Fyrst og fremst snýst þetta um að velja rétt Magnús Guðmundsson skrifar 4. febrúar 2017 10:30 Irdens Exantus segist vera stoltur af því að vera Kanadamaður, ekki síst frammi fyrir því sem er að gerast í stjórnmálunum í Bandaríkjunum. Visir/Eyþór Franska kvikmyndahátíðin stendur nú sem hæst og fram til þess 10. febrúar hér í Reykjavík. Það eru Franska sendiráðið og Alliance française í Reykjavík, í samstarfi við Háskólabíó, Institut français og kanadíska sendiráðið, sem standa að baki hátíðinni en þar gefst fólki kostur á að sjá fjölda áhugaverðra mynda frá frönskum málsvæðum. Alls eru sýndar ellefu myndir á hátíðinni af ólíkum toga þannig að allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Á meðal aðalmynda í ár er kanadíska myndin My Internship in Canada (Guibord s’en va-t-en guerre) en einn af leikurunum, Irdens Exantus, er staddur hér á landi að kynna myndina. Irdens Exantus hefur hlotið mikið lof fyrir leik sinn í myndinni sem hann segir vera pólitíska háðsádeilu sem sé óneitanlega eilítið óvenjulegt á okkar tímum. „Ég leik ungan hugsjónamann frá Haiti sem kemur til Kanada til þess að starfa sem lærlingur hjá óháðum kanadískum þingmanni. En svo kemur upp sú staða að þessi óháði þingmaður stendur allt í einu frammi fyrir því að það er hans atkvæði sem ræður því hvort Kanada fer í stríð í Afganistan eða ekki. Lærlingurinn sem kom til hans til þess að læra meira um stjórnmál í þróuðu lýðræðisríki er skyndilega kominn inn í hringiðu svona stórra atburða. En svo eru líka alltaf hagsmunaaðilar í öllum málum þannig að það er sitthvað sem blandast inn í þetta.“ Myndin er pólitísk háðsádeila, sem gerist í hinu frönskumælandi fylki Québec, en það form verður að teljast fremur óvenjulegt í kvikmyndum dagsins í dag. Irdens Exantus segir að það eigi sér eflaust eðlilega skýringu. „Þorri fólks í Kanada að minnsta kosti lítur ekki á stjórnmál sem eitthvað fyndið. Það er ákveðinn ótti við að fjalla af léttúð um það sem er alvarlegt og nálgunin í þessari mynd er óneitanlega frekar frumleg.“Atriði úr kvikmyndinni My Internship in Canada sem er sýnd á Frönsku kvikmyndahátíðinni um þessar mundir.Aðspurður hvort myndin snúist um það landslag stjórnmálanna í Kanada þá segir Irdens Exantus að það sé í raun ekki aðalviðfangsefnið. „Fyrst og fremst snýst þetta um það að velja rétt. Að sjá til þess að lýðræðið hafi eðlilegan framgang. Að setja sig inn í sjónarmið allra sem láta sig málið varða og þar hafa allir eitthvað til síns máls en það er erfitt að vega og meta hvaða ákvörðun er rétt þegar hagsmunaðilar úr ólíkum áttum eru allir að berjast fyrir sínu án þess að það fari fram einhver almennileg og eðlileg umræða. Stjórnmál og hagsmunaðilar eiga það til að rífa lýðræðið í sundur og það er ekki gott. Það er allt bara rétt eða rangt og ekkert þar á milli.“ Irdens Exantus segir að hann hafi alls ekki verið pólitískur áður en hann tók að sér hlutverkið en það hafi þó breyst. „Ég spáði lítið í stjórnmál en þegar ég tók að mér hlutverkið þá fannst mér að ég þyrfti að setja mig inn í þetta og las mér því til um stjórnmál. Það er líka hluti af því að skoða þær áskoranir sem við stöndum frammi fyrir sem þjóð. En ég er líka stoltur af því að vera Kanadamaður, sérstaklega núna þegar við stöndum frammi fyrir því sem er að gerast í Bandaríkjunum. Þannig að í samanburðinum við Bandaríkin í dag þá finnst mér líka satt best að segja að við höfum sitthvað til þess að vera stolt af hjá okkur og vonandi getum við verið öðrum góð fyrirmynd.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 4. febrúar. Menning Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum Lífið Fleiri fréttir Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira
