Nýr rafbíll með allt að 400 km drægni Finnur Thorlacius skrifar 7. febrúar 2017 13:30 Renault Zoe er snaggaralegur rafmagnsbíll með mikla drægni. Viðskiptavinir BL fá fyrstu Renault ZOE rafmagnsbíla afhenta í lok þessa mánaðar. Bílaumboðið fær reynsluakstursbíl upp úr 20. febrúar og um sama leyti kemur sýningarbíll í salinn við Sævarhöfðann. Renault ZOE er mest seldi rafbíllinn í Evrópu og nú er hann kominn með nýja rafhlöðu sem hefur tvöfalt meiri drægni en rafhlaða eldri bíla, eða allt að 400 km miðað við bestu aðstæður. Hjá BL kostar nýr ZOE Intens 3.690 þúsundir króna og er bíllinn mjög vel útbúinn. Meðal staðalbúnaðar má nefna umhverfshljóð fyrir gangandi vegfarendur, sjálfvirk halogen aðalljós, bakkmyndavél, fjarlægðarskynjara að aftan, regnskynjara á þurrkum, rafdrifna og hitaða aðfellanlega útispegla, leðurklætt aðgerðarstýri, sjálfvirka miðstöð með loftkælingu og tímastilli, bremsu- og brekkuaðstoð, spólvörn, stöðugleikastýringu og dekkjaþrýstingskerfi. Einnig má nefna aðdráttar- og veltistýri, hraðastilli með hraðatakmarkara, Media Nav með 7“ snertiskjá, leiðsögukerfi með Íslandskorti, USB og AUX tengi og margt fleira. Renault Zoe var valinn rafmagnsbíll ársins 2017 í Bretlandi af What Car? Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Erlent
Viðskiptavinir BL fá fyrstu Renault ZOE rafmagnsbíla afhenta í lok þessa mánaðar. Bílaumboðið fær reynsluakstursbíl upp úr 20. febrúar og um sama leyti kemur sýningarbíll í salinn við Sævarhöfðann. Renault ZOE er mest seldi rafbíllinn í Evrópu og nú er hann kominn með nýja rafhlöðu sem hefur tvöfalt meiri drægni en rafhlaða eldri bíla, eða allt að 400 km miðað við bestu aðstæður. Hjá BL kostar nýr ZOE Intens 3.690 þúsundir króna og er bíllinn mjög vel útbúinn. Meðal staðalbúnaðar má nefna umhverfshljóð fyrir gangandi vegfarendur, sjálfvirk halogen aðalljós, bakkmyndavél, fjarlægðarskynjara að aftan, regnskynjara á þurrkum, rafdrifna og hitaða aðfellanlega útispegla, leðurklætt aðgerðarstýri, sjálfvirka miðstöð með loftkælingu og tímastilli, bremsu- og brekkuaðstoð, spólvörn, stöðugleikastýringu og dekkjaþrýstingskerfi. Einnig má nefna aðdráttar- og veltistýri, hraðastilli með hraðatakmarkara, Media Nav með 7“ snertiskjá, leiðsögukerfi með Íslandskorti, USB og AUX tengi og margt fleira. Renault Zoe var valinn rafmagnsbíll ársins 2017 í Bretlandi af What Car?
Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Erlent