Lífið

Heimsfrægur grínisti drullar yfir Hillary Clinton

Stefán Árni Pálsson skrifar
Burr ekki sáttur við Clinton
Burr ekki sáttur við Clinton
„Ég er alveg kominn með nóg af því að fólk sé eitthvað að afsaka Hillary Clinton,“ segir grínistinn Bill Burr í spjallþættinum CONAN. Þar ræddi hann hvernig Clinton fór að því að tapa fyrir Donald Trump í forsetakosningunum í Bandaríkjunum.

„Hún tapaði fyrir manni sem sagði þrjá hluti í viku sem hefði átt að gjöreyðileggja kosningabaráttu sína. Hvernig er það hægt? Það er eins og að tapa fótboltaleik ef andstæðingurinn kastar boltanum tuttugu sinnum í hendur mótherjans, og tapar samt.“

Burr lætur allt flakka í viðtalinu.

„Þú klúðraðir þessu!!! Þú klúðraðir þessu. Þú varst með rangt lið í kringum þig og náðir ekki að skapa nægilega mikla spennu fyrir þér, og því tapaðir þú fyrir þessum manni. Alveg með ólíkindum.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×