26 sundlaugar á 28 dögum Sigríður Inga Sigurðardóttir skrifar 3. febrúar 2017 10:15 Hinrik hugsaði út fyrir boxið og ákvað að stinga sér til sunds í öllum laugum frá póstnúmeri 101 og upp í 310. MYND/GVA Hinrik Wöhler planar að heimsækja 26 almenningssundlaugar áður en febrúar rennur sitt skeið á enda. Hann ætlar ekki aðeins að synda heldur njóta þess að vera laus við síma, tölvur og annað áreiti. „Vinnustaðurinn minn heldur meistaramánuðinn hátíðlegan og flestir vinnufélaganna ætla að breyta mataræðinu til hins betra eða hreyfa sig meira. Ég ákvað að hugsa aðeins út fyrir boxið og finna mér eitthvað annað að gera og þetta varð niðurstaðan. Á þessum árstíma er líka frekar lítið um afþreyingu þannig að mér datt í hug að fara í sund til að krydda upp á febrúarmánuð,“ segir Hinrik en hann vinnur hjá Íslandsbanka. Ætlunin er að heimsækja allar sundlaugar frá póstnúmeri 101 upp í 310. Þær eru tuttugu og átta talsins en sundlaugin í Garðabæ er lokuð vegna breytinga og sundlaugin að Hlöðum í Hvalfjarðarsveit er ekki opin yfir vetrartímann. „Þetta gerir því alls tuttugu og sex sundlaugar. Sextán þeirra eru á höfuðborgarsvæðinu, sex á Reykjanesskaganum og fjórar í póstnúmeri 300 til 310. Það er spurning um að ég leiti til Spalar og ÍTR og fái styrk því að 26 sundferðir eru ekki ókeypis,“ segir Hinrik. Spurður hvort hann hafi nægan tíma fyrir allar þessar sundferðir segist hann vera barnlaus og mun öll hans orka og einbeiting fara í sundferðirnar. „Suma daga þarf ég sennilega að fara tvisvar svo ég nái þessu markmiði, eins og þegar ég fer í sundlaugarnar á Reykjanesskaga. Ég tek líklega Grindavík og Njarðvík sama daginn, enda er ekkert sem bannar það. Það þarf bara að hafa gott rakakrem við höndina og þá er þetta ekkert mál,“ segir Hinrik. Uppáhaldslaugarnar hans eru Varmárlaug í Mosfellsbæ, sem er hans heimabær, og Klébergslaug á Kjalarnesi. „Sú laug er óslípaður demantur sem leynir á sér,“ segir hann. Stefnan er ekki að synda langar vegalengdir heldur fyrst og fremst að njóta þess að sitja í heita pottinum og slappa af. „Ég ætla að hóa í félaga mína og fjölskylduna og fá með mér í laugina og rækta þannig vinaböndin. Í sundi er maður alveg frjáls. Það er enginn sem nær í mann og enginn sími eða tölva sem truflar svo það er vel hægt að vera í rólegheitum með vinum og vandamönnum að spjalla um líf og leik. Draumurinn er að fara í allar almenningssundlaugar landsins en ég þyrfti kannski að taka gott ár eða tvö í það verkefni,“ segir Hinrik en síðasta sundlaugarferðin í þessari lotu verður farin í Lágafellslaug þann 28. febrúar næstkomandi. Meistaramánuður Mest lesið Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið Lífið Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Lífið Heitasta hámhorfið í haust Lífið Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Lífið Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Lífið Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein Lífið Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Lífið „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Lífið Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Tíska og hönnun „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Lífið Fleiri fréttir Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Allt jafnt fyrir lokaspurninguna og spurt var um stað Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Þúsundir fögnuðu Steinu og sögulegu samstarfi Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Alma Möller, Binni Glee og Sigríður Snævarr saman í bíó Plakatarisi og uppáhalds listamaður Spielberg allur Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Heitasta hámhorfið í haust Pistasíu- og döðludraumur Jönu D'Angelo er látinn Laufey gerist rithöfundur Boðberi jólanna risinn á ný „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnarnesi Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Ætlar ekki að verða stærstur, bara bestur Eignuðust „risastóran“ dreng Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Ungur karlmaður á Akureyri hefur saumað tvo þjóðbúninga á sig „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Hætt við atkvæðagreiðslu um þátttöku Ísraels í Eurovision Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð hans Þetta eru dómarar í Ungfrú Ísland Teen Sjá meira