Franska kvikmyndahátíðin stendur nú sem hæst og fram til þess 10. febrúar hér í Reykjavík. Það eru Franska sendiráðið og Alliance française í Reykjavík, í samstarfi við Háskólabíó, Institut français og kanadíska sendiráðið, sem standa að baki hátíðinni en þar gefst fólki kostur á að sjá fjölda áhugaverðra mynda frá frönskum málsvæðum. Alls eru sýndar ellefu myndir á hátíðinni af ólíkum toga þannig að allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Á meðal aðalmynda í ár er kanadíska myndin My Internship in Canada (Guibord s’en va-t-en guerre) en einn af leikurunum, Irdens Exantus, er staddur hér á landi að kynna myndina. Irdens Exantus hefur hlotið mikið lof fyrir leik sinn í myndinni sem hann segir vera pólitíska háðsádeilu sem sé óneitanlega eilítið óvenjulegt á okkar tímum. „Ég leik ungan hugsjónamann frá Haiti sem kemur til Kanada til þess að starfa sem lærlingur hjá óháðum kanadískum þingmanni. En svo kemur upp sú staða að þessi óháði þingmaður stendur allt í einu frammi fyrir því að það er hans atkvæði sem ræður því hvort Kanada fer í stríð í Afganistan eða ekki. Lærlingurinn sem kom til hans til þess að læra meira um stjórnmál í þróuðu lýðræðisríki er skyndilega kominn inn í hringiðu svona stórra atburða. En svo eru líka alltaf hagsmunaaðilar í öllum málum þannig að það er sitthvað sem blandast inn í þetta.“ Myndin er pólitísk háðsádeila, sem gerist í hinu frönskumælandi fylki Québec, en það form verður að teljast fremur óvenjulegt í kvikmyndum dagsins í dag. Irdens Exantus segir að það eigi sér eflaust eðlilega skýringu. „Þorri fólks í Kanada að minnsta kosti lítur ekki á stjórnmál sem eitthvað fyndið. Það er ákveðinn ótti við að fjalla af léttúð um það sem er alvarlegt og nálgunin í þessari mynd er óneitanlega frekar frumleg.“Atriði úr kvikmyndinni My Internship in Canada sem er sýnd á Frönsku kvikmyndahátíðinni um þessar mundir.Aðspurður hvort myndin snúist um það landslag stjórnmálanna í Kanada þá segir Irdens Exantus að það sé í raun ekki aðalviðfangsefnið. „Fyrst og fremst snýst þetta um það að velja rétt. Að sjá til þess að lýðræðið hafi eðlilegan framgang. Að setja sig inn í sjónarmið allra sem láta sig málið varða og þar hafa allir eitthvað til síns máls en það er erfitt að vega og meta hvaða ákvörðun er rétt þegar hagsmunaðilar úr ólíkum áttum eru allir að berjast fyrir sínu án þess að það fari fram einhver almennileg og eðlileg umræða. Stjórnmál og hagsmunaðilar eiga það til að rífa lýðræðið í sundur og það er ekki gott. Það er allt bara rétt eða rangt og ekkert þar á milli.“ Irdens Exantus segir að hann hafi alls ekki verið pólitískur áður en hann tók að sér hlutverkið en það hafi þó breyst. „Ég spáði lítið í stjórnmál en þegar ég tók að mér hlutverkið þá fannst mér að ég þyrfti að setja mig inn í þetta og las mér því til um stjórnmál. Það er líka hluti af því að skoða þær áskoranir sem við stöndum frammi fyrir sem þjóð. En ég er líka stoltur af því að vera Kanadamaður, sérstaklega núna þegar við stöndum frammi fyrir því sem er að gerast í Bandaríkjunum. Þannig að í samanburðinum við Bandaríkin í dag þá finnst mér líka satt best að segja að við höfum sitthvað til þess að vera stolt af hjá okkur og vonandi getum við verið öðrum góð fyrirmynd.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 4. febrúar.
Menning Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum Lífið Fleiri fréttir Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira