Golf

Ólafía Þórunn tíu ára: Skráið mig á golfnámskeið og það strax

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. Vísir/Samsett
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, hefur leik á sínu fyrsta móti á LPGA atvinnumótaröðinni eftir aðeins þrjá daga.

Forskot Afrekssjóður gerði á dögunum myndband þar sem afrek Ólafíu eru rifjuð upp með skemmtilegum hætti en myndbandið má sjá hér fyrir neðan.

Í þessu myndband rifjar faðir hennar upp hvernig Ólafía Þórunn byrjaði í golfi fyrri fjórtán árum síðan. Nú verður hún fyrst til að keppa á bandarísku mótaröðinni þegar húm hefur keppni á Bahama-eyjum 26.janúar næstkomandi.

„Hún var tíu ára þegar hún byrjar að spila gólf og það nú þannig að við hjónin höfðum farið með strákana okkar, sem báðir voru kylfingar, til Spánar að spila golf og þá var hún sett í pössun,“ sagði Kristinn J. Gíslason, faðir Ólafíu, um upphafi að golfferli Ólafíu Þórunnar.

„Þegar við komum heim sagði hún: Af hverju fæ ég ekki að koma með? Það er náttúrulega af því að þú kannt ekkert í golfi Ólafía," rifjaði Kristinn upp.

„Hún brást hin versta við og sagði: Skráið mig á námskeið og það strax,“ sagði Kristinn í myndbandinu og framhaldið þekkja allir.

Nú hefur hún orðið þrisvar sinnum Íslandsmeistari í golfi og er búin að vinna sér sæti bæði á Evrópumótaröðinni og bandarísku mótaröðinni þó að hún sé enn bara 24 ára gömul.

Það er fróðlegt að fræða meira um sögu Ólafíu Þórunnar í myndbandinu sem má sjá allt hér fyrir neðan.


Tengdar fréttir

Ólafía Þórunn kom út í mínus

Þó svo Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hafi endað í öðru sæti á lokaúrtökumótinu fyrir LPGA-mótaröðina í gær, og fengið hálfa milljón króna í verðlaunafé, kemur hún út í mínus eftir þátttöku sína.

Ég þurfti aðeins að sanna mig

Skagakonan Valdís Þóra Jónsdóttir náði þeim merka áfanga að verða aðeins fjórði kylfingurinn frá Íslandi sem kemst inn á Evrópumótaröðina í golfi. Hún hefur unnið mikið með íþróttasálfræðingi og segist ekki vera lakari kylfingur en Ólafía Þórunn Kristinsdóttir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×