Hinrik Wöhler planar að heimsækja 26 almenningssundlaugar áður en febrúar rennur sitt skeið á enda. Hann ætlar ekki aðeins að synda heldur njóta þess að vera laus við síma, tölvur og annað áreiti. „Vinnustaðurinn minn heldur meistaramánuðinn hátíðlegan og flestir vinnufélaganna ætla að breyta mataræðinu til hins betra eða hreyfa sig meira. Ég ákvað að hugsa aðeins út fyrir boxið og finna mér eitthvað annað að gera og þetta varð niðurstaðan. Á þessum árstíma er líka frekar lítið um afþreyingu þannig að mér datt í hug að fara í sund til að krydda upp á febrúarmánuð,“ segir Hinrik en hann vinnur hjá Íslandsbanka. Ætlunin er að heimsækja allar sundlaugar frá póstnúmeri 101 upp í 310. Þær eru tuttugu og átta talsins en sundlaugin í Garðabæ er lokuð vegna breytinga og sundlaugin að Hlöðum í Hvalfjarðarsveit er ekki opin yfir vetrartímann. „Þetta gerir því alls tuttugu og sex sundlaugar. Sextán þeirra eru á höfuðborgarsvæðinu, sex á Reykjanesskaganum og fjórar í póstnúmeri 300 til 310. Það er spurning um að ég leiti til Spalar og ÍTR og fái styrk því að 26 sundferðir eru ekki ókeypis,“ segir Hinrik. Spurður hvort hann hafi nægan tíma fyrir allar þessar sundferðir segist hann vera barnlaus og mun öll hans orka og einbeiting fara í sundferðirnar. „Suma daga þarf ég sennilega að fara tvisvar svo ég nái þessu markmiði, eins og þegar ég fer í sundlaugarnar á Reykjanesskaga. Ég tek líklega Grindavík og Njarðvík sama daginn, enda er ekkert sem bannar það. Það þarf bara að hafa gott rakakrem við höndina og þá er þetta ekkert mál,“ segir Hinrik. Uppáhaldslaugarnar hans eru Varmárlaug í Mosfellsbæ, sem er hans heimabær, og Klébergslaug á Kjalarnesi. „Sú laug er óslípaður demantur sem leynir á sér,“ segir hann. Stefnan er ekki að synda langar vegalengdir heldur fyrst og fremst að njóta þess að sitja í heita pottinum og slappa af. „Ég ætla að hóa í félaga mína og fjölskylduna og fá með mér í laugina og rækta þannig vinaböndin. Í sundi er maður alveg frjáls. Það er enginn sem nær í mann og enginn sími eða tölva sem truflar svo það er vel hægt að vera í rólegheitum með vinum og vandamönnum að spjalla um líf og leik. Draumurinn er að fara í allar almenningssundlaugar landsins en ég þyrfti kannski að taka gott ár eða tvö í það verkefni,“ segir Hinrik en síðasta sundlaugarferðin í þessari lotu verður farin í Lágafellslaug þann 28. febrúar næstkomandi.
Meistaramánuður Mest lesið Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið Lífið Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Lífið Heitasta hámhorfið í haust Lífið Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Lífið Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Lífið Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein Lífið Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Lífið „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Lífið Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Tíska og hönnun „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Lífið Fleiri fréttir Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Allt jafnt fyrir lokaspurninguna og spurt var um stað Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Þúsundir fögnuðu Steinu og sögulegu samstarfi Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Alma Möller, Binni Glee og Sigríður Snævarr saman í bíó Plakatarisi og uppáhalds listamaður Spielberg allur Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Heitasta hámhorfið í haust Pistasíu- og döðludraumur Jönu D'Angelo er látinn Laufey gerist rithöfundur Boðberi jólanna risinn á ný „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnarnesi Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Ætlar ekki að verða stærstur, bara bestur Eignuðust „risastóran“ dreng Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Ungur karlmaður á Akureyri hefur saumað tvo þjóðbúninga á sig „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Hætt við atkvæðagreiðslu um þátttöku Ísraels í Eurovision Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð hans Þetta eru dómarar í Ungfrú Ísland Teen Sjá meira