Innlent

Rok eða ofsaveður á morgun

Birgir Olgeirsson skrifar
Spáð er 23 - 30 metrum á vestanverðu landinu á morgun.
Spáð er 23 - 30 metrum á vestanverðu landinu á morgun. Vísir/Stefán
Spáð er suðaustan stormi í dag, en bætir í vind í nótt. Á morgun verður suðaustan rok eða ofsaveður um landið vestanvert á morgun, 23 til 30 metrar á sekúndu, hvassast við Breiðafjörð og á Norðurlandi vestra kringum hádegi.

Ofsaveður er þegar meðal vindhraði nær 28,5 metrum á sekúndu til 32,6 metrum á sekúndu.

Lægir talsvert síðdegis á morgun. Einnig má búast við ofsaveðri eða jafnvel fárviðri á hálendinu (25-35 m/s). Suðaustan 18-25 um landið austanvert á morgun, en lægir þar annað kvöld. Víða rigning og milt veður, en úrkomulítið fyrir norðan.

Veðurhorfur á landinu

Sunnan og suðaustan hvassviðri eða stormur í dag, 15-23 m/s og rigning með köflum, en þurrt að kalla fyrir norðan. Bætir í vind í nótt. Suðaustan rok eða ofsaveður um landið vestanvert á morgun, 23-30 m/s, hvassast við Breiðafjörð og á Norðurlandi Vestra kringum hádegi. Lægir talsvert síðdegis á morgun. Suðaustan 18-25 um landið austanvert, en lægir þar annað kvöld. Víða rigning eða talsverð rigning, en úrkomulítið fyrir norðan. Hiti 3 til 9 stig.

Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu

Suðaustlæg átt, 13-20 m/s rigning öðru hvoru, hvassast á Kjalarnesi, en suðlægari eftir hádegi. Suðaustan 18-23 og samfelld rigning um tíma á morgun. Mun hægari og úrkomuminni annað kvöld. Hiti 3 til 7 stig.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á fimmtudag:

Sunnan hvassviðri eða stormur austantil á landinu, en mun hægari vestantil. Talsverð rigning suðaustan- og austanlands, en úrkomulítið norðaustantil. Slydda eða snjókoma vestantil fyrir hádegi, en styttir síðan upp. Hiti um og yfir frostmarki vestanlands, en 3 til 8 stig fyrir austan.

Á föstudag:

Suðlæg átt 5-13 m/s. Slydda eða snjókoma austantil, en rigning við ströndina. Annars skýjað með köflum og yfirleitt þurrt. Hiti kringum frostmark.

Á laugardag:

Vaxandi suðlæg átt með hlýnandi veðri. Slydda og síðar rigning vestantil, en þurrt og bjart fyrir austan.

Á sunnudag og mánudag:

Suðlæg átt og súld eða rigning með köflum og milt í veðri, en þurrt að kalla NA-til.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×