeir eru í “Excellent” eða Concours” ástandi er söluverð þeirra venjulega á bilinu 1,6 til 1,75 milljónir dollara. Þessi Ferrari F40 er af árgerð 1991 og aðeins ekinn 18.900 kílómetra. Bíllinn er með Rosso Corsa ytra útliti og það leiðir svo inn í bílinn líka því innréttingin er í samskonar rauðum lit. Í bílnum er 2,9 lítra V8 vél, 471 hestafl og með 576 Nm togi. Eric Clapton er þekktur fyrir brennandi áhuga sinn á bílum og ekki síst Ferrari bílum. Fyrir 4 árum pantaði hann sér til dæmis sérsmíðaðan Ferrari bíl byggðan á Ferrari 458 Italia og borgaði fyrir það 4,7 milljónir dollara, eða 535 milljónir króna. Hann hefur víst efni á því kallinn og bílasafn hans er æði stórt.
Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent