Búið er að spila fleiri en 90 leiki síðan mótið hófst en Einherjar og Team Hafficool hafa aldrei mæst áður. Hafficool, sem er atvinnumaður í Overwatch, hefur verið Team Hafficool innan handar varðandi ráð á mótinu.
Úrslitin munu ráðast á opnum viðburði á UTMessunni á laugardaginn, sem hefst klukkan 13:00. Þá munu gestir geta mætt í Kaldalón og fylgst með úrslitunum í eigin persónu. Einnig er hægt að fylgjast með úrslitunum hér á Twitch síðu Ljósleiðarans.
Það eru Ljósleiðarinn, Tölvutek, Hringiðan Internetþjónusta og Hringdu sem standa að baki Íslandsmótinu í Overwatch og þar sem áætlað heildarverðmæti verðlauna er yfir 1.400.000 krónur.
Hér neðst í fréttinni má sjá undanúrslitaviðureignirnar sem voru spilaðar í gær.