Nintendo gera fleiri leiki fyrir síma Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 2. febrúar 2017 07:00 Pípulagningamaðurinn Mario er vinsæll. Nordicphotos/Getty Japanski leikjarisinn Nintendo tilkynnti í gær að fyrirtækið hygðist framleiða tvo til þrjá tölvuleiki fyrir snjallsíma ár hvert. Fyrr í vikunni greindi fyrirtækið frá því að rekstur þess hefði skilað hagnaði í fyrsta sinn í rúmt ár. Spilar þar útgáfa snjallsímaleiksins Super Mario Run sína rullu. Snjallsímadeild Nintendo þénaði um sjö milljarða króna á síðasta ársfjórðungi. Alls hafa 78 milljónir hlaðið Super Mario Run niður í síma sína. Þó hafa innan við tíu prósent þeirra keypt fulla útgáfu leiksins á þær rúmu þúsund krónur sem settar eru á útgáfuna. Nintendo kveðst enn fremur ætla að styðja leikinn til lengri tíma. „Við stígum nú þau skref sem þarf til að tryggja að hægt verði að njóta Super Mario Run til lengri tíma,“ sagði Tatsumi Kimishima, forseti stjórnar Nintendo, á blaðamannafundi í gær. Þá tilkynnti Nintendo einnig um að stefnt væri að því að væntanleg leikjatölva fyrirtækisins, Nintendo Switch, myndi seljast vel á sínum fyrsta mánuði á markaði. Tölvan kemur á markað í mars og ætlast Nintendo til þess að tvær milljónir eintaka seljist fyrsta mánuðinn.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Leikjavísir Mest lesið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Walking Dead-leikkona látin Lífið Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið
Japanski leikjarisinn Nintendo tilkynnti í gær að fyrirtækið hygðist framleiða tvo til þrjá tölvuleiki fyrir snjallsíma ár hvert. Fyrr í vikunni greindi fyrirtækið frá því að rekstur þess hefði skilað hagnaði í fyrsta sinn í rúmt ár. Spilar þar útgáfa snjallsímaleiksins Super Mario Run sína rullu. Snjallsímadeild Nintendo þénaði um sjö milljarða króna á síðasta ársfjórðungi. Alls hafa 78 milljónir hlaðið Super Mario Run niður í síma sína. Þó hafa innan við tíu prósent þeirra keypt fulla útgáfu leiksins á þær rúmu þúsund krónur sem settar eru á útgáfuna. Nintendo kveðst enn fremur ætla að styðja leikinn til lengri tíma. „Við stígum nú þau skref sem þarf til að tryggja að hægt verði að njóta Super Mario Run til lengri tíma,“ sagði Tatsumi Kimishima, forseti stjórnar Nintendo, á blaðamannafundi í gær. Þá tilkynnti Nintendo einnig um að stefnt væri að því að væntanleg leikjatölva fyrirtækisins, Nintendo Switch, myndi seljast vel á sínum fyrsta mánuði á markaði. Tölvan kemur á markað í mars og ætlast Nintendo til þess að tvær milljónir eintaka seljist fyrsta mánuðinn.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Leikjavísir Mest lesið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Walking Dead-leikkona látin Lífið Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið