Innlent

Boðað til fundar í sjómannadeilunni

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Síðasti fundur var á fimmtudag.
Síðasti fundur var á fimmtudag. Vísir/Eyþór
Ríkissáttasemjari boðaði í kvöld samninganefndir sjómanna og útvegsmanna til fundar klukkan 14 á morgun vegna kjaradeilunnar sem uppi er. Deiluaðilar hafa ekki fundað í tæpa viku, og lítið hefur þokast í samningaviðræðum þeirra.

Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands, segist halda í vonina um að árangur náist á fundinum á morgun

„Það sem út af stendur er allt fast og á meðan það er ekki í hendi þá er árangurinn ekki í hendi heldur. En maður er alltaf bjartsýnn þegar Bryndís [Hlöðversdóttir ríkissáttasemjari] boðar til fundar. Það kemur svo bara í ljós á morgun hvað er í gangi,“ segir Valmundur, sem vildi þó lítið tjá sig um stöðu viðræðna, enda eru deiluaðilar í svokölluðu fjölmiðlabanni.

Verkfall sjómanna hefur staðið yfir í átta vikur og var síðasta sáttafundi slitið síðastliðinn fimmtudag þegar í ljós kom að of langt var á milli deiluaðila.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×