Eitt símtal – allur skalinn Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 9. febrúar 2017 09:45 Auður og Elva Ósk í hlutverki Elle sem er að raða saman brotum og fá lítil taugaáföll í gegnum símtali Vísir/Anton Brink Elle, persónan í verkinu, er að uppgötva að ástmaður hennar til fimm ára er ekki hennar lengur, heldur að giftast annarri daginn eftir. Hún er með hann á línunni og túlkar allan tilfinningaskalann með röddinni, enda er hún í algeru rofi og sýnir í þessu símtali innst inn í kvikuna.“ Brynhildur Guðjónsdóttir leikstjóri er að lýsa Mannsröddinni sem frumsýnd verður í Kaldalóni í kvöld af Íslensku óperunni. Tvær listakonur deila einu hlutverki, þær Auður Gunnarsdóttir sópran sem syngur Elle á frönsku og Elva Ósk Ólafsdóttir leikkona sem fer með talað hlutverk Elle og Eva Þyrí Hilmarsdóttir píanóleikari leikur með þeim. Brynhildur er höfundur leikgerðar. Í henni tvinnar hún saman leikritið Mannsröddina eftir Jean Cocteau og samnefnda óperu Francis Poulenc. Hvernig fór hún að því? „Það var áskorun en þó ekki glíma því það gekk svo svakalega vel,“ svarar hún. „Ég kaus að gera leikgerðina á staðnum, með flytjendunum því ég varð að fá hreyfingu og hljóð. Stykkið er þannig uppbyggt að það er bara eitt símtal og við heyrum aldrei rödd viðmælandans. Stundum túlkar píanóið rödd hans, stundum tilfinningahita konunnar, stundum truflanir á símalínunni.“„Leikgerðin gekk mjög vel. Hún var áskorun en ég lenti aldrei á vegg,“ segir Brynhildur. Fréttablaðið/Anton BrinkBrynhildur kveðst hafa verið búin að kynna sér efnið út í hörgul. „Ég vissi nákvæmlega hvernig hvort tveggja var, leikritið sem Jean Cocteau skrifaði 1928 og var frumsýnt 1930 og óperan sem Francis Poulenc gerði upp úr því árið 1958 og notar leikritið mikið línulega en tekur út töluverðan texta – þar kemur píanóið inn í.“ Kristján Þórður Hrafnsson gerði nýja þýðingu textans og Brynhildur kveðst hafa fengið ómetanlega aðstoð Snorra Sigfúsar Birgissonar, tónskálds með píanópartinn. „Hann er svo næmur, hann Snorri, og við skildum hvort annað strax en hann gat ekki tekið að sér túlkunina á sviðinu svo þar tók Eva Þyri við og Irene Kudela kom líka að tónlistarstjórn,“ lýsir hún. Brynhildur segir hægt að sjá hvort tveggja leikritið og óperuna í heild sinni á YouTube en kveðst ekki hafa fundið neina útgáfu þar sem þau eru splæst saman. „Hugmyndin kom ekki frá mér,“ tekur hún fram. „Auði Gunnarsdóttur langaði að syngja Mannsröddina, enda er þetta djúsí hlutverk fyrir óperusöngkonu á hennar aldri. Hún fór með hugmyndina til Steinunnar Birnu óperustjóra sem langar að Íslenska óperan bjóði upp á fleira en stórar sýningar í Eldborg. Það er frábært og þarna er farið í minni sal og sköpuð meiri nálægð.“ Brynhildur segir Auði hafa haft samband við hana, bæði vegna tónlistar og franskrar tengingar. „Ég hafði kynnt mér Cocteau á sínum tíma, sem hún vissi ekki af, því að Édith Piaf og hann voru nátengd og hann samdi svipað verk fyrir hana. Þar er maður á sviðinu en hann snýr baki í áhorfendur allan tímann og segir ekki orð. Næsta skref hjá okkur Auði var að fara til Steinunnar Birnu og kynna hugmyndina og samtalið hélt áfram. Ég kallaði svo Elvu Ósk til, hún er svo fantagóð leikkona með dýpt.“ Í leikgerðinni kveðst Brynhildur aldrei hafa lent á vegg. „Allt samstarfsfólkið og utanumhaldið í óperunni er búið að vera ljúft og gott,“ segir hún. „Þetta var bara lífrænt ferli.