Gerbreytt og stærri Micra Finnur Thorlacius skrifar 7. febrúar 2017 09:17 Nissan Micra er óþekkjanlegur frá fyrri kynslóð. Ný kynslóð Nissan Micra var kynnt blaðamönnum í Dubrovnik í Króatíu fyrir skömmu og þar gaf að líta svo gerbreyttan bíl að fræstum gæti dottið í hug að þar færi arftaki fyrri bíls. Oft hafa svo miklar breytingar á bílum ekki heppnast sem skildi, en í tilviki Nissan Micra nú skal fullyrt að þar fer miklu betri og skemmtilegri bíll. Greinarritari var einn þeirra heppnu sem fengu að prófa þessa nýju kynslóð Micra í Dubrovnik og þar fóru ekki leiðinleg kynni. Hann er nú fyrsta sinni hannaður sérstaklega fyrir Evrópumarkað, en fram að þessu hefur stærð hans og hönnun öll miðast að bílamarkaði í Japan og Indlandi. Fyrir það fyrsta hefur bíllinn lengst um eina 19 sentimetra, breikkað og lækkað, en hann mátti aldeilis við því að lækka til þaksins. Fyrir vikið er hér nú kominn mun fallegri bíll og hönnun Nissan hreint til fyrirmyndar.Ein jákvæðasta breyting á bíl á síðustu árum Eiginlega má segja að ekki hafi sést meiri og jákvæðari breyting á einum bíl í talsvert langan tíma og víst að Nissan er með í höndunum bíl sem búast má við að slái í gegn í Evrópu. Ekki veitti af í tilfelli Micra þar sem sala hans í Evrópu hefur farið minnkandi á undanförnum árum og hann hefur verið eftirbátur flestra samkeppnisbíla hans í álfunni. Það mun nú gerbreytast. Svo höfð séu eftir ummæli eins erlends blaðamanns um þessa kynslóðarbreytingu Micra; “From dull to daring, boring to bold.” Undir það skal tekið. Micra er nú allt í einu troðin nýjustu og bestu tækni Nissan og mun betur búinn en svo til allir samkeppnisbílar hans. Auk þess er hann sláandi fallegur, en forverinn var því miður sláandi ljótur. Að innan er bíllinn svo smartur að greinarritari hefur ekki séð annað eins í þessari stærð bíla og litaspilið og frágangur í fjölmörgum gerðum innréttinga hans hreint augnakonfekt. Nýr Nissan Micra er nú smíðaður í verksmiðju Renault í nágrenni Parísar, en fyrri gerð bílsins var smíðuð í Indlandi. Allt miðar því til Evrópu og er það ávísun á bæði gæði og þarfir Evrópubúa. Fljótlega mun birtast hér ítarleg reynsluakstursgrein um nýjan Nissan Micra. Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Erlent
Ný kynslóð Nissan Micra var kynnt blaðamönnum í Dubrovnik í Króatíu fyrir skömmu og þar gaf að líta svo gerbreyttan bíl að fræstum gæti dottið í hug að þar færi arftaki fyrri bíls. Oft hafa svo miklar breytingar á bílum ekki heppnast sem skildi, en í tilviki Nissan Micra nú skal fullyrt að þar fer miklu betri og skemmtilegri bíll. Greinarritari var einn þeirra heppnu sem fengu að prófa þessa nýju kynslóð Micra í Dubrovnik og þar fóru ekki leiðinleg kynni. Hann er nú fyrsta sinni hannaður sérstaklega fyrir Evrópumarkað, en fram að þessu hefur stærð hans og hönnun öll miðast að bílamarkaði í Japan og Indlandi. Fyrir það fyrsta hefur bíllinn lengst um eina 19 sentimetra, breikkað og lækkað, en hann mátti aldeilis við því að lækka til þaksins. Fyrir vikið er hér nú kominn mun fallegri bíll og hönnun Nissan hreint til fyrirmyndar.Ein jákvæðasta breyting á bíl á síðustu árum Eiginlega má segja að ekki hafi sést meiri og jákvæðari breyting á einum bíl í talsvert langan tíma og víst að Nissan er með í höndunum bíl sem búast má við að slái í gegn í Evrópu. Ekki veitti af í tilfelli Micra þar sem sala hans í Evrópu hefur farið minnkandi á undanförnum árum og hann hefur verið eftirbátur flestra samkeppnisbíla hans í álfunni. Það mun nú gerbreytast. Svo höfð séu eftir ummæli eins erlends blaðamanns um þessa kynslóðarbreytingu Micra; “From dull to daring, boring to bold.” Undir það skal tekið. Micra er nú allt í einu troðin nýjustu og bestu tækni Nissan og mun betur búinn en svo til allir samkeppnisbílar hans. Auk þess er hann sláandi fallegur, en forverinn var því miður sláandi ljótur. Að innan er bíllinn svo smartur að greinarritari hefur ekki séð annað eins í þessari stærð bíla og litaspilið og frágangur í fjölmörgum gerðum innréttinga hans hreint augnakonfekt. Nýr Nissan Micra er nú smíðaður í verksmiðju Renault í nágrenni Parísar, en fyrri gerð bílsins var smíðuð í Indlandi. Allt miðar því til Evrópu og er það ávísun á bæði gæði og þarfir Evrópubúa. Fljótlega mun birtast hér ítarleg reynsluakstursgrein um nýjan Nissan Micra.
Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Erlent