26 sundlaugar á 28 dögum Sigríður Inga Sigurðardóttir skrifar 3. febrúar 2017 10:15 Hinrik hugsaði út fyrir boxið og ákvað að stinga sér til sunds í öllum laugum frá póstnúmeri 101 og upp í 310. MYND/GVA Hinrik Wöhler planar að heimsækja 26 almenningssundlaugar áður en febrúar rennur sitt skeið á enda. Hann ætlar ekki aðeins að synda heldur njóta þess að vera laus við síma, tölvur og annað áreiti. „Vinnustaðurinn minn heldur meistaramánuðinn hátíðlegan og flestir vinnufélaganna ætla að breyta mataræðinu til hins betra eða hreyfa sig meira. Ég ákvað að hugsa aðeins út fyrir boxið og finna mér eitthvað annað að gera og þetta varð niðurstaðan. Á þessum árstíma er líka frekar lítið um afþreyingu þannig að mér datt í hug að fara í sund til að krydda upp á febrúarmánuð,“ segir Hinrik en hann vinnur hjá Íslandsbanka. Ætlunin er að heimsækja allar sundlaugar frá póstnúmeri 101 upp í 310. Þær eru tuttugu og átta talsins en sundlaugin í Garðabæ er lokuð vegna breytinga og sundlaugin að Hlöðum í Hvalfjarðarsveit er ekki opin yfir vetrartímann. „Þetta gerir því alls tuttugu og sex sundlaugar. Sextán þeirra eru á höfuðborgarsvæðinu, sex á Reykjanesskaganum og fjórar í póstnúmeri 300 til 310. Það er spurning um að ég leiti til Spalar og ÍTR og fái styrk því að 26 sundferðir eru ekki ókeypis,“ segir Hinrik. Spurður hvort hann hafi nægan tíma fyrir allar þessar sundferðir segist hann vera barnlaus og mun öll hans orka og einbeiting fara í sundferðirnar. „Suma daga þarf ég sennilega að fara tvisvar svo ég nái þessu markmiði, eins og þegar ég fer í sundlaugarnar á Reykjanesskaga. Ég tek líklega Grindavík og Njarðvík sama daginn, enda er ekkert sem bannar það. Það þarf bara að hafa gott rakakrem við höndina og þá er þetta ekkert mál,“ segir Hinrik. Uppáhaldslaugarnar hans eru Varmárlaug í Mosfellsbæ, sem er hans heimabær, og Klébergslaug á Kjalarnesi. „Sú laug er óslípaður demantur sem leynir á sér,“ segir hann. Stefnan er ekki að synda langar vegalengdir heldur fyrst og fremst að njóta þess að sitja í heita pottinum og slappa af. „Ég ætla að hóa í félaga mína og fjölskylduna og fá með mér í laugina og rækta þannig vinaböndin. Í sundi er maður alveg frjáls. Það er enginn sem nær í mann og enginn sími eða tölva sem truflar svo það er vel hægt að vera í rólegheitum með vinum og vandamönnum að spjalla um líf og leik. Draumurinn er að fara í allar almenningssundlaugar landsins en ég þyrfti kannski að taka gott ár eða tvö í það verkefni,“ segir Hinrik en síðasta sundlaugarferðin í þessari lotu verður farin í Lágafellslaug þann 28. febrúar næstkomandi. Meistaramánuður Mest lesið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Retinól-salat tekur yfir TikTok Matur Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Þakkargjörðarveisla að hætti Evu Laufeyjar Matur Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Lífið Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Lífið Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt Menning Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Lífið Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð Lífið Fleiri fréttir Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Sjá meira
Hinrik Wöhler planar að heimsækja 26 almenningssundlaugar áður en febrúar rennur sitt skeið á enda. Hann ætlar ekki aðeins að synda heldur njóta þess að vera laus við síma, tölvur og annað áreiti. „Vinnustaðurinn minn heldur meistaramánuðinn hátíðlegan og flestir vinnufélaganna ætla að breyta mataræðinu til hins betra eða hreyfa sig meira. Ég ákvað að hugsa aðeins út fyrir boxið og finna mér eitthvað annað að gera og þetta varð niðurstaðan. Á þessum árstíma er líka frekar lítið um afþreyingu þannig að mér datt í hug að fara í sund til að krydda upp á febrúarmánuð,“ segir Hinrik en hann vinnur hjá Íslandsbanka. Ætlunin er að heimsækja allar sundlaugar frá póstnúmeri 101 upp í 310. Þær eru tuttugu og átta talsins en sundlaugin í Garðabæ er lokuð vegna breytinga og sundlaugin að Hlöðum í Hvalfjarðarsveit er ekki opin yfir vetrartímann. „Þetta gerir því alls tuttugu og sex sundlaugar. Sextán þeirra eru á höfuðborgarsvæðinu, sex á Reykjanesskaganum og fjórar í póstnúmeri 300 til 310. Það er spurning um að ég leiti til Spalar og ÍTR og fái styrk því að 26 sundferðir eru ekki ókeypis,“ segir Hinrik. Spurður hvort hann hafi nægan tíma fyrir allar þessar sundferðir segist hann vera barnlaus og mun öll hans orka og einbeiting fara í sundferðirnar. „Suma daga þarf ég sennilega að fara tvisvar svo ég nái þessu markmiði, eins og þegar ég fer í sundlaugarnar á Reykjanesskaga. Ég tek líklega Grindavík og Njarðvík sama daginn, enda er ekkert sem bannar það. Það þarf bara að hafa gott rakakrem við höndina og þá er þetta ekkert mál,“ segir Hinrik. Uppáhaldslaugarnar hans eru Varmárlaug í Mosfellsbæ, sem er hans heimabær, og Klébergslaug á Kjalarnesi. „Sú laug er óslípaður demantur sem leynir á sér,“ segir hann. Stefnan er ekki að synda langar vegalengdir heldur fyrst og fremst að njóta þess að sitja í heita pottinum og slappa af. „Ég ætla að hóa í félaga mína og fjölskylduna og fá með mér í laugina og rækta þannig vinaböndin. Í sundi er maður alveg frjáls. Það er enginn sem nær í mann og enginn sími eða tölva sem truflar svo það er vel hægt að vera í rólegheitum með vinum og vandamönnum að spjalla um líf og leik. Draumurinn er að fara í allar almenningssundlaugar landsins en ég þyrfti kannski að taka gott ár eða tvö í það verkefni,“ segir Hinrik en síðasta sundlaugarferðin í þessari lotu verður farin í Lágafellslaug þann 28. febrúar næstkomandi.
Meistaramánuður Mest lesið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Retinól-salat tekur yfir TikTok Matur Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Þakkargjörðarveisla að hætti Evu Laufeyjar Matur Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Lífið Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Lífið Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt Menning Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Lífið Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð Lífið Fleiri fréttir Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Sjá meira