“ Greinin birtist fyrst 9. febrúar 2017 Menning Mest lesið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Allt búið hjá Austin og Kaiu Lífið Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Menning Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Elle, persónan í verkinu, er að uppgötva að ástmaður hennar til fimm ára er ekki hennar lengur, heldur að giftast annarri daginn eftir. Hún er með hann á línunni og túlkar allan tilfinningaskalann með röddinni, enda er hún í algeru rofi og sýnir í þessu símtali innst inn í kvikuna.“ Brynhildur Guðjónsdóttir leikstjóri er að lýsa Mannsröddinni sem frumsýnd verður í Kaldalóni í kvöld af Íslensku óperunni. Tvær listakonur deila einu hlutverki, þær Auður Gunnarsdóttir sópran sem syngur Elle á frönsku og Elva Ósk Ólafsdóttir leikkona sem fer með talað hlutverk Elle og Eva Þyrí Hilmarsdóttir píanóleikari leikur með þeim. Brynhildur er höfundur leikgerðar. Í henni tvinnar hún saman leikritið Mannsröddina eftir Jean Cocteau og samnefnda óperu Francis Poulenc. Hvernig fór hún að því? „Það var áskorun en þó ekki glíma því það gekk svo svakalega vel,“ svarar hún. „Ég kaus að gera leikgerðina á staðnum, með flytjendunum því ég varð að fá hreyfingu og hljóð. Stykkið er þannig uppbyggt að það er bara eitt símtal og við heyrum aldrei rödd viðmælandans. Stundum túlkar píanóið rödd hans, stundum tilfinningahita konunnar, stundum truflanir á símalínunni.“„Leikgerðin gekk mjög vel. Hún var áskorun en ég lenti aldrei á vegg,“ segir Brynhildur. Fréttablaðið/Anton BrinkBrynhildur kveðst hafa verið búin að kynna sér efnið út í hörgul. „Ég vissi nákvæmlega hvernig hvort tveggja var, leikritið sem Jean Cocteau skrifaði 1928 og var frumsýnt 1930 og óperan sem Francis Poulenc gerði upp úr því árið 1958 og notar leikritið mikið línulega en tekur út töluverðan texta – þar kemur píanóið inn í.“ Kristján Þórður Hrafnsson gerði nýja þýðingu textans og Brynhildur kveðst hafa fengið ómetanlega aðstoð Snorra Sigfúsar Birgissonar, tónskálds með píanópartinn. „Hann er svo næmur, hann Snorri, og við skildum hvort annað strax en hann gat ekki tekið að sér túlkunina á sviðinu svo þar tók Eva Þyri við og Irene Kudela kom líka að tónlistarstjórn,“ lýsir hún. Brynhildur segir hægt að sjá hvort tveggja leikritið og óperuna í heild sinni á YouTube en kveðst ekki hafa fundið neina útgáfu þar sem þau eru splæst saman. „Hugmyndin kom ekki frá mér,“ tekur hún fram. „Auði Gunnarsdóttur langaði að syngja Mannsröddina, enda er þetta djúsí hlutverk fyrir óperusöngkonu á hennar aldri. Hún fór með hugmyndina til Steinunnar Birnu óperustjóra sem langar að Íslenska óperan bjóði upp á fleira en stórar sýningar í Eldborg. Það er frábært og þarna er farið í minni sal og sköpuð meiri nálægð.“ Brynhildur segir Auði hafa haft samband við hana, bæði vegna tónlistar og franskrar tengingar. „Ég hafði kynnt mér Cocteau á sínum tíma, sem hún vissi ekki af, því að Édith Piaf og hann voru nátengd og hann samdi svipað verk fyrir hana. Þar er maður á sviðinu en hann snýr baki í áhorfendur allan tímann og segir ekki orð. Næsta skref hjá okkur Auði var að fara til Steinunnar Birnu og kynna hugmyndina og samtalið hélt áfram. Ég kallaði svo Elvu Ósk til, hún er svo fantagóð leikkona með dýpt.“ Í leikgerðinni kveðst Brynhildur aldrei hafa lent á vegg. „Allt samstarfsfólkið og utanumhaldið í óperunni er búið að vera ljúft og gott,“ segir hún. „Þetta var bara lífrænt ferli.“ Greinin birtist fyrst 9. febrúar 2017
Menning Mest lesið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Allt búið hjá Austin og Kaiu Lífið Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Menning Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira