Lífið

David Harbour hélt magnþrungna ræðu á SAG

Stefán Árni Pálsson skrifar
Harbour hitti naglann á höfuðið.
Harbour hitti naglann á höfuðið.
Þátturinn Stranger Things vann ein verðlaun á SAG-verðlaunahátíðinni sem fram fór í Los Angeles í gærkvöldi. Þátturinn fékk verðlaun fyrir besta leikarahópinn í dramaþætti og kom hópurinn allur saman upp á svið og tók við þeim.

Stjörnurnar í Hollywood sendu skýr skilaboð til Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, á hátíðinni en bæði eru veitt verðlaun fyrir besta leikinn bæði í sjónvarpi og kvikmyndum á árinu sem leið. Margir tjáðu sig um ferðabannið sem Trump hefur sett á ríkisborgara frá sjö ríkjum þar sem múslímar eru í meirihluta.

David Harbour fór fyrir leikarahóp Stranger Things og hélt magnþrungna ræðu þar sem tilfinningarnar voru miklar. Harbour sagði að heimurinn væri oft á tíðum ljótur staður en þessi leikarahópur væri til staðar fyrir alla minnihlutahópa í heiminum. Þættirnir væru til fyrir alla þá sem upplifðu sig öðruvísi.

Ræðan Harbour sló vægast sagt í gegn og fékk hann mikið lófaklapp að henni lokinni. Hér að neðan má sjá ræðuna.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×