Lengi þráð að vera málari Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 4. febrúar 2017 10:15 Helena og Kolbeinn við Hallgrímskirkju sem þau sjá um utanhússviðgerðir á um þessar mundir. Vísir/GVA Alveg frá því ég var unglingur hefur blundað í mér áhugi á að verða málari en þá var það svo mikil karlastétt að ég hugsaði það ekkert lengra“ segir Anný Helena Hermansen viðskiptafræðingur, sem jafnan gengur undir seinna nafninu, Helena. Hún útskrifast sem sveinn í málaraiðn í dag og er meðal nýsveina og meistara þeirra sem hljóta viðurkenningu fyrir afburðaárangur á sveinsprófi á verðlaunahátíð í Ráðhúsinu. Sú hátíð er meðal atriða sem Iðnaðarmannafélagið í Reykjavík efnir til vegna 150 ára afmælis síns. Helena er gift Kolbeini Hreinssyni múrarameistara. „Við Kolbeinn höfum rekið saman fyrirtækið M1 í kringum múrverk og fasteignaviðhald í mörg ár en þegar kreppan skall á versnaði verkefnastaðan hjá okkur á veturna og í staðinn fyrir að fara á atvinnuleysisbætur ákváðum við að fara bæði í skóla og læra málaraiðn,“ segir hún. „Það er alltaf einhver málningarvinna eftir múrverksframkvæmdir og ég var búin að grípa í hana og líka múrverk af og til.“ Helena er viðskiptafræðingur að mennt og vinnur við bókhald, bæði fyrir eigið fyrirtæki og annarra. „Ég var byrjuð í meistaranámi í endurskoðun og prófaði að vinna á endurskoðunarskrifstofu en fann að mér líkaði það ekki svo ég ákvað að gera eitthvað sem mig langaði meira,“ lýsir hún. Það fór svo að Kolbeinn varð meistari Helenu í málaraiðninni. Hann var fyrir löngu orðinn múrarameistari og þurfti því bara að taka nokkrar námsgreinar sem tilheyra málningarfaginu í Meistaraskólanum. Kolbeinn stjórnar vinnuflokki og verkefnin undanfarin ár hafa mest snúist um endursteiningu húsa. Stærsta verkefnið núna er viðgerð á Hallgrímskirkju og annað stórt viðhaldsverkefni er innanhússviðgerð í Klettaskóla. Helena kveðst láta strákana um allt múrbrot en segir hugsanlegt að hún verði með þeim í að setja kápu á kirkjuna þegar hún sé búin með mestu skorpuna í bókhaldinu. Þau hjón eiga þrjú börn sem taka til hendinni í fyrirtæki foreldranna, að sögn Helenu. „Annar sonurinn er að læra múrverk og er á samningi og dóttirin vinnur í málningunni með mér á sumrin og er í skóla yfir vetrartímann.“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 4. febrúar 2017 Lífið Mest lesið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Lífið Jiggly Caliente dragdrottning látin Lífið Björn plokkar í stað Höllu Lífið Halla og Biden hittust í útför páfans Lífið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Lífið Fleiri fréttir Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Sjá meira
Alveg frá því ég var unglingur hefur blundað í mér áhugi á að verða málari en þá var það svo mikil karlastétt að ég hugsaði það ekkert lengra“ segir Anný Helena Hermansen viðskiptafræðingur, sem jafnan gengur undir seinna nafninu, Helena. Hún útskrifast sem sveinn í málaraiðn í dag og er meðal nýsveina og meistara þeirra sem hljóta viðurkenningu fyrir afburðaárangur á sveinsprófi á verðlaunahátíð í Ráðhúsinu. Sú hátíð er meðal atriða sem Iðnaðarmannafélagið í Reykjavík efnir til vegna 150 ára afmælis síns. Helena er gift Kolbeini Hreinssyni múrarameistara. „Við Kolbeinn höfum rekið saman fyrirtækið M1 í kringum múrverk og fasteignaviðhald í mörg ár en þegar kreppan skall á versnaði verkefnastaðan hjá okkur á veturna og í staðinn fyrir að fara á atvinnuleysisbætur ákváðum við að fara bæði í skóla og læra málaraiðn,“ segir hún. „Það er alltaf einhver málningarvinna eftir múrverksframkvæmdir og ég var búin að grípa í hana og líka múrverk af og til.“ Helena er viðskiptafræðingur að mennt og vinnur við bókhald, bæði fyrir eigið fyrirtæki og annarra. „Ég var byrjuð í meistaranámi í endurskoðun og prófaði að vinna á endurskoðunarskrifstofu en fann að mér líkaði það ekki svo ég ákvað að gera eitthvað sem mig langaði meira,“ lýsir hún. Það fór svo að Kolbeinn varð meistari Helenu í málaraiðninni. Hann var fyrir löngu orðinn múrarameistari og þurfti því bara að taka nokkrar námsgreinar sem tilheyra málningarfaginu í Meistaraskólanum. Kolbeinn stjórnar vinnuflokki og verkefnin undanfarin ár hafa mest snúist um endursteiningu húsa. Stærsta verkefnið núna er viðgerð á Hallgrímskirkju og annað stórt viðhaldsverkefni er innanhússviðgerð í Klettaskóla. Helena kveðst láta strákana um allt múrbrot en segir hugsanlegt að hún verði með þeim í að setja kápu á kirkjuna þegar hún sé búin með mestu skorpuna í bókhaldinu. Þau hjón eiga þrjú börn sem taka til hendinni í fyrirtæki foreldranna, að sögn Helenu. „Annar sonurinn er að læra múrverk og er á samningi og dóttirin vinnur í málningunni með mér á sumrin og er í skóla yfir vetrartímann.“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 4. febrúar 2017
Lífið Mest lesið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Lífið Jiggly Caliente dragdrottning látin Lífið Björn plokkar í stað Höllu Lífið Halla og Biden hittust í útför páfans Lífið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Lífið Fleiri fréttir Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Sjá meira