Benz greiðir 660.000 kr. bónus til starfsmanna Finnur Thorlacius skrifar 6. febrúar 2017 16:18 Mercedes Benz verksmiðja í Þýskalandi. Það er ekki óþekkt meðal þýskra bílaframleiðenda að greiða starfsfólki sínum væna bónusa eftir góð söluár og það á við í tilfelli Mercedes Benz eftir frábært söluár í fyrra. Þá seldi Benz 2.083.888 bíla og sló fyrri sölumet og komst með því framúr BMW sem stærsti lúxusbílasali heims, en BMW seldi 2.003.359 bíla í fyrra. Fyrir vikið ætlar Benz að verðlauna starfsmenn sína með 5.400 evra bónus, eða um 660.000 krónum. Benz hóf að greiða þessa bónusa árið 1997 og hefur gert allar götur síðan og byggir hann á hagnaði fyrirtækisins hverju sinni. Hagnaður Benz nam 1.600 milljörðum króna í fyrra og var hann örlítið minni en árið áður og því eru bónusarnir nú einnig örlítið lægri. Eftir árið 2015 námu bónusarnir 5.650 evrum. Þessi bónus nú er engu að síður sá næsthæsti í sögu fyrirtækisins, en hæsti bónusinn var greiddur fyrir ári síðan. Söluhæsti bíll Mercedes Benz í fyrra var C-Class með um 450.000 bíla sölu. Stærsta söluland Mercedes Bernz í fyrra var í Kína. Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent
Það er ekki óþekkt meðal þýskra bílaframleiðenda að greiða starfsfólki sínum væna bónusa eftir góð söluár og það á við í tilfelli Mercedes Benz eftir frábært söluár í fyrra. Þá seldi Benz 2.083.888 bíla og sló fyrri sölumet og komst með því framúr BMW sem stærsti lúxusbílasali heims, en BMW seldi 2.003.359 bíla í fyrra. Fyrir vikið ætlar Benz að verðlauna starfsmenn sína með 5.400 evra bónus, eða um 660.000 krónum. Benz hóf að greiða þessa bónusa árið 1997 og hefur gert allar götur síðan og byggir hann á hagnaði fyrirtækisins hverju sinni. Hagnaður Benz nam 1.600 milljörðum króna í fyrra og var hann örlítið minni en árið áður og því eru bónusarnir nú einnig örlítið lægri. Eftir árið 2015 námu bónusarnir 5.650 evrum. Þessi bónus nú er engu að síður sá næsthæsti í sögu fyrirtækisins, en hæsti bónusinn var greiddur fyrir ári síðan. Söluhæsti bíll Mercedes Benz í fyrra var C-Class með um 450.000 bíla sölu. Stærsta söluland Mercedes Bernz í fyrra var í Kína.
Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent