Erlent

Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna harðorður í garð Írana

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
James Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna.
James Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna. Nordicphotos/AFP
James Mattis, nýr varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, segir að Íran sé það ríki í heiminum sem eyði hve mestu fjármagni til stuðnings hryðjuverka. BBC greinir frá.

Samskipti ríkjanna tveggja, hafa versnað hratt á síðustu dögum, en Bandaríkjamenn hafa ákveðið að beita Írana viðskiptaþvingunum vegna eldflaugatilrauna þeirra.

Þar hafði forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, meðal annars sagt að Íranar væru að leika sér að eldinum, og sagt að hann myndi ekki verða jafn linur í garð þeirra og forveri sinn í starfi, Barack Obama.

Sjá einnig: Bandaríkjamenn beita Írana þvingunum

Mattis er afar harðorður í garð stjórnvalda í Íran. „Íranir eru það ríki sem eyðir hve mestu fjármagni í stuðning við hryðjuverk,“ segir Mattis sem segir að það sjáist meðal annars í Líbanon, Sýrlandi, Bahrein og Jemen.

Mattis tekur þó fram að hann muni ekki fjölga bandarískum hermönnum í Miðausturlöndum vegna þessa.

„Við munum alltaf hafa getuna til þess, en á þessum tímapunkti held ég að það sé ekki nauðsynlegt.“

Utanríkisráðherra Írans, Javad Zarif hefur áður sagt að Íranir muni einungis beita her sínum til varnar, en ekki til að hefja stríð